Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 424. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 696  —  424. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um bólusetningu við svínaflensu.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hvað keypti landlæknisembættið marga skammta af bólusetningarefni því sem notað er til að stemma stigu við svínaflensu? Hver var kostnaðurinn við kaupin? Af hverjum var efnið keypt?
     2.      Hvað réð því hversu mikið var keypt af bólusetningarefninu? Hvað eru margir skammtar af efninu eftir á lager og hvert er virði lagersins? Hvenær rennur efnið út?
     3.      Hvað hafa margir verið bólusettir með efninu?
     4.      Hvernig er aldurshlutfallið hjá þeim sem hafa verið bólusettir:
                  a.      0–18 ára,
                  b.      19–67 ára,
                  c.      68 ára og eldri?
     5.      Hvað hafa komið upp mörg mál hjá heilbrigðisyfirvöldum um alvarleg eftirköst eftir bólusetningu?
     6.      Hvað hafa margir veikst af svínaflensu hér á landi í samanburði við venjulega inflúensu?


Skriflegt svar óskast.