Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 396. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 628  —  396. mál.
Flutningsmenn.




Beiðni um skýrslu



frá fjármálaráðherra um skiptingu ríkisútgjalda milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar.

Frá Einari K. Guðfinnssyni, Kristjáni Þór Júlíussyni, Jóni Gunnarssyni,


Ásbirni Óttarssyni, Tryggva Þór Herbertssyni, Sigurgeiri Sindra Sigurgeirssyni,
Björgvin G. Sigurðssyni, Sigurði Inga Jóhannssyni, Sigmundi Erni Rúnarssyni,
Unni Brá Konráðsdóttur, Ólöfu Nordal, Ragnheiði E. Árnadóttur og Róbert Marshall.

    
    Með vísan til 46. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um skiptingu fjárveitinga í fjárlögum á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar á síðustu fjórum árum, þ.m.t. fjárlögum fyrir árið 2011.
    Í skýrslunni komi meðal annars fram upplýsingar um:
     1.      Rekstrarútgjöld.
     2.      Fjárfestingar og stofnkostnað.
     3.      Skiptingu stöðugilda hjá A-, B- og C-hluta ríkissjóðs, svo og hjá opinberum hlutafélögum í eigu ríkisins, og hlutfall þeirra af íbúafjölda á einstökum landsvæðum.
     4.      Stuðning ríkisins við íbúðareigendur og leigjendur, svo sem í formi vaxtabóta og húsaleigubóta.
     5.      Styrki úr rannsókna- og þróunarsjóðum.