Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 434. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 713  —  434. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um umönnunargreiðslur til foreldra barna með þroska- og atferlisraskanir.

Frá Margréti Tryggvadóttur.



     1.      Hve stór hluti foreldra barna sem greinst hafa með ADHD og tengdar raskanir eða á einhverfurófinu fær umönnunargreiðslur?
     2.      Úr hvaða bótaflokkum eru slíkar greiðslur, hve háar eru þær og hvaða greining liggur að baki, sundurgreint eftir flokkum raskana?
     3.      Kemur til álita að tengja umönnunargreiðslur við minnkað starfshlutfall foreldra vegna umönnunar barnanna?
     4.      Hefur samfélagslegur kostnaður vegna ónægrar þjónustu við þessar fjölskyldur sem um ræðir verið metinn?


Skriflegt svar óskast.