Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 486. máls.

Þskj. 788  —  486. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.

(Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)




    Alþingi ályktar, sbr. lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, að á árunum 2011–2014 skuli unnið að þróunarsamvinnu Íslands í samræmi við eftirfarandi áætlun.
    Markmið Íslands með alþjóðlegri þróunarsamvinnu sé að leggja lóð sitt á vogarskálar í baráttunni gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heimsins. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu.
    Áhersla verði lögð á mannréttindi og jafnrétti kynjanna, frið og öryggi, ásamt baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri. Leitast verði við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkisstefnu Íslands með tilliti til hnattrænna efnahags-, umhverfis- og öryggismála.
    Íslensk þróunarsamvinna endurspegli þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á:
     a.      Ábyrgð – að ráðvendni og gagnsæi verði höfð að leiðarljósi í þróunarstarfi og ábyrgð á framkvæmd og árangri starfsins deilt með samstarfsaðilum.
     b.      Árangur – að allir þættir þróunarstarfsins, stjórnun, verklag og aðferðafræði verkefna, stuðli að því að árangur þróunarsamvinnu verði sem mestur.
     c.      Áreiðanleika – að landi og þjóð verði aflað virðingar á alþjóðavettvangi með því að vera faglegur og traustur samstarfsaðili í þróunarstarfi.
    Markmið Íslands í þróunarsamvinnu verði að styðja áætlanir um útrýmingu fátæktar á grunni sjálfbærrar þróunar og uppbyggingar á mannauði. Sérstök áhersla verði lögð á mannréttindi, jafnrétti, frið, öryggi og verkefni þar sem íslensk sérþekking og reynsla nýtist.

Framlög.
    Íslensk stjórnvöld styðji markmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Mörkuð verði sú stefna að Ísland muni á næstu tíu árum skipa sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:
     a.      Fylgt verði tímasettri áætlun um hækkun framlaga á gildistíma þessarar áætlunar, úr 0,19% í 0,23% af VÞT á tímabilinu 2011–2014, sbr. eftirgreinda töflu.
     b.      Hraðað verði hækkun framlaga við endurskoðun áætlunarinnar árið 2013.
     c.      Verði hagvöxtur meiri en nú er spáð komi framlögin til endurskoðunar.
     d.      Árið 2021 renni 0,7% af VÞT til þróunarmála.
     e.      Sérstakir fjárlagaliðir fyrir samstarf við félagasamtök, Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ), Alþjóðabankann og umhverfis- og loftslagsmál verði í fjárlögum 2012.
    Áætlað er að þróun framlaga á gildistíma áætlunarinnar verði sem hér segir:

VÞT*
(m.kr.)
Hlutfall af
VÞT (%)
Framlög
(m.kr.)
2011      1.424.712 0,19 2.765
2012 1.511.175 0,20 3.022
2013 1.610.852 0,21 3.383
2014 1.654.953 0,23 3.806
              Samkvæmt Hagstofu Íslands.

    Fylgt verði eftirfarandi áætlun um skiptingu framlaga eftir fjárlagaliðum:

2011 2012 2013 2014
(m.kr.) (%) (m.kr.) (%) (m.kr.) (%) (m.kr.) (%)
Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) 1.166,3 42 1.210,0 40 1.345,0 40 1.510,0 40
Utanríkisráðuneytið 1.599,0 58 1.637,0 54 1.805,0 53 1.990,0 52
Þar af:
Jarðhitaskóli HSÞ 187,7 7 195,0 6
Matvæla- og landbúnaðarst. SÞ, FAO 11,0 0 11,0 0
Þróunaráætlun SÞ, UNDP 22,1 1 23,0 1
Barnahjálp SÞ, UNICEF 112,4 4 120,0 4
Sjávarútvegsskóli HSÞ 147,3 5 155,0 5
UNIFEM/UN Women 102,0 4 115,0 4
Mannúðarmál og neyðaraðstoð 221,4 8 170,0 6
Íslensk friðargæsla 115,8 4 140,0 5
Þróunarmál og hjálparstarfsemi 353,3 13 160,0 5
Átak í lækkun skulda þróunarríkja 20,0 1 - -
Alþjóðabankinn - - 135,0 4
Landgræðsluskóli HSÞ - - 67,0 2
Umhverfis- og loftslagsmál - - 60,0 2
SÞ (alm. framl., alþj. friðarg., ILO, WHO) 56,0 2 56,0 2
Stofnfjárframlög (IDA, NDF) 250,0 9 230,0 8
Samstarf við frjáls félagasamtök - - 175,0 6 233,0 7 306,0 8
SAMTALS 2.765,3 10 0 3.022,0 100 3.383,0 10 0 3.806,0 100
Hlutfall af VÞT 0,19% 0,20% 0,21% 0,23%

Framkvæmd.
    Í þróunarstarfi Íslands verði áhersla lögð á að skerpa sýn og fylgja skýrari forgangsröðun á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:

I. Áherslusvið, málaflokkar og þverlæg málefni.
     1. Fiskimál:
     a.      Virk þátttaka verði í stefnumótun alþjóðastofnana á sviði fiskimála.
     b.      Áhersla verði lögð á störf FAO og Alþjóðabankans.
     c.      Þróunarsamvinnustofnun Íslands leggi sérstaka áherslu á fiskimál í Mósambík og Úganda.
     d.      Stofnað verði fagteymi utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í auðlindamálum.
     e.      Öflugt starf verði á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans verði liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum.
     2. Orkumál:
     a.      Virk þátttaka verði í stefnumótun alþjóðastofnana á sviði orkumála.
     b.      Stuðlað verði að aukinni fjárfestingu ríkja og þróunarstofnana í jarðhitaverkefnum til hagsbóta fyrir þróunarríki.
     c.      Áhersla verði lögð á störf Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Norræna þróunarsjóðsins og IRENA.
     d.      Þróunarsamvinnustofnun Íslands starfi að orkumálum í tvíhliða og svæðisbundnu samstarfi.
     e.      Öflugt starf verði á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans verði liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum.
    3. Menntun:
     a.      Sérstök áhersla verði á menntun og fullorðinsfræðslu í öllum samstarfslöndum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
     b.      Samstarf verði við félagasamtök í menntamálum.
     c.      Starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á sviði fiskimála, orkumála og landgræðslu verði liður í áherslu á menntun.
     d.      Stuðningur verði við UN Women og UNICEF sem lykilstofnanir sem stuðla að menntun stúlkna og kvenna.
     4. Heilbrigðismál:
     a.      Þróunarsamvinnustofnun Íslands leggi áherslu á heilbrigðismál og hollustuhætti í Malaví og Úganda, sérstaklega mæðra- og ungbarnaheilsu.
     b.      Samstarf verði við félagasamtök í heilbrigðismálum.
     c.      Samstarf verði við UN Women sem stuðlar að bættri heilsu stúlkna og kvenna.
     d.      Þátttaka verði í samstarfi Norðurlanda um mikilvægi kyn- og frjósemisheilbrigðis og -réttinda.
     e.      Stuðningur verði við UNICEF með áhersla á heilsufar barna.
     5. Stjórnarfar:
     a.      Stuðningur verði við verkefni UN Women á Balkanskaga, í Afganistan og Palestínu.
     b.      Framfylgt verði aðgerðaáætlun um konur, frið og öryggi.
     c.      Nám sérfræðinga frá stríðshrjáðum ríkjum verði við jafnréttisskólann.
     d.      Stuðningur verði við mannúðarstörf alþjóðaráðs Rauða krossins.
     6. Endurreisn:
     a.      Framlag verði til samhæfingar endurreisnarstarfs í Afganistan.
     b.      Stuðningur verði við palestínska flóttamenn með framlagi til Sameinuðu þjóðanna (UNRWA/UNHCR).
     c.      Stuðningur verði við samhæfingu mannúðaraðstoðar í Palestínu í samstarfi við OCHA.
     d.      Stuðningur verði við verkefni UN Women og UNICEF.
    7. Jafnréttismál:
     a.      Stofnað verði fagteymi utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um jafnréttismál.
     b.      Mótuð verði jafnréttisstefna í þróunarsamvinnu byggð á endurskoðun á stefnu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Lokið: Janúar 2012.
     c.      Endurskoðun fari fram á aðgerðaáætlun um konur, frið og öryggi. Lokið: Mars 2011.
     d.      Stuðningur verði við tilraunaverkefni um jafnréttisskóla.
     e.      Í úttektum á þróunarverkefnum verði lagt sérstakt mat á samþættingu jafnréttissjónarmiða.
     f.      Jöfn staða kynjanna verði meðal starfsmanna í þróunarsamvinnu.
     g.      Unnið verði markvisst að jafnréttismálum og framgangi ályktana öryggisráðsins um konur, frið og öryggi á vettvangi alþjóðastofnana.
     8. Umhverfismál:
     a.      Mótuð verði umhverfisstefna í þróunarsamsvinnu. Lokið: Apríl 2012.
     b.      Sérstaklega verði fjallað um sjálfbærni í umhverfismálum við undirbúning og framkvæmd þróunarverkefna.
     c.      Virk þátttaka verði í störfum alþjóðastofnana á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
     d.      Öflug starfsemi verði á vegum Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
     e.      Framlag verði til alþjóðlegs loftslagssjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna.
     f.      Stuðningur verði við smá eyþróunarríki vegna loftslagsmála.

II. Neyðar- og mannúðaraðstoð.
     1. Stefnumótun og stuðningur við félagasamtök:
     a.      Sérstakur fjárlagaliður verði um samstarf við félagasamtök í fjárlögum frá 2012.
     b.      Fylgt verði núverandi verklagsreglum um umsóknir og styrkveitingar.
     c.      Endurskoðun verði á verklagsreglum. Lok: Ágúst 2012.
     d.      Ísland gerist aðili að alþjóðlegu átaki um mannúðaraðstoð innan tveggja ára.
     e.      Unnið verði skipulega samkvæmt verklagi og viðmiðum átaksins frá árinu 2012.
     2. Stuðningur við skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA):
     a.      Regluleg framlög verði til OCHA. Sérstök framlög verði skapist ófyrirséð þörf.
     b.      Skammtímastörf sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytisins verði fyrir OCHA á vettvangi.
     c.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna.
     3. Stuðningur við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF):
     a.      Regluleg framlög verði til CERF.
     b.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna.
     4. Stuðningur við matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP):
     a.      Framlög verði til neyðaraðstoðar WFP þar sem þörf skapast.
     b.      Skammtímastörf sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytisins verði fyrir WFP á vettvangi.
     c.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um WFP.

