Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 443. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 729  —  443. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um eldri borgara og kynbundna heilbrigðistölfræði.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Er kynbundinn munur meðal eldri borgara hvað varðar tíðni a) rangrar eða áhættusamrar læknismeðferðar, b) fallslysa, c) vannæringar og d) legusára? Óskað er eftir að niðurstöður verði dregnar út úr fyrirliggjandi gagnagrunnum og gagnasöfnum og settar fram sundurliðaðar.
     2.      Geta niðurstöður heilsufarskannana Lýðheilsustöðvar árin 2007 og 2009 undir nafninu Heilsa og líðan Íslendinga bætt við þá mynd sem gagnasöfn gefa, sbr. 28. tölul. II. kafla þingsályktunar um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 2004?
     3.      Telur ráðherra mikilvægt að byggja á kynbundnum upplýsingum um eldri borgara á sem flestum sviðum heilbrigðis- og velferðarþjónustu og að efla rannsóknir með tilliti til mismunandi þarfa kynjanna í þeim hópi?
     4.      Hvers vegna er ekki minnst á eldri borgara í tillögu ríkisstjórnarinnar að nýrri áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára sem lögð var fram á Alþingi 30. nóvember 2010?


Skriflegt svar óskast.