Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 786  —  485. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um íslenska háskólanema.

Frá Lilju Mósesdóttur.



     1.      Hversu margir skráðir nemendur eru í íslenskum háskólum skólaárið 2010–2011 og hversu mörg nemendaígildi er gert ráð fyrir að íslenskir háskólar fái greidd skólaárið 2010–2011, skipt eftir skólum og deildum innan þeirra?
     2.      Hversu margir námsmenn sem stunda nám hér á landi, skipt eftir skólum og deildum innan þeirra, og hversu margir námsmenn sem stunda nám erlendis, skipt eftir löndum, þiggja lán til framfærslu frá Lánasjóði íslenskra námsmanna skólaárið 2010–2011?
     3.      Hversu margir námsmenn sem stunda nám hér á landi, skipt eftir skólum og deildum innan þeirra, og hversu margir námsmenn sem stunda nám erlendis, skipt eftir löndum, þiggja lán til greiðslu skólagjalda frá Lánasjóði íslenskra námsmanna skólaárið 2010– 2011? Hver er heildarupphæð þessara lána?
    Í öllum liðum fyrirspurnarinnar er óskað eftir samanburði við fjögur næstliðin skólaár.


Skriflegt svar óskast.