III. Lönd og landsvæði.
     1. Afganistan:
     a.      Gerð verði aðgerðaáætlun fyrir 2012–2014. Lokið: Nóvember 2011.
     b.      Íslendingar taki þátt í norrænu samstarfi sem byggist m.a. á samnorrænni úttekt frá 2009.
     c.      Stuðlað verði að betri samhæfingu aðstoðar alþjóðasamfélagsins.
     d.      Unnið verði að málefnum kvenna.
     e.      Neyðar- og mannúðaraðstoð verði á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka.
     2. Malaví:
     a.      Gerð verði samstarfsáætlun fyrir 2012–2014. Lokið: Okt. 2011.
     b.      Mannauður: Áhersla verði lögð á menntun, heilbrigðismál og hollustuhætti.
     3. Mósambík:
     a.      Gerð verði samstarfsáætlun fyrir 2012–2014. Lokið: Október 2011.
     b.      Auðlindir og mannauður: Áhersla verði lögð á fiskimál og menntun.
     4. Palestína:
     a.      Gerð verði aðgerðaáætlun fyrir 2012–2014. Lokið: Nóvember 2011.
     b.      Neyðar- og mannúðaraðstoð verði á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka.
     c.      Aðstoð verði við flóttamenn.
     d.      Aðstoð verði við konur og börn.
     5. Úganda:
     a.      Gerð verði samstarfsáætlun fyrir 2012–2014. Lokið: Október 2011.
     b.      Auðlindir og mannauður: Áhersla verði lögð á fiskimál, menntun og byggðaþróun.

IV. Stofnanir.
     1. Alþjóðabankinn:
     a.      Framlag Íslands verði vegna 16. samningalotu um endurfjármögnun IDA, 2011.
     b.      Átaksverkefni í jafnréttismálum (GAP). Mat verði lagt á hugsanlegt áframhald á samstarfi. Lokið: Október 2011.
     c.      Verkefni á sviði fiskimála (PROFISH). Mat verði lagt á hugsanlegt áframhald á samstarfi. Lokið: Júní 2011.
     d.      Verkefni í orkumálum (ESMAP). Mat verði lagt á hugsanlegt áframhald á samstarfi. Lokið: Október 2012.
     e.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans.
     f.      Þátttaka verði í samstarfsverkefni kjördæmisins á sviði mannréttindamála.
     2. UNICEF:
     a.      Störf íslenskra sérfræðinga verði á vettvangi.
     b.      Fylgt verði samstarfssamningi um skammtímastörf sérfræðinga vegna neyðarverkefna.
     c.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um UNICEF.
     d.      Störf ungra íslenskra sérfræðinga verði fyrir UNICEF á vettvangi.
     e.      Samstarf verði við UNICEF á Íslandi.
     3. UN Women:
     a.      Störf íslenskra sérfræðinga verði á vettvangi.
     b.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu um jafnréttismál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
     c.      Störf ungra íslenskra sérfræðinga verði fyrir UN Women.
     d.      Stuðningur verði við Ofbeldissjóð UN Women.
     e.      Samstarf verði við landsnefnd UNIFEM/UN Women á Íslandi.
     f.      Þátttaka verði í samstarfi Norðurlanda um UN Women.
     4. Háskóli Sameinuðu þjóðanna:
     a.      Virk starfsemi Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og námskeiðahald á hans vegum í þróunarlöndum.
     b.      Virk starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og námskeiðahald á hans vegum í þróunarlöndum.
     c.      Virk starfsemi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og námskeiðahald á hans vegum í þróunarlöndum.
     d.      Stuðningur verði við tilraunaverkefni um jafnréttisskóla.
     e.      Unnið verði að undirbúningi að framtíðarfyrirkomulagi starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á tímabilinu.

Alþjóðlegt samstarf og viðmið.
    Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegar samþykktir um þróunarsamvinnu sem íslensk stjórnvöld eru aðili að verði nú sem fyrr leiðarljós þróunarsamvinnu Íslands. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:

     1. Sameinuðu þjóðirnar:
     a.      Sérstök áhersla verði lögð á samstarf við undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna áherslumálum Íslands.
     b.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu gagnvart Sameinuðu þjóðunum á vegum utanríkisráðuneytisins og fastanefnda.
     c.      Virkt samstarf verði við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
     2. OECD-samstarf:
     a.      Ísland verði aðili að DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, á framkvæmdatímabili áætlunarinnar.
     b.      Umbætur verði gerðar í fyrirkomulagi rekstrar og bókhalds vegna þróunarframlaga. Lokið: Desember 2011.
     c.      Jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands fari fram fyrir endurskoðun áætlunarinnar.
     3. Parísaryfirlýsingin, Accra-aðgerðaáætlunin:
     a.      Mótuð verði tímasett markmið í þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til Parísaryfirlýsingarinnar og Accra-aðgerðaáætlunarinnar. Lokið: Febrúar 2012.
     b.      Virk þátttaka verði í starfi DAC um framgang Parísaryfirlýsingarinnar.

Stefnumörkun, innra og ytra starf.
    Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:

     1. Stefnumörkun og eftirlit:
     a.      Endurskoðuð áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands verði lögð fyrir Alþingi árið 2013.
     b.      Utanríkisráðherra gefi skýrslu til Alþingis um framkvæmd áætlunarinnar á árinu 2013.
     c.      Regluleg skýrslugjöf verði til utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar.
     2. Samspil tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu:
    Stofnuð verði fagteymi utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á eftirfarandi sviðum til eflingar tvíhliða og marghliða samvinnu: i) jafnréttismál; ii) auðlindamál; iii) verklag og eftirlit.
     3. Mannauðsstjórn:
     a.      Mótuð verði sameiginleg mannauðsstefna utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands vegna starfa að þróunarmálum. Lok: Nóvember 2011.
     b.      Haldnir verði sameiginlegir málfundir og námskeið á vegum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
     c.      Komið verði á starfsmannaskiptum við alþjóðastofnanir og þróunarstofnanir annarra ríkja.
     d.      Hlutur kvenna og karla verði jafnaður samkvæmt jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu.
     4. Samstarf við frjáls félagasamtök:
     a.      Hlutfall framlaga sem renna til samstarfs við félagasamtök verði hækkuð á tímabilinu.
     b.      Fylgt verði sameiginlegum verklagsreglum og eitt umsóknarferli verði fyrir allt samstarf stjórnvalda og félagasamtaka.
     c.      Stjórnvöld viðhaldi góðum samskiptum við samstarfshóp félagasamtaka.
     d.      Félagasamtök sæti úttektum og öðrum eftirlitsaðgerðum sem fylgt er í þróunarstarfi.
    5. Samstarf við háskólasamfélagið:
    Mótaðar verði áherslur um samstarf stjórnvalda og háskólasamfélagsins á sviði þróunarsamvinnu. Lokið: Maí 2012.
     6. Kynning og umfjöllun:
     a.      Fylgt verði árlegri sameiginlegri kynningaráætlun utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
     b.      Ráðstefnur og málþing verði skipulögð í samráði við félagasamtök og háskólasamfélagið.
     7. Þátttaka einkaaðila í þróunarsamvinnu:
    Unnin verði greining á möguleikum íslenskra aðila til þátttöku í uppbyggingu atvinnuvega í þróunarlöndum. Lok: Júní 2012.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


Inngangur.
    Samkvæmt 3. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, hér eftir nefnd þróunarsamvinnulög, sem tóku gildi 1. október 2008, skal utanríkisráðherra annað hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fjögurra ára í senn. Í áætluninni skal greint frá framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og hvernig þau skiptast á grundvelli stefnumiða Íslands í þróunarsamvinnu til lengri og skemmri tíma litið. Þá skal áætlunin fela í sér heildstætt yfirlit yfir það hvernig ráðherra hyggst ná settum markmiðum hennar. Í áætluninni skal m.a. tiltaka fyrirhugað hlutfall framlaga til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu af vergum þjóðartekjum.
    Skýrslan Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014 er prentuð sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari. Skýrslan inniheldur ítarlega umfjöllun um grundvöll, forsendur og markmið þeirra áhersluatriða sem þingsályktunartillagan inniheldur.
    Í þessum athugasemdum og í skýrslunni er áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands einnig nefnd Þróunarsamvinnuáætlun til styttingar.
    Eitt helsta markmið þróunarsamvinnulaga er að skapa heildstæðan grundvöll fyrir alla þróunarsamvinnu Íslendinga, hvort heldur sem hún er veitt til verkefna félagasamtaka, í tvíhliða samstarfi við þróunarríki eða á marghliða grundvelli til verkefna alþjóðastofnana. Markmið laganna er einnig að skerpa áherslu á alþjóðlegar skuldbindingar, viðmið og aðferðir í þróunarstarfi sem miða að því að auka skilvirkni og árangur.
    Í þróunarsamvinnulögum segir að við framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands skuli tekið mið af stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum samþykktum um þróunarsamvinnu sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að uppfylla. Jafnframt segir að meginmarkmið með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands sé að styðja viðleitni stjórnvalda í þróunarlöndum til að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilbrigði, jafnrétti kynjanna, sjálfbærri þróun og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Það heyrir einnig til markmiða laganna að tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og gæslu friðar og veita mannúðar- og neyðaraðstoð þar sem hennar er þörf.
    Þróunarsamvinnulög kveða á um virka aðkomu Alþingis að umfjöllun um þróunarmál. Utanríkisráðherra skal gefa Alþingi skýrslu á tveggja ára fresti um framkvæmd Þróunarsamvinnuáætlunar, auk þess sem hann skal upplýsa utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd reglulega um framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Samkvæmt lögunum starfa þróunarsamvinnunefnd og samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Samstarfsráðið sinnir ráðgefandi hlutverki um stefnumarkandi áherslur í þróunarsamvinnu. Í ráðinu sitja sautján fulltrúar, fimm tilnefndir í samráði við samstarfshóp íslenskra mannúðarsamtaka í alþjóðlegu hjálparstarfi og þróunarsamvinnu, tveir tilnefndir í samráði við samstarfsnefnd háskólastigsins og tveir í samráði við aðila vinnumarkaðarins, auk sjö fulltrúa sem kosnir eru sérstaklega af Alþingi og skipa einnig þróunarsamvinnunefnd. Formaður samstarfsráðsins er skipaður af utanríkisráðherra. Auk ráðgefandi hlutverks veitir þróunarsamvinnunefnd umsögn um þróunarsamvinnuáætlun og skal umsögnin fylgja henni til Alþingis.

Gerð áætlunar um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.
    Undirbúningur að gerð þingsályktunartillögunnar hófst á fyrri hluta árs 2009. Stofnaðir voru tveir vinnuhópar, hvor um sig skipaður starfsmönnum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ). Vinnuhóparnir fjölluðu annars vegar um áherslusvið og markmið og hins vegar um framkvæmd og samstarfsaðila. Fjallað var meðal annars um núverandi þróunarstarf Íslands, árangur þróunarverkefna og hvernig styrkleikar Íslands í alþjóðasamstarfi nýtist best til verka á þessum vettvangi. Vinnuhóparnir skoðuðu áherslur á málaflokka, samstarfsríki og reynslu af samstarfi við einstaka alþjóðastofnanir. Þá var samvinna utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ við frjáls félagasamtök sérstakt umfjöllunarefni.
    Vinnuhóparnir fjölluðu um framsetningu áætlunarinnar og hvernig hún skyldi úr garði gerð. Sambærileg áætlun hefur ekki verið unnin áður og því liggja engin fordæmi til grundvallar við gerð hennar. Áætlunin er unnin með það að markmiði að hún sé hnitmiðuð og skýr og taki mið af því að umfang þróunarstarfs Íslands er minna en gengur og gerist meðal iðnríkja. Áætlunin skal vera leiðarljós um stefnu og áherslur, en hún skal jafnframt veita leiðsögn um starf utanríkisráðuneytisins, ÞSSÍ, félagasamtaka og annarra aðila á Íslandi sem vinna með stjórnvöldum, þ.m.t. fyrir starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi sem kostuð er af stjórnvöldum.
    Þróunarsamvinnulög kveða á um að áætlunin skuli fela í sér heildstætt yfirlit yfir það hvernig utanríkisráðherra hyggst ná settum markmiðum hennar. Því innihalda allir kaflarnir tillögur um aðgerðir sem byggjast á forsendum og markmiðum á hlutaðeigandi málefnasviði. Aðgerðir hafa tímasett markmið þar sem kostur er. Með aðgerðamiðaðri áætlun eru stjórnvöld betur í stakk búin til að leggja mat á framvindu og árangur þróunarstarfsins þegar hún kemur til endurskoðunar að tveimur árum liðnum.
    Í áliti utanríkismálanefndar um frumvarp til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, dags. 26. maí 2008, kemur m.a. fram að nefndin ítreki mikilvægi þverpólitísks samstarfs og samstöðu, sem og langtímastefnumörkunar á sviði þróunarsamvinnu. Því taldi nefndin heppilegt að skilgreina aðkomu Alþingis að málefnum alþjóðlegrar þróunarsamvinnu með þeim hætti að skipuð væri sérstök þróunarsamvinnunefnd sem Alþingi kysi sjö fulltrúa í. Með skipan þingkjörinna fulltrúa í þróunarsamvinnunefnd sé aðkoma fulltrúa þingflokka að stefnumarkandi umræðu og ákvörðunum ráðherra um alþjóðlega þróunarsamvinnu tryggð. Utanríkismálanefnd lagði jafnframt til að þingkjörnir fulltrúar fjölluðu um heildarstefnumörkun í þróunarsamvinnu með nokkuð öðrum hætti en samstarfsráði um alþjóðlega þróunarsamvinnu er ætlað að gera. Taldi utanríkismálanefnd eðlilegt að vinnulag yrði með þeim hætti að þróunarsamvinnunefnd yrði kölluð saman meðan á áætlunargerð ráðherra stæði þannig að afstaða nefndarmanna kæmi skýrt fram snemma í ferlinu.
    Með framangreint í huga voru fyrstu drög að áætluninni send þróunarsamvinnunefnd 3. maí 2010 og kynntu fulltrúar utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ drögin á fundi nefndarinnar 10. maí 2010. Frekari umfjöllun fór fram á fundi hennar 13. september og endurskoðuð drög lágu fyrir á fundi nefndarinnar 8. nóvember 2010. Þann sama dag var einnig fjallað um áætlunina á fundi samstarfsráðs um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Bréf formanns samstarfsráðsins til utanríkisráðherra, dags. 3. desember 2010, um umfjöllun ráðsins er fylgiskjal III með þingsályktunartillögu þessari.
    Endanleg drög, sem unnin voru á grundvelli athugasemda sem fram komu á umræddum fundum, voru send þróunarsamvinnunefnd 29. desember 2010. Samkvæmt ákvæði þróunarsamvinnulaga er umsögn nefndarinnar, dags. 5. janúar 2011, fylgiskjal II með þingsályktunartillögu þessari.

Helstu atriði þróunarsamvinnuáætlunar.
    Þróunarsamvinnuætlunin er þannig upp byggð að í fyrsta kafla hennar er fjallað um skyldur Íslands í alþjóðlegu þróunarstarfi. Fram kemur að aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er helsti grundvöllur þróunarsamvinnu Íslands. Sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna tekur Ísland þátt í verkefnum Sameinuðu þjóðanna á grunni stofnsáttmála samtakanna. Vísað er til ákvæða þróunarsamvinnulaga og þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Íslandi ber að vinna að.
    Í öðrum kafla er fjallað um þau gildi og áherslur sem liggja til grundvallar þróunarstarfi Íslands. Markmið um þróun framlaga til ársins 2014 eru sett fram. Gert er ráð fyrir að á árinu 2012 nemi framlögin 0,20% af vergum þjóðartekjum. Þau hækki síðan lítillega á árinu 2013, í 0,21%, en við endurskoðun áætlunarinnar á því ári verði hraðað á hækkun framlaga. Jafnframt er þar sett fram það markmið að á næsta áratug muni Ísland uppfylla viðmið Sameinuðu þjóðanna, að 0,7% af vergum þjóðartekjum renni til þróunarsamvinnu. Í kaflanum er aukin samvinna við félagasamtök til umfjöllunar, auk áherslu á samþættingu tvíhliða og marghliða þróunarstarfs. Gerð er tillaga um aukna sundurliðun framlaga til málaflokksins í fjárlögum með sérstökum fjárlagaliðum um samstarf við félagasamtök, fyrir Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, um samstarf við Alþjóðabankann og vegna umhverfis- og loftslagsmála.
    Í þriðja kafla er fjallað um meginþætti áætlunarinnar, þ.e. áherslusvið, samstarfsríki og stofnanir. Áherslusvið eru skilgreind sem auðlindamál, mannauður og störf að friðaruppbyggingu. Innan áherslusviðanna verður kastljósinu beint að fiskimálum og orkumálum, menntun og heilbrigði og stjórnarfari og endurreisnarstörfum. Auk þessa eru jafnréttismál og umhverfismál skilgreind sem þverlæg málefni. Fjallað er sérstaklega um neyðar- og mannúðaraðstoð Íslands með áherslu á störf félagasamtaka og þeirra þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem gegna lykilhlutverki á því sviði, matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), Neyðarsjóðs Sameinuðu þjóðanna (CERF) og samræmingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA). Fimm lönd eru sérstaklega tilgreind sem áherslusvæði í þróunarstarfi Íslands. Þau eru Malaví, Mósambík og Úganda, þar sem ÞSSÍ sinnir verkefnum, auk áherslu á friðaruppbyggingu í Afganistan og málefni Palestínumanna. Þá eru fjórar alþjóðastofnanir tilgreindar sem lykilstofnanir í þróunarstarfi Íslands, Alþjóðabankinn, UNICEF, UN Women og Háskóli Sameinuðu þjóðanna.
    Fjórði kafli fjallar um alþjóðlegt samstarf og viðmið í þróunarstarfi Íslands. Mikilvægi Sameinuðu þjóðanna er áréttað og vísað til alþjóðlegra samþykkta um árangur og skilvirkni þróunarstarfs, svokallaðrar Parísaryfirlýsingar og Accra-aðgerðaáætlunar. Fjallað er um samstarf iðnríkja sem fer fram á vettvangi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og gerð tillaga um fulla aðild Íslands að þróunarsamvinnunefnd OECD (DAC) á gildistíma áætlunarinnar.
    Í fimmta kafla er fjallað um innra og ytra starf. Áhersla er lögð á samþættingu þróunarstarfsins með störfum sameiginlegra fagteyma utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ á þremur tilteknum sviðum, jafnréttismálum, auðlindamálum og vegna verklags og eftirlits. Þá er gert ráð fyrir að sameiginleg mannauðsstefna verði mótuð með eflingu fagþekkingar að leiðarljósi. Fjallað er um samstarf við félagasamtök, samstarf við háskólasamfélagið, kynningarmál og aðkomu einkaaðila að þróunarsamvinnu. Síðast en ekki síst er hlutverk Alþingis við eftirlit og stefnumótun áréttað.



Fylgiskjal I.


Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.



Efnisyfirlit.

Skammstafanir.

1.     Skyldur Íslands í þróunarsamvinnu.

2.     Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.
    2.1.     Gildi og áherslur.
    2.2.     Framlög.
    2.3.     Marghliða og tvíhliða samstarf.
    2.4.     Samstarf við félagasamtök.

3.     Framkvæmd.
    3.1.     Áherslusvið og málaflokkar.
    3.2.     Þverlæg málefni.
    3.3.     Neyðar- og mannúðaraðstoð.
    3.4.     Lönd og svæðasamstarf.
    3.5.     Stofnanir.

4.     Alþjóðlegt samstarf og viðmið.

5.     Stefnumörkun, innra og ytra starf.

Skammstafanir.



CERF                   United Nations Central Emergency Relief Fund – Neyðarsjóður SÞ
DAC                   Development Assistance Committee – Þróunarsamvinnunefnd OECD
ESB                        Evrópusambandið
ESMAP          Energy Sector Management Assistance Programme
FAO                   Food and Agriculture Organization of the United Nations – Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ
HSÞ                        Háskóli Sameinuðu þjóðanna
IDA                        International Development Association – Alþjóðaframfarastofnunin
ILO                   International Labor Organization – Alþjóðavinnumálastofnunin
IRENA              International Renewable Energy Agency
ISAF                   International Security Assistance Force
NDF                   Nordic Development Fund – Norræni þróunarsjóðurinn
OCHA              United Nations Office for the Coordination of Humanitarian Affairs – Samræmingarskrifstofa aðgerða SÞ í mannúðarmálum
OECD              Organization for Economic Cooperation and Development – Efnahags- og framfarastofnunin
PROFISH         Global Programme on Fisheries
                            Sameinuðu þjóðirnar
UNESCO         United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization – Menningarmálastofnun SÞ
UNDP              United Nations Development Programme – Þróunaráætlun SÞ
UNHCR         Office of the United Nations High Commissioner for Refugees – Flóttamannastofnun SÞ
UNICEF         United Nations Childrens Fond, Barnahjálp SÞ
UNIFEM         United Nations Development Fund for Women – Þróunarsjóður SÞ í þágu kvenna
UNFPA         United Nations Population Fond – Mannfjöldasjóður SÞ
UNRWA         The United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East – Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn
UN Women    United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women – Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna
UTN                   Utanríkisráðuneytið
WFP                   World Food Programme, matvælaáætlun SÞ
WHO                   World Health Organization – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
WTO                   World Trade Organization – Alþjóðaviðskiptastofnunin
VÞT                   Vergar þjóðartekjur
ÞSSÍ                   Þróunarsamvinnustofnun Íslands


1. Skyldur Íslands í þróunarsamvinnu.
    Markmið Íslands með alþjóðlegri þróunarsamvinnu er að leggja lóð sitt á vogarskálar í baráttunni gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heimsins. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitast Ísland við að uppfylla pólítískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna.
    Mikil ábyrgð fylgir því að ráðstafa framlögum til þróunarmála, bæði gagnvart íslenskum skattborgurum og íbúum þeirra ríkja sem taka við þróunarframlögum. Vinna þarf markvisst að því að sem bestur árangur náist af þróunarstarfinu og að það nái settu marki. Miklu skiptir að framlögum sé ráðstafað samkvæmt ströngustu kröfum um gegnsæi og skilvirkni og að áreiðanleiki sé í fyrirrúmi í öllum samskiptum við samstarfsaðila.
    Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2013 – nefnd þróunarsamvinnuáætlun til styttingar – er gerð á grundvelli laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, sem tóku gildi 1. október 2008, en þar segir í 3. gr.:
    „Ráðherra leggur annað hvert ár fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fjögurra ára í senn.
    Í áætluninni skal greint frá framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og hvernig þau skiptast á grundvelli stefnumiða Íslands í þróunarsamvinnu til lengri og skemmri tíma litið. Þá skal áætlunin fela í sér heildstætt yfirlit yfir það hvernig ráðherra hyggst ná settum markmiðum hennar. Í áætluninni skal m.a. tiltaka fyrirhugað hlutfall framlaga til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu af vergum þjóðartekjum.“
    Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Áætlun þessi byggist á áherslum á mannréttindi og jafnrétti kynjanna, frið og öryggi, ásamt baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri. Leitast er við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkisstefnu Íslands með tilliti til hnattrænna efnahags-, umhverfis- og öryggismála.
    Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er helsti grundvöllur þróunarsamvinnu Íslands. Sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna tekur Ísland þátt í verkefnum SÞ á grunni stofnsáttmála samtakanna.
    Í þúsaldaryfirlýsingunni sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2000 segir að grunngildi alþjóðasamstarfs á 21. öldinni séu frelsi, jafnrétti, samstaða, umburðarlyndi, virðing fyrir náttúrunni og samábyrgð. Í yfirlýsingunni eru gefin fyrirheit um að ríki heims muni berjast fyrir friði og öryggi og ráðast sameiginlega gegn fátækt. Kveðið er á um að starfsemi SÞ að úrlausn deiluefna, endurreisnar og friðargæslustarfa verði efld. Þá fjallar hún um þau atriði sem mestu skipta til að stuðla að félagslegum framförum og ýta undir hagsæld og framfarir. Á yfirlýsingunni byggja þúsaldarmarkmiðin sem nú eru almenn viðmið í alþjóðlegu þróunarstarfi og stefnt er á að náist árið 2015.



Þúsaldarmarkmið SÞ



     1.     Eyða sárustu fátækt og hungri.
     2.     Öll börn njóti grunnskólamenntunar.
     3.     Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna.
     4.     Lækka dánartíðni barna.
     5.     Efla mæðravernd.
     6.     Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyni.
     7.     Vinna að sjálfbærri þróun.
     8.     Styrkja hnattræna samvinnu um þróun.













    Með framangreint í huga og með vísan í 1. gr. þróunarsamvinnulaga fjallar áætlun þessi um heildarþátttöku Íslands í alþjóðlegu þróunarstarfi, friðargæslu og endurreisn, auk neyðar- og mannúðaraðstoðar.
    Monterrey-samþykktin um fjármögnun þróunar var niðurstaða á alþjóðaráðstefnu SÞ árið 2002. Samþykktin felur í sér gagnkvæma skuldbindingu og ábyrgð þeirra ríkja sem starfa að þróunarsamvinnu, veitendur aðstoðar munu auka framlög til aðstoðar þróunarlöndum, þróunarstofnanir auka skilvirkni með aukinni samhæfingu aðgerða og viðtökuríkin stuðla að umbótum og bættum stjórnarháttum í opinberri stjórnsýslu og við framkvæmd verkefna.
    Auk framangreindra samþykkta hefur Ísland fullgilt ýmsa samninga og sáttmála SÞ sem fela í sér skyldur sem hafa þýðingu fyrir áætlun þessa, þar á meðal mannréttindasamningana, barnasáttmálann, kvennasáttmálann, eyðimerkursáttmálann, hafréttarsáttmálann og loftslagssamninginn.

2. Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.
2.1. Gildi og áherslur.
    Alþjóðleg stefnumótun í þróunarsamvinnu endurspeglar viðhorf sem byggjast á þeirri miklu reynslu sem safnast hefur í áranna rás. Reynslan kennir að þó að hægt sé að nota svipaðar aðferðir frá landi til lands verður ávallt að taka mið af staðháttum og aðstæðum sem eru mismunandi frá einu landi til annars.
    Áhersla er lögð á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Samstarf í þágu friðar og endurreisn stríðshrjáðra samfélaga er auk þess veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu. Þá er sjónum beint að ríkjum sem búa við veika stjórnsýslu og veikt lýðræðislegt stjórnarfar, svokölluðum þrotríkjum (e. failed states) eða óstöðugum ríkjum (e. fragile states).
    Íslensk þróunarsamvinna endurspeglar þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir – virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa er lögð áhersla á:
     a.      Ábyrgð – að hafa ráðvendni og gagnsæi að leiðarljósi í þróunarstarfi og deila ábyrgð á framkvæmd og árangri starfsins með samstarfsaðilum.
     b.      Árangur – að allir þættir þróunarstarfsins – stjórnun, verklag og aðferðafræði verkefna – stuðli að því að árangur þróunarsamvinnu verði sem mestur.
     c.      Áreiðanleika – að afla landi og þjóð virðingar á alþjóðavettvangi með því að vera faglegur og traustur samstarfsaðili í þróunarstarfi.
    Markmið Íslands í þróunarsamvinnu er að styðja áætlanir um útrýmingu fátæktar á grunni sjálfbærrar þróunar og uppbyggingar á mannauði. Sérstök áhersla er lögð á mannréttindi, jafnrétti, frið, öryggi og verkefni þar sem íslensk sérþekking og reynsla nýtist.
    Þúsaldarmarkmiðin og alþjóðlegar samþykktir um þróunarsamvinnu sem íslensk stjórnvöld eru aðili að eru leiðarljós þróunarsamvinnu Íslands. Leitast er við að tryggja eignarhald heimamanna á verkefnum og áætlunum. Þannig festast framfarir í sessi og heimamenn bera sjálfir ábyrgð á þróun eigin samfélags. Einnig er kappkostað að auka gagnkvæman skilning og samstöðu Íslands og þróunarlanda með auknum samskiptum, m.a. á sviði menningar og viðskipta.
    Helstu áhersluþættir þróunarstarfs Íslands verða sem hér segir:
     a.      Í tvíhliða þróunarsamvinnu ÞSSÍ verður lögð áhersla á þrjú ríki í Afríku sem Ísland hefur reynslu af samstarfi við og eru í hópi fátækustu ríkja álfunnar. Þessi ríki eru Malaví, Mósambík og Úganda. Einnig verður veitt aðstoð á vettvangi svæðasamstarfs með sérstaka áherslu á auðlindanýtingu.
     b.      Störf í þágu friðar munu byggjast á framlögum til alþjóðastofnana og störfum íslenskra sérfræðinga í tveimur löndum sem eru mikilvæg friði og öryggi í heiminum. Þessi lönd eru Afganistan og Palestína. 1
     c.      Í marghliða þróunarstarfi verður lögð áhersla á samstarf við fjórar stofnanir sem eru sérstaklega mikilvægar á áherslusviðum þessarar áætlunar. Þessar stofnanir eru Alþjóðabankinn, Barnahjálp SÞ (UNICEF), Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Háskóli Sameinuðu þjóðanna (HSÞ).
     d.      Neyðar- og mannúðaraðstoð verður áfram mikilvægur þáttur þróunarstarfs Íslands, fyrst og fremst í samstarfi við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA), Neyðarsjóð SÞ (CERF), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og frjáls félagasamtök.
     e.      Unnið verður markvisst að samræmingu á störfum þeirra sem veita opinbera þróunaraðstoð Íslendinga og aukinni samhæfingu tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu.
     f.      Samstarf við frjáls félagasamtök verður eflt enn frekar, bæði á sviði þróunarsamvinnu og vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar.
     g.      Stuðlað verður að aukinni umfjöllun og skoðanaskiptum um málefni þróunarlanda og um framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands með útgáfustarfsemi, ráðstefnum og fræðslu.

2.2. Framlög.
    Íslensk stjórnvöld styðja markmið Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Með vísan í samþykktir allsherjarþings SÞ allt frá árinu 1970 og samþykktir SÞ um fjármögnun í þágu þróunar sem gerðar voru í Monterrey 2002 og Doha 2008 er hér mörkuð sú stefna að Ísland muni á næstu tíu árum skipa sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu.
    Nágrannaríki Íslands, Noregur, Svíþjóð og Danmörk, auk Hollands og Lúxemborgar, hafa öll veitt a.m.k. 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu um áraraðir. Önnur ríki hafa sett fram tímasettar áætlanir um að ná 0,7% markmiðinu, t.d. Evrópusambandsríkin sem áætla að leggja samtals 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu árið 2015.
    Framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækkuðu mikið á síðustu árum og námu 4,3 milljörðum króna, eða 0,36% af VÞT á árinu 2008. Í ljósi efnahagsþrenginga verður ekki hjá því komist að draga úr þróunarframlögum líkt og í öðrum útgjaldaliðum ríkisins. Áætlanir gera ráð fyrir að á árinu 2011 nemi framlögin sem svarar til 0,19% af VÞT og fari síðan á ný stigvaxandi þannig að þau nái 0,23% af VÞT á árinu 2014, sbr. yfirlitstöflu.
    Við endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar árið 2013 verður hraðað á hækkun framlaga svo ná megi því markmiði að árið 2021 renni 0,7% af VÞT til þróunarmála.
    Forsendur áætlunarinnar byggjast á fyrirliggjandi spá um hagvöxt. Verði hagvöxtur meiri koma framlögin til endurskoðunar.
VÞT*
(m.kr.)
Hlutfall af
VÞT (%)
Framlög
(m.kr.)
2005 989.764 0,17 1.728
2006 1.100.397 0,26 2.895
2007 1.236.756 0,25 3.037
2008 1.196.403 0,36 4.277
2009 1.344.632 0,32 4.261
Áætlun
2010 1.367.001 0,23 3.238
2011      1.424.712 0,19 2.765
2012 1.511.175 0,20 3.022
2013 1.610.852 0,21 3.383
2014 1.654.953 0,23 3.806
                             * Vergar þjóðartekjur samkvæmt Hagstofu Íslands.

2.3. Marghliða og tvíhliða samstarf.
    Tvíhliða og marghliða starf er af sama meiði og fléttast náið saman, bæði við stefnumótun og starf á vettvangi. 2 Með heildarlöggjöf um þróunarsamvinnu er lagður grunnur að því að tengja betur saman störf á tvíhliða og marghliða vettvangi. Þannig styrkist alþjóðastarf Íslands þar sem reynsla og árangur af tvíhliða samvinnu nýtist við störf innan alþjóðastofnana og öfugt.
    Stjórnvöld skulu standa skil á gæðum og árangri þróunarstarfsins. Árangur, skilvirkni og vönduð og fagleg vinnubrögð eru lykilatriði við ákvarðanatöku um hvernig fjárveitingum til þróunarsamvinnu skal háttað. Reglulegt mat og úttektir á starfsemi þeirra aðila sem framkvæma þróunarverkefni er forsenda slíkra ákvarðana. Gildir þar einu hvort um er að ræða samstarf við frjáls félagasamtök, framlög til alþjóðastofnana, eða vegna tvíhliða verkefna ÞSSÍ. Markmið þróunarsamvinnulaga um heildarsýn á málaflokkinn felur í sér þá kröfu að öll þróunarsamvinna Íslands sé mæld eftir sömu mælistiku eins og frekast er unnt. Í því skyni er áríðandi að skýrir verkferlar gildi um framkvæmd úttekta og upplýsingagjöf sem stuðlar að auknu gagnsæi þróunarstarfsins.

2.4.     Samstarf við félagasamtök.
    Frjáls félagasamtök leggja mikið af mörkum til þróunarsamvinnu og til neyðar- og mannúðaraðstoðar. Styrkur þeirra felst oft í nálægð við grasrótina í þeim samfélögum sem þiggja aðstoð og þau geta verið mikilvægir málsvarar þjóðfélagshópa sem standa höllum fæti og minna mega sín. Stuðningur við þau grundvallast þannig á eflingu grasrótarstarfs og styrkingu lýðræðis.
    Um 5% framlaga stjórnvalda til þróunarmála hafa runnið til verkefna sem unnin eru í samstarfi við félagasamtök. Þetta samstarf verður eflt á komandi árum og því verður sérstakur liður í fjárlögum frá og með 2012 ætlaður samstarfi við félagasamtök. Samstarf stjórnvalda og félagasamtaka verður einfaldað með þeim hætti að komið hefur verið á sameiginlegum verklagsreglum og einu umsóknarferli fyrir öll verkefni, hvort heldur um er að ræða neyðar- og mannúðaraðstoð sem utanríkisráðuneytið sinnir eða þróunarverkefnum sem unnin eru í samstarfi við ÞSSÍ. Auk þess mun ÞSSÍ áfram leggja áherslu á samstarf við innlend félagasamtök í samstarfsríkjum Íslands þar sem fylgt verður sömu verklagsreglum og í samstarfi við íslensk og alþjóðleg samtök. Markmið stjórnvalda er jafnframt að rammasamningar verði meðal þeirra leiða sem geta legið til grundvallar samstarfi við félagasamtök í framtíðinni.
    Á árinu 2011 munu framlög til nýrra verkefna í samvinnu við félagasamtök eingöngu koma frá utanríkisráðuneytinu, en frá árinu 2012 munu framlög ætluð slíku samstarfi verða tiltekin sérstaklega í fjárlagalið eins og að framan greinir. Neyðaraðstoð vegna náttúruhamfara og annarra atburða sem krefjast skjótra viðbragða mun eftir sem áður greiðast af fjárlagalið um mannúðarmál og neyðaraðstoð, þ.m.t. þau framlög sem renna til félagasamtaka.
    Helstu áhersluatriði í þróun framlaga til þróunarsamvinnu verða sem hér segir:

Forsendur Áherslur Aðgerðir
0,7% markmið SÞ Á vettvangi SÞ hafa ríki heims samþykkt að 0,7% vergra þjóðartekna skuli renna til þróunarsamvinnu.
Flest vestræn ríki hafa sett tímasett markmið um að ná 0,7% markmiðinu.
Norðurlöndin eru meðal örlátustu ríkja heims í þróunarsamvinnu og leggja mikla áherslu á 0,7% markmiðið í málflutningi sínum.
Ísland styður 0,7% markmiðið.
Ísland verði í hópi þeirra ríkja sem leggja hlutfallslega mest til þróunarmála.
Fylgt verður tímasettri áætlun um hækkun framlaga á gildistíma þessarar áætlunar, úr 0,19% í 0,23% af VÞT á tímabilinu 2011–2014.
Hraðað verður á hækkun framlaga við endurskoðun áætlunarinnar árið 2013.
Árið 2021 renni 0,7% VÞT til þróunarmála.
Fjárlög Markmið þróunarsamvinnulaga er að efla hlut Alþingis að umfjöllun um þróunarmál.
Aukið gagnsæi í umfjöllun og áætlanagerð í þróunarmálum.
Forgangsröðun samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun endurspeglist í fjárlögum.
Auka skilvirkni og árangur þróunarsamvinnu með skýrari áætlanagerð. Sérstakur fjárlagaliður fyrir samstarf við félagasamtök í fjárlögum 2012.
Sérstakur fjárlagaliður fyrir Landgræðsluskóla HSÞ í fjárlögum 2012.
Sérstakur fjárlagaliður fyrir samstarf við Alþjóðabankann í fjárlögum 2012.
Sérstakur fjárlagaliður um umhverfis- og loftslagsmál í fjárlögum 2012.

    Eftirfarandi áætlun um skiptingu framlaga byggist á reynslu undanfarinna ára, þar á meðal úttektum á verkefnum ÞSSÍ og störfum þeirra alþjóðastofnana sem Ísland starfar með. Ekki er tilefni til að breyta út frá þeirri meginskiptingu framlaga sem verið hefur.
    Áætlun um skiptingu framlaga eftir fjárlagaliðum:
2011 2012 2013 2014
(m.kr.) (%) (m.kr.) (%) (m.kr.) (%) (m.kr.) (%)
ÞSSÍ 1.166,3 42 1.210,0 40 1.345,0 40 1.510,0 40
UTN 1.599,0 58 1.637,0 54 1.805,0 53 1.990,0 52
Þar af:
Jarðhitaskóli HSÞ 187,7 7 195,0 6
Matvæla- og landbúnaðarst. SÞ, FAO 11,0 0 11,0 0
Þróunaráætlun SÞ, UNDP 22,1 1 23,0 1
Barnahjálp SÞ, UNICEF 112,4 4 120,0 4
Sjávarútvegsskóli HSÞ 147,3 5 155,0 5
UNIFEM/UN Women 102,0 4 115,0 4
Mannúðarmál og neyðaraðstoð 221,4 8 170,0 6
Íslensk friðargæsla 115,8 4 140,0 5
Þróunarmál og hjálparstarfsemi 353,3 13 160,0 5
Átak í lækkun skulda þróunarríkja 20,0 1 - -
Alþjóðabankinn - - 135,0 4
Landgræðsluskóli HSÞ - - 67,0 2
Umhverfis- og loftslagsmál - - 60,0 2
SÞ (alm. framl., alþj. friðarg., ILO, WHO) 56,0 2 56,0 2
Stofnfjárframlög (IDA, NDF) 250,0 9 230,0 8
Samstarf við frjáls félagasamtök - - 175,0 6 233,0 7 306,0 8
SAMTALS 2.765,3 10 0 3.022,0 100 3.383,0 10 0 3.806,0 100
Hlutfall af VÞT 0,19% 0,20% 0,21% 0,23%

3.     Framkvæmd.
    Í áætlun þessari er áhersla lögð á að skerpa sýn og fylgja skýrari forgangsröðun í þróunarstarfi Íslands á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Megináhersla verður á þrjú svið; auðlindir, mannauð og frið, og tvö þverlæg málefni; jafnrétti og umhverfi. Við framkvæmd þróunarsamvinnu verður áhersla á fimm lönd: Afganistan, Malaví, Mósambík, Palestínu og Úganda. Fjórar alþjóðastofnanir verða lykilstofnanir í marghliða þróunarsamvinnu: Alþjóðabankinn, UNICEF, UN Women og HSÞ. Neyðar- og mannúðaraðstoð verður eftir sem áður mikilvægur þáttur þróunarstarfsins með áherslu á OCHA, CERF og WFP.
    Áætla má að á undanförnum árum hafi um 75% framlaga sem eyrnamerkt eru sérstökum málefnum fallið innan ramma þeirra áherslusviða og þverlægu málefna sem hér er lögð áhersla á. Áfram verður miðað við að þessu lágmarkshlutfalli verði náð við framkvæmd áætlunarinnar, auk þess sem í einstökum samstarfsríkjum verði áherslusviðin að hámarki tvö. Þau framlög og verkefni sem falla utan rammans styðja við áherslur og markmið áætlunarinnar eða eru verkefni sem talið er sérstaklega mikilvægt að Ísland styðji, svo sem aðstoð við flóttamenn og skuldaaflétting þróunarríkja.
    Með þessu verður leitast við að efla skilvirkni og árangur þróunarstarfs Íslands og að það beinist í þann farveg að saman fari sérþekking og reynsla Íslendinga og þarfir samstarfsríkja.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






























3.1.     Áherslusvið og málaflokkar.
Auðlindir.

    Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er ein af grunnforsendum efnhagslegrar uppbyggingar í þróunarlöndunum.
     Framfarir í fiskimálum 3 eru sérstaklega mikilvægar til að bæta lífsviðurværi íbúa margra þróunarríkja. Bætt nýting fiskstofna og bætt meðferð afla, ásamt auknu framboði fisks úr fiskeldi, eykur fæðuöryggi viðkomandi samfélaga og skapar grundvöll fyrir auknum útflutningstekjum. Uppbygging og innleiðing fiskveiðistjórnunarkerfa sem byggjast á vísindaráðgjöf skiptir einnig miklu máli við aðlögun þróunarríkja að áhrifum loftslagsbreytinga.
    Fiskveiðar eru flókinn málaflokkur sem mörgum þróunarríkjum hefur reynst erfitt að byggja upp. Frá upphafi tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands hafa fiskimál verið þungamiðja starfsins. Sú áhersla þróaðist vegna óska þróunarríkja um samstarf á sviði þar sem íslensk sérþekking og reynsla er fyrir hendi. Í áranna rás hefur byggst upp góð þekking á þróunarstarfi í fiskimálum á Íslandi og er málaflokknum nú mikið sinnt bæði á tvíhliða og marghliða vettvangi.
    Reykjavíkuryfirlýsingin um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar frá 2001 kvað á um mikilvægi þróunaraðstoðar í fiskimálum. Á leiðtogafundi SÞ um sjálfbæra þróun ári síðar náðist aukin áhersla á fiskimál í störfum þróunarstofnana og hefur því aukin athygli beinst að þessum málaflokki á umliðnum árum. Með framangreint í huga mun Ísland taka áfram virkan þátt í starfi á þessum vettvangi.
     Orkumál eru mikilvæg framgangi þúsaldarmarkmiðanna. UNDP bendir á að útilokað sé að ná markmiðunum nema bætt verði úr aðgengi að orku fyrir hina fátæku. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar búa um 1,6 milljarðar jarðarbúa án rafmagns og um tveir milljarðar mæta orkuþörf sinni með frumstæðum aðferðum, svo sem brennslu viðar og taðs. Notkun þessara efna til húshitunar og eldamennsku veldur mengun sem oft bitnar sérstaklega illa á konum.
    Áríðandi er að styðja þróunarríki til að mæta orkuþörf sinni með nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkulinda þar sem þess er kostur og takmarka þar með áhrif aukinnar orkuframleiðslu á losun gróðurhúsalofttegunda.
    Orkumál hafa verið vaxandi áhersluflokkur í þróunarsamvinnu Íslands á síðustu árum, en fram að þeim tíma var starfsemi Jarðhitaskóla HSÞ meginframlag Íslands til orkumála. Þátttaka Íslands á þessu sviði verður efld enn frekar, bæði á tvíhliða og marghliða grundvelli og með áframhaldandi öflugu starfi jarðhitaskólans.

Mannauður.
    Grunnstoð hvers samfélags er sá auður sem felst í borgurum þess. Aukin menntun, betra heilbrigði og jafnrétti auka tækifæri hins almenna borgara til þátttöku í verðmætasköpun og velferð samfélagsins og stuðla þar með að auknum hagvexti og félagslegum framförum.
    Fimm af átta þúsaldarmarkmiðum beinast að menntun og heilbrigði. Í framvinduskýrslum SÞ um þúsaldarmarkmiðin kemur fram að misvel hefur gengið að ná árangri við að uppfylla markmiðin. Jákvæður árangur hefur t.d. náðst við að auka skólagöngu barna og dregið hefur úr barnadauða um tæplega 30% milli áranna 1990 og 2007. Þrátt fyrir þetta er mikið verk óunnið. 72 milljónir barna ganga t.d. ekki í skóla og markmið um jafna skólagöngu stúlkna og drengja fyrir árið 2005 náðist ekki. Slakastur árangur hefur orðið á framgangi þúsaldarmarkmiðs um mæðravernd. Á hverju ári deyr meira en hálf milljón kvenna og stúlkna af völdum þungunar eða af barnsförum. Áætlað er að samdráttur í mæðradauða hafi aðeins verið um 6% milli 1990 og 2005.
    Vanburðug heilbrigðisþjónusta og heilsugæsla er enn helsti vandi fátækustu landanna. Heilbrigðismál verða því áfram veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Lögð verður sérstök áhersla á grunnþjónustu, hollustuhætti og bætta mæðra- og ungbarnaheilsu.
    Þrátt fyrir verulegar úrbætur í aðgengi barna að grunnskólamenntun vantar töluvert upp á að alþjóðlegum þróunarmarkmiðum sé náð. Brottfall grunnskólanema er t.d. enn mikið og ólæsi fullorðinna sömuleiðis. Menntun mun því áfram vera lykilþáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Áhersla verður lögð á menntun barna og fullorðinsfræðslu ásamt uppbyggingu fagþekkingar innan áherslusviðanna.

Friður.
    Friður, öryggi og þróun eru nátengd. Friðvænlegt umhverfi er forsenda langtímauppbyggingar og efnahagslegrar framþróunar. Að sama skapi getur veikt stjórnarfar, stöðnun og óvissa í fátækum ríkjum verið uppspretta ófriðar. Stríðsátök og óstöðugleiki getur haft áhrif langt út fyrir landamæri hlutaðeigandi ríkja, t.d. með aukinni útbreiðslu sjúkdóma, vegna skipulagðrar glæpa- og hryðjuverkastarfsemi, með fólksflutningum og straumi flóttafólks.
    Grunnforsendur friðar í stríðshrjáðum löndum eru traust stjórnarfar og endurreisn sem byggist á efnahags- og félagslegri þróun. Gott stjórnarfar felur m.a. í sér að hinn almenni borgari geti treyst á lög og reglu, að mannréttindi séu virt og að fylgt sé ábyrgum og gagnsæjum stjórnarháttum.
    Friðaruppbygging er grundvallarþáttur í starfi Sameinuðu þjóðanna og leggur Ísland þeim málaflokki lið með margvíslegum hætti. Auk fjárframlaga til alþjóðlegrar friðargæslu SÞ 4 felst þátttaka Íslands í friðargæsluverkefnum í störfum sérfræðinga á vettvangi í stríðshrjáðum löndum. Á síðustu árum hefur skilningur og vilji á mikilvægi borgaralegra endurreisnarstarfa í stríðshrjáðum löndum farið vaxandi í alþjóðastarfi. Fellur sú áhersla vel að getu Íslands til þátttöku, enda eru allir íslenskir friðargæsluliðar borgaralegir starfsmenn. Forsendur þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum er að um sé að ræða aðgerðir á vegum eða í umboði SÞ.
    Friðargæslustörf Íslands felast í störfum sérfræðinga á vegum alþjóðastofnana. Áhersla er lögð á aðstoð við þá sem minna mega sín, svo sem flóttamenn og börn, neyðaraðstoð, samhæfingu endurreisnarstarfs og stjórnarfar við framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi.




Forsendur Markmið Aðgerðir


Auðlindir

Fiskimál Framfarir í fiskimálum eru mikilvægur hlekkur í efnahagslegri þróun og tæki til að vinna að framgangi þúsaldarmarkmiðsins um baráttu gegn hungri.


Auka fæðuöryggi og bæta lífsviðurværi í þróunarlöndum með sjálfbærum fiskveiðum, bættri nýtingu afla og framþróun í fiskeldi.
Íslensk þekking og reynsla á fiskimálum nýtt til hagsbóta fyrir þróunarlönd.
Virk þátttaka í stefnumótun alþjóðastofnana á sviði fiskimála.
Áhersla lögð á störf FAO og Alþjóðabankans.
ÞSSÍ leggur sérstaka áherslu á fiskimál í Mósambík og Úganda.
Stofnun fagteymis UTN og ÞSSÍ í auðlindamálum.
Öflugt starf Sjávarútvegsskóla HSÞ á Íslandi. Starfsemi skólans liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum.
Orka Mæta þarf orkuþörf þróunarríkja svo ná megi þúsaldarmarkmiðunum.
Lífskjör og heilsufar íbúa þróunarlanda batnar með aukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa.
Auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í þróunarlöndum.
Íslensk þekking og reynsla á sviði endurnýjanlegrar orku nýtt til hagsbóta fyrir þróunarlönd.
Virk þátttaka í stefnumótun alþjóðastofnana á sviði orkumála.
Stuðlað að aukinni fjárfestingu ríkja og þróunarstofnana í jarðhitaverkefnum til hagsbóta fyrir þróunarríki.
Áhersla lögð á störf SÞ, Alþjóðabankans, Norræna þróunarsjóðsins og IRENA.
ÞSSÍ starfi að orkumálum í tvíhliða og svæðisbundnu samstarfi.
Stofnun fagteymis UTN og ÞSSÍ í auðlindamálum.
Öflugt starf Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi. Starfsemi skólans liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum.


Mannauður

Menntun Menntun er grundvöllur framfara.
Þúsaldarmarkmið nr. 2 leggur áherslu á mikilvægi grunnskólamenntunar.
Þúsaldarmarkmið nr. 3 leggur áherslu á að stúlkur njóti menntunar til jafns við drengi.
Efla grunnmenntun barna og fullorðinna í þróunarlöndum.
Styrkja fagþekkingu á sviðum sem byggja á íslenskri sérhæfingu.
Efla jafnrétti og frumkvæðisrétt kvenna með menntun og þjálfun.
Sérstök áhersla á menntun og fullorðinsfræðslu í öllum samstarfslöndum ÞSSÍ.
Samstarf við félagasamtök í menntamálum.
Starfsemi HSÞ á Íslandi á sviði fiskimála, orkumála og landgræðslu.
UN Women og UNICEF lykilstofnanir sem stuðla að menntun stúlkna og kvenna.
Heilbrigði Þrjú af átta þúsaldar- markmiðum fjalla um bætt heilsufar, með sérstaka áherslu á mæður og börn. Bæta grunnþjónustu á sviði heilbrigðismála í þróunarlöndum.
Áhersla á heilsu kvenna og barna.
ÞSSÍ leggur áherslu á heilbrigðismál og hollustuhætti í Malaví og Úganda, sérstaklega mæðra- og ungbarnaheilsu.
Samstarf við félagasamtök í heilbrigðismálum.
Samstarf við UN Women sem stuðlar að bættri heilsu stúlkna og kvenna.
Þátttaka í samstarfi Norðurlanda um mikilvægi kyn og frjósemisheilbrigði og -réttinda.
Með stuðningi við UNICEF er lögð áhersla á heilsufar barna.


Friður
Stjórnarfar Þúsaldaryfirlýsing SÞ leggur áherslu á bætt stjórnarfar, og eflingu lýðræðis og mannréttinda.
Bætt stjórnarfar stuðlar að efnahagslegri og félagslegri þróun.
Sérstök áhersla lögð á baráttuna gegn ofbeldi gagnvart konum í þúsaldaryfirlýsingu SÞ.
Stuðla að friði í stríðshrjáðum þróunarríkjum með stuðningi við bætt stjórnarfar.
Auka réttindi og bæta stöðu kvenna í stríðshrjáðum löndum.
Stuðningur við verkefni UN Women á Balkanskaga, í Afganistan og Palestínu.
Framfylgja aðgerðaáætlun um konur, frið og öryggi.
Nám sérfræðinga frá stríðshrjáðum ríkjum við jafnréttisskólann.
Stuðningur við mannúðarstörf alþjóðaráðs Rauða krossins.
Endurreisn Uppbygging að loknum ófriði mikilvæg leið til að stuðla að stöðugleika.
Mikilvægt að endurreisnarstörf haldist í hendur við friðar- uppbyggingu.
Konur og börn mikill meiri hluti fórnarlamba misnotkunar í stríðshrjáðum löndum.
Taka þátt í endurreisn í stríðshrjáðum löndum.
Leggja af mörkum til bættrar samhæfingar uppbyggingarstarfa í stríðshrjáðum löndum.
Stuðla að bættum hag kvenna, barna og flóttafólks í stríðshrjáðum löndum.
Framlag til samhæfingar endurreisnarstarfs í Afganistan.
Stuðningur við palestínska flóttamenn með framlagi til SÞ (UNRWA/UNHCR).
Styðja samhæfingu mannúðaraðstoðar í Palestínu í samstarfi við OCHA.
3.2.     Þverlæg málefni.
    Jafnrétti og umhverfismál eru þverlæg málefni í þessari áætlun og á allt þróunarstarf að taka mið af þeim sjónarmiðum. Reynslan sýnir að aðstoð sem grundvallast á jöfnum rétti kvenna og karla er árangursrík leið í þróunarsamvinnu. Verkefni sem byggjast á þátttöku og taka tillit til hagsmuna og sjónarmiða beggja kynja eru líklegri til að skila varanlegum árangri.
    Bætt staða kvenna og aukið jafnrétti í alþjóðasamstarfi er auk þess sértækt markmið sem unnið verður að með samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða í þróunarstarfi stjórnvalda. Slík samþætting felur í sér að jafnrétti verði haft að leiðarljósi við stefnumótun, gerð áætlana, verkefnaundirbúning og framkvæmd á vettvangi, sem og starfa innan alþjóðastofnana. Ályktanir öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi eru auk þess mikilvægur grundvöllur þátttöku Íslands í störfum á vettvangi friðargæslu og endurreisnar. 5
    Mikilvægt er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til áhrifa, þátttöku og ábata af verkefnum Íslands. Stefna stjórnvalda um kynjaða hagstjórn verður einnig höfð að leiðarljósi í þróunarstarfi. Við úttektir skal meta hversu vel hefur tekist til á jafnréttissviðinu. Þá er áhersla lögð á að jafna stöðu kynjanna meðal íslenskra starfsmanna í þróunarsamvinnu, bæði útsendra og þeirra sem starfa heima. Mótuð verður heildstæð jafnréttisstefna í þróunarsamvinnu sem tekur mið af endurskoðun á stefnu ÞSSÍ frá 2004.
    Þróunarsamvinna Íslands byggist á markmiðum um sjálfbæra þróun sem felur í sér að þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar skuli ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Í þúsaldarmarkmiðunum er lögð áhersla á að ekki verði gengið á auðlindir jarðar með ósjálfbærum hætti. Sjálfbær þróun er viðmið í allri aðstoð Íslands sem vegur þyngst í verkefnum sem snúa að nýtingu auðlinda.
    Mótuð verður umhverfisstefna fyrir þróunarstarf Íslands sem byggist á heildarstefnu stjórnvalda í umhverfismálum og taki mið af alþjóðlegum samþykktum er varða þróunarsamvinnu, þar á meðal niðurstöðum umhverfisráðstefnu SÞ í Ríó de Janeiro 1992 og ráðstefnunnar um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2002.
    Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði á jörðinni. Verði ekki brugðist við þessari þróun munu komandi kynslóðir ekki njóta sömu lífsgæða og þær sem nú lifa. Veðurfarsbreytingar sem hafa í för með sér náttúruhamfarir, t.d. vegna óvenju mikilla þurrka eða flóða, eru sérstaklega erfiðar þróunarríkjum. Á loftslagsráðstefnu SÞ sem haldin var í Cancún í desember 2010 náðist samkomulag um aðstoð til handa þróunarríkjum svo að þau geti brugðist við afleiðingum frekari hlýnunar jarðar og dregið úr útblæstri. Iðnríkin munu leggja fram 30 milljarða bandaríkjadala til þróunarsamvinnu á sviði loftslagsmála á tímabilinu 2010 til 2012. Íslensk stjórnvöld munu taka þátt í þessu samkomulagi með sérstöku framlagi á umræddu tímabili. Áhersla er lögð á að framlagið sé hrein viðbót við núverandi þróunarsamvinnu og því verður sérstakur fjárlagaliður um umhverfis- og loftslagsmál í fjárlögum frá 2012.
    Sjónarmið jafnréttis- og umhverfismála verða innleidd í þróunarstarf Íslands með eftirfarandi hætti:
Forsendur Markmið Aðgerðir
Jafnrétti Aðstoð við konur stuðlar að árangursríkari þróunarsamvinnu.
Aðstoð byggð á jafnrétti kynjanna styrkir framvindu þúsaldarmarkmiðanna.
Konur og börn eru mikill meiri hluti fórnarlamba misnotkunar í stríðshrjáðum löndum.
Þúsaldaryfirlýsingin leggur áherslu á framkvæmd kvennasáttmála SÞ.
Samþætting jafnréttissjónarmiða í öllum þróunarverkefnum. Stuðla að framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi.
Framfylgja aðgerðaáætlun um ályktun öryggisráðsins nr. 1325.
Fylgt sé kynjaðri hagstjórn í þróunarsamvinnu.
Auka vægi jafnréttismála í stefnumörkun og verkefnum alþjóðastofnana.
Stofnun fagteymis um jafnréttismál.
Mótun jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu byggð á endurskoðun á stefnu ÞSSÍ. Lokið: Janúar 2012.
Endurskoðun á aðgerðaáætlun um konur, frið og öryggi. Lokið: Mars 2011.
Stuðningur við tilraunaverkefni um jafnréttisskóla.
Í úttektum á þróunarverkefnum lagt sérstakt mat á samþættingu jafnréttissjónarmiða.
Jöfn staða kynjanna meðal starfsmanna í þróunarsamvinnu.
Unnið markvisst að jafnréttismálum og framgangi ályktana öryggisráðsins um konur, frið og öryggi á vettvangi alþjóðastofnana.
Umhverfi Sjálfbær þróun í umhverfismálum er eitt þúsaldarmarkmiðanna.
Alþjóðasamningur í loftslagsmálum felur í sér aukna þróunarsamvinnu.
Mikil þekking og reynsla Íslendinga á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Mikil þekking og reynsla af nýtingu jarðhita, vistheimt og sjálfbærri landnýtingu.
Samþykktir SÞ um umhverfismál og sjálfbæra þróun frá 1992 og 2002.
Ísland taki þátt í aðgerðum alþjóðasamfélagsins til aðstoðar þróunarríkjum í loftslagsmálum.
Íslensk tækniþekking stuðli að þúsaldarmarkmiði um sjálfbæra þróun.
Mótun umhverfisstefnu í þróunarsamsvinnu. Lokið: Apríl 2012.
Sérstakur fjárlagaliður vegna umhverfis- og loftslagsmála í fjárlögum 2012.
Sérstaklega fjallað um sjálfbærni í umhverfismálum við undirbúning og framkvæmd þróunarverkefna.
Virk þátttaka í störfum alþjóðastofnana á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Öflug starfsemi Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla HSÞ.
Framlag til alþjóðlegs loftslagssjóðs á vegum SÞ.
Stuðningur við smáeyþróunarríki vegna loftslagsmála.

3.3.     Neyðar- og mannúðaraðstoð.

    Neyðar- og mannúðaraðstoð Íslands miðar að því að bjarga mannslífum og draga úr þjáningu þar sem neyðarástand hefur skapast. Líkt og verkefni sem stuðla að langvarandi uppbyggingu og þróun er mikilvægt að neyðar- og mannúðaraðstoð sé veitt með ábyrgum og samhæfðum aðgerðum þar sem skilvirkni er höfð að leiðarljósi.
    Aðstoð Íslands á þessum vettvangi tekur ávallt mið af þeirri þörf sem skapast hverju sinni. Aðstoðin rennur um hendur frjálsra félagasamtaka og stofnana og sjóða SÞ. Þrír aðilar gegna stærstu hlutverki á þessum vettvangi innan SÞ, WFP sem starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heimi, CERF sem gerir samtökunum kleift að bregðast við þegar skyndilegar hamfarir dynja á og OCHA sem samræmir aðgerðir. Félagasamtök gegna einnig lykilhlutverki á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar og gilda um samstarf við þau sérstakar verklagsreglur eins og að framan greinir.
    Árið 2003 var ýtt úr vör alþjóðlegu átaki um mannúðaraðstoð (e. Good Humanitarian Donorship) sem felur í sér að veitendur aðstoðar fylgi verklagi og viðmiðum sem miða að vandaðri og árangursríkari aðstoð. Lögð er áhersla á að mannréttindi, mannúðarlög og lög um flóttamenn séu virt þegar mannúðaraðstoð er veitt, að SÞ sé gert kleift að framfylgja forustuhlutverki sínu og að lykilhlutverk félagasamtaka, sérstaklega Alþjóða rauða krossins og Rauða hálfmánans, sé viðurkennt. Jafnframt er lögð áhersla á að þau ríki sem styðja mannúðaraðstoð á vegum SÞ gefi vilyrði um fjárveitingar með lengri fyrirvara en nú er.
    Íslensk stjórnvöld styðja áherslur alþjóðaátaksins um mannúðaraðstoð. Jafnframt hafa umbætur verið gerðar á fyrirkomulagi neyðar- og mannúðaraðstoðar utanríkisráðuneytisins. Auknar kröfur eru gerðar til þeirra verkefna sem studd eru, m.a. hvað varðar undirbúning, áætlunargerð og eftirlit, aðlögun að þörfum viðtökuríkja og um meðferð og vörslu fjármuna.


Forsendur Markmið Aðgerðir
OCHA Þekking og reynsla Íslands af samstarfi við OCHA, m.a. með störfum sérfræðinga á vegum UTN.
Vönduð samhæfing aðgerða grundvöllur árangurs í hjálparstarfi.
Hlutverk OCHA hefur verið eflt á síðustu árum.
Stuðla að enn betri árangri hjálparaðgerða með vel samhæfðum aðgerðum. Regluleg framlög til OCHA. Sérstök framlög skapist ófyrirséð þörf.
Skammtímastörf sérfræðinga á vegum UTN fyrir OCHA á vettvangi.
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð SÞ.
CERF Hröð viðbrögð við skyndilegri neyð forsenda þess að mannslífum sé bjargað.
SÞ með starfsemi í flestöllum ríkjum heims og lykilaðili í viðbrögðum við neyðarástandi.
Gera SÞ kleift að bregðast með hraði við skyndilegri neyð. Regluleg framlög til CERF.
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð SÞ.
WFP Þekking og reynsla Íslands af samstarfi við WFP. Störf sérfræðinga á vegum UTN fyrir stofnunina.
Stærsti veitandi matvælaaðstoðar í heimi.
Starfsemi á öllum helstu neyðarsvæðum heims.
Störf WFP lykilþáttur vegna framvindu þúsaldarmarkmiða um baráttu gegn hungri.
WFP hefur skýrt og vel skilgreint hlutverk.
Reynsla af þjálfun íslenskra sérfæðinga á vegum WFP.
WFP sé gert kleift að veita matvælaaðstoð á neyðarsvæðum með skilvirkum og árangursríkum hætti.
WFP gegni áfram lykilhlutverki vegna framvindu þúsaldar- markmiðanna.
Framlög til neyðaraðstoðar WFP þar sem þörf skapast.
Skammtímastörf sérfræðinga á vegum UTN fyrir WFP á vettvangi.
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um WFP.
Félagasamtök Félagasamtök mikilvægur þátttakandi við framkvæmd neyðar- og mannúðaraðstoðar.
Öflugt starf félagasamtaka á Íslandi og virk þátttaka þeirra í störfum alþjóðasamtaka.
Öflugt grasrótarstarf og aðstoð við þá sem minnst mega sín.
Stuðla að skilvirkari neyðaraðstoð með stuðningi við þá aðila sem best eru fallnir til að veita aðstoð hverju sinni. Sérstakur fjárlagaliður um samstarf við félagasamtök í fjárlögum frá 2012.
Fylgt núverandi verklagsreglum um umsóknir og styrkveitingar.
Endurskoðun á verklagsreglum. Lok: Ágúst 2012.
Alþjóðlegt átak um mannúðaraðstoð Alþjóðleg viðmið og verklag til að efla og auka árangur mannúðaraðstoðar. Mannúðaraðstoð Íslands skili sem bestum árangri og sé veitt þeim sem mest eru hjálpar þurfi.
Ísland gerist aðili að alþjóðlegu átaki um mannúðaraðstoð innan tveggja ára.
Unnið verður skipulega samkvæmt verklagi og viðmiðum átaksins frá árinu 2012.

3.4.     Lönd og svæðasamstarf.
    Áhersla verður lögð á aðstoð við þau ríki og landsvæði þar sem fátækt og neyð er hvað mest. Afganistan, Malaví, Mósambík og Úganda eru öll í hópi fátækustu þróunarríkjanna (Least Developed Countries) og mikil þörf er á efnahagslegri og félagslegri aðstoð í Palestínu. Aðstæður í öllum þessum löndum eru erfiðar, en af ólíkum toga og eru sum þeirra í hópi óstöðugra ríkja.
Palestína Úganda Malaví Afganistan Mósambík
Lífskjaralisti SÞ (nr.) ... 143 153 155 165
Lífslíkur (ár) 73,9 54,1 54,6 44,6 48,4
Barnadauði (< 5 ár pr. 1.000) 27 135 100 257 130
Læsi (%, eldri en 15 ára)^ 93,8 73,6 71,8 ... 44,4
Hlutfall íbúa án vatns (%) 9 33 20 52 53
Heimild: UNDP Human Development Report (HDR) 2010, ^ HDR 2009
    Í Malaví, Mósambík og Úganda ríkir meiri stöðugleiki í efnahags- og stjórnmálum en í Afganistan og í Palestínu þar sem framvinda endurreisnar og uppbyggingar litast af erfiðu ástandi á sviði öryggismála og pólitískum átökum.
    Aðstoð við Afríkuríkin þrjú byggist á þeim grunni að þörfin fyrir aðstoð er mikil og ÞSSÍ hefur langa reynslu í þeim öllum. Þar sem ástand í þessum löndum er nokkuð tryggt getur samvinna við þau byggst á langtímaáætlunum sem eru unnar og framkvæmdar í samstarfi við stjórnvöld þeirra. Gerðar verða sérstakar samstarfsáætlanir þar sem aðstoð Íslands mun grundvallast á áherslum og þörfum samstarfslandanna eins og fram kemur í þróunaráætlunum hvers og eins þeirra.
    Í framkvæmd þróunarstarfs verður stuðst við heimildir þróunarsamvinnulaga sem gera ÞSSÍ fært að koma að viðfangsefnum sínum með þeim aðferðum sem best henta hverju sinni, svo sem með þátttöku í verkefnastoðum (e. programmes) og sam- og körfufjármögnun í samstarfi við aðra veitendur aðstoðar. Rík áhersla verður lögð á að fylgja viðurkenndu verklagi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Við val á viðfangsefnum verður lögð áhersla á að grundvöllur árangurs og sjálfbærni verkefna er samábyrgð og gagnkvæm geta samstarfsríkjanna til að veita og taka við aðstoð.
    Gagnvart Afganistan og Palestínu munu áætlanir gera ráð fyrir breyttum þörfum eftir því sem ástand mála þróast. Í þessum löndum hafa íslensk stjórnvöld ekki stöðuga viðveru. Fyrir vikið fer aðstoðin fram í samstarfi við þær alþjóðastofnanir og félagasamtök sem þar starfa, annars vegar með framlögum til sjóða eða einstakra verkefna sem unnin eru á þeirra vegum, hins vegar með störfum íslenskra sérfræðinga á vettvangi.
    Áhersla á framangreind lönd útilokar ekki að sinnt verði verkefnum gagnvart öðrum ríkjum. Þátttaka í starfi ríkjahópa getur t.d. verið mikilvæg framgangi verkefna á þeim áherslusviðum sem Ísland styður. Sérstaklega verða mótaðar áherslur og viðmið um þátttöku í svæðasamstarfi og marghliða samstarfi í fiskimálum og orkumálum. Auk þess verður stuðningur við smáeyþróunarríki vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, sbr. niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ.
    Megináherslur í samstarfi við ríkin fimm eru settar fram í eftirfarandi yfirliti.
Framkvæmd Samstarfsaðilar Áherslumál Íslands
Afganistan Utanríkisráðuneytið ISAF
Norðurlöndin
UN Women
ESB
Félagasamtök
Gerð aðgerðaáætlunar 2012–2014. Lokið: Nóvember 2011.
Norrænt samstarf sem byggi m.a. á samnorrænni úttekt frá 2009.
Stuðla að betri samhæfingu aðstoðar alþjóðasamfélagsins.
Vinna að málefnum kvenna.
Neyðar- og mannúðaraðstoð á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka.
Malaví ÞSSÍ Stjórnvöld í Malaví
Héraðsstjórnvöld í Mangochi
Önnur gjafaríki
Félagasamtök
Gerð samstarfsáætlunar 2012–2014. Lokið: Október 2011.
Mannauður: Með áherslu á menntun, heilbrigðismál og hollustuhætti.
Mósambík ÞSSÍ Stjórnvöld í Mósamík
Héraðsstjórnvöld í Inhambane
Önnur gjafaríki
Félagasamtök
Gerð samstarfsáætlunar 2012–2014. Lokið: Október 2011.
Auðlindir og mannauður: Með áherslu á fiskimál og menntun.
Palestína Utanríkisráðuneytið UNICEF
UN Women
UNRWA
OCHA
UNHCR
ESB
Félagasamtök
Framfylgja núverandi aðgerðaáætlun fyrir 2008–2010.
Gerð aðgerðaáætlunar 2012–2014. Lokið: Nóvember 2011.
Neyðar- og mannúðaraðstoð á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka.
Aðstoð við flóttamenn.
Aðstoð við konur og börn.
Úganda ÞSSÍ Stjórnvöld í Úganda
Héraðsstjórnvöld í Kalangala
Önnur gjafaríki
Félagasamtök
Gerð samstarfsáætlunar 2012–2014. Lokið: Október 2011.
Auðlindir og mannauður: Með áherslu á fiskimál, menntun og byggðaþróun.

3.5.     Stofnanir.
    Skýrari forgangsröðun endurspeglast einnig í því að sérstök áhersla verður lögð á störf fjögurra alþjóðastofnana; Alþjóðabankans, UNICEF, UN Women og HSÞ. Í því felst að auk framlaga og stuðnings við verkefni þeirra í þróunarlöndum muni íslensk stjórnvöld verða virkir þátttakendur í málefnavinnu og málflutningi á vettvangi þeirra. Framlög til þessara stofnana hafa numið um 55% af heildarframlögum Íslands til alþjóðastofnana á síðustu árum. Í þessari áætlun er stefnt að því að hækka þetta hlutfall í 75%. Framlög til annarra stofnana en þessara fjögurra taka sérstakt mið af þörf fyrir aðstoð í Afganistan og Palestínu, auk þess sem hugað verður sérstaklega að hugsanlegri þátttöku Íslands í alþjóðlegum átaksverkefnum á sviði heilbrigðismála. Nýr fjárlagaliður ætlaður samstarfi við Alþjóðabankann verður í fjárlögum frá 2011 og mun liður um skuldaafléttingu þróunarríkja falla niður frá sama tíma.
    Í september 2009 samþykkti allsherjarþing SÞ sameiningu á allri starfsemi samtakanna á sviði jafnréttismála sem nú er skipt milli fjögurra deilda og undirstofnana. Markmið breytinganna er að auka vægi jafnréttismála innan SÞ og efla getu samtakanna til að ná árangri á því sviði. Ísland hefur stutt sameininguna og mun leggja áherslu á stuðning við hina nýju stofnun, Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.
    Megináherslur samstarfs Íslands við þessar fjórar lykilstofnanir eru settar fram í eftirfarandi yfirliti.
Forsendur samstarfs Áherslur Aðgerðir
Alþjóða-
bankinn
Þekking og reynsla Íslands af samstarfi við bankann.
Skilvirk starfsemi samkvæmt úttektum.
Aukin áhersla bankans á orku- og fiskimál.
Áhersla bankans á þúsaldarmarkmið SÞ.
Ísland hefur beina aðkomu að málefnavinnu í stjórn bankans.
Umfangsmikið norrænt samstarf.
Jafnréttismál og samþætting þeirra í verkefni bankans.
Stuðningur bankans við þróunarlönd á sviði endurnýjanlegra orkugjafa.
Aukin þátttaka bankans í verkefnum á sviði fiskimála.
Aukin áhersla á mannréttindamál í störfum bankans.
16. samningalota um endurfjármögnun IDA, 2011.
Átaksverkefni í jafnréttismálum (GAP). Mat lagt á hugsanlegt áframhald á samstarfi. Lokið: Október 2011.
Verkefni á sviði fiskimála (PROFISH). Mat lagt á hugsanl. áframhald á samstarfi. Lokið: Júní 2011.
Verkefni í orkumálum (ESMAP). Mat lagt á hugsanlegt áframhald á samstarfi. Lokið: Október 2012.
Virk þátttaka í málefnavinnu kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans.
Samstarfsverkefni kjördæmisins á sviði mannréttindamála.
UNICEF Störf UNICEF lykilþáttur í framvindu þúsaldarmarkmiða SÞ.
Virkur stuðningur við UNICEF liður í stefnu Íslands í mannréttindamálum.
UNICEF hefur skýrt og vel skilgreint hlutverk.
Verkefni UNICEF á vettvangi skila góðum árangri.
Menntun og heilbrigði barna er ein af grunnforsendum framþróunar.
Mikilvægt hlutverk UNICEF í stríðshrjáðum löndum og góð reynsla af störfum Íslendinga á þeirra vegum.
Virkt grasrótarstarf um UNICEF á Íslandi.
UNICEF viðhaldi hlutverki sínu sem lykilstofnun SÞ í málefnum barna.
Störf UNICEF á vettvangi efld.
UNICEF leiði bætta samræmingu þeirra aðila sem aðstoða börn á vettvangi.
Stuðningur við núverandi umbótaferli í störfum UNICEF sem miðar að skilvirkari starfsemi og árangursmiðaðri verkefnum.
Störf íslenskra sérfræðinga á vettvangi.
Samstarfssamningur um skammtímastörf sérfræðinga vegna neyðarverkefna.
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um UNICEF.
Störf ungra íslenskra sérfræðinga fyrir UNICEF á vettvangi.
Samstarf við UNICEF á Íslandi.

UN Women Þekking og reynsla Íslands af samstarfi við UNIFEM.
Virk þátttaka kvenna í öllum þáttum þjóðlífs stuðlar að framförum og þróun.
Þátttaka kvenna og stuðningur við þær eykur árangur þróunarverkefna.
Hlutverk og umboð UN Women lykilatriði vegna framvindu þúsaldarmarkmiða SÞ.
Mikilvægt hlutverk UN Women í stríðshrjáðum löndum.
Virkur stuðningur við UN Women liður í stefnu Íslands í mannréttindamálum.
Mikil þekking og reynsla af jafnréttismálum á Íslandi.
Virkt grasrótarstarf á Íslandi.
Stuðningur við umbætur á starfsemi SÞ með aukna áherslu á jafnréttismál.
Áætlanir um umbætur innan SÞ grundvallist á þekkingu og reynslu UN Women.
Störf UN Women á vettvangi verði efld og gefið aukið vægi í samræmingu á þróunaraðstoð SÞ.
Framkvæmd á ályktunum öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi.

Störf íslenskra sérfræðinga á vettvangi.
Virk þátttaka í málefnavinnu um jafnréttismál á vettvangi SÞ.
Störf ungra íslenskra sérfræðinga fyrir UN Women.
Stuðningur við Ofbeldissjóð UN Women.
Samstarf við landsnefnd UNIFEM/UN Women á Íslandi.
Þátttaka í samstarfi Norðurlanda um UN Women .
HSÞ Þekking og reynsla Íslands af rekstri skóla á vegum HSÞ.
Þekking og reynsla Íslands af samstarfi við HSÞ og orðspor Íslands innan HSÞ.
Mikilvægi menntunar og vísindastarfs fyrir efnahagslega og félagslega þróun.
Aukin áhersla HSÞ á samstarf við háskólasamfélagið í þróunarlöndum.
Háskólasamfélagið á Íslandi hefur eflst sem skapar aukinn grundvöll fyrir samstarf við þróunarlönd.
Vönduð kennsla og þjálfun sérfæðinga sem nýtist efnahagslegri þróun heimalandsins.
Efla tengsl milli HSÞ við þróunarstofnanir SÞ og tvíhliða stofnanir, þar á meðal ÞSSÍ.
Auka útbreiðslu hagnýtrar þekkingar með samstarfi í þróunarlöndum.
Tengja störf HSÞ við þúsaldarmarkmið SÞ.


Starfsemi jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi og námskeið á hans vegum í þróunarlöndum.
Starfsemi sjávarútvegsskóla HSÞ á Íslandi og námskeið á hans vegum í þróunarlöndum.
Starfsemi landgræðsluskóla HSÞ á Íslandi og námskeið á hans vegum í þróunarlöndum.
Tilraunaverkefni um jafnréttisskóla.
Undirbúