Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 402. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 638  —  402. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Frá Margréti Tryggvadóttur.



     1.      Hver er formaður úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki og hvenær var hann skipaður?
     2.      Hvað fá nefndarmenn greitt fyrir setu í nefndinni og hver greiðir kostnaðinn af störfum nefndarinnar?
     3.      Hversu margir úrskurðir hafa fallið hjá nefndinni á árinu 2010?
     4.      Hver er að meðaltali málshraðinn fyrir nefndinni og er hann í samræmi við þann fjögurra vikna frest sem mælt er fyrir um í samþykktum fyrir úrskurðarnefndina?
     5.      Hefur nefndin ávallt skilað ársskýrslu, eins og gert er ráð fyrir í samþykktum fyrir hana?


Skriflegt svar óskast.