Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 442. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 728  —  442. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um nöfn látinna manna í opinberum skrám.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hvernig er ferlið þegar nöfn látinna manna eru felld úr opinberum skrám, svo sem þjóðskrá? Er það ferli skilvirkt miðað við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum?
     2.      Eru til dæmi þess að farist hafi fyrir að fella nöfn látinna manna úr skrám, svo sem þjóðskrá, og ef svo er:
              a.      hver er skýring þess,
              b.      um hve mörg tilfelli er að ræða og hve langur tími leið í hverju tilviki uns viðkomandi voru felldir af skrá,
              c.      voru greiddar út bætur, t.d. ellilífeyrir, í þessum tilvikum eftir dánardag og þá hvernig bætur og hve háar, hvaða reglur gilda ef slíkar bætur eru greiddar út og hafa slíkar bætur endurheimst að hluta eða að fullu?


Skriflegt svar óskast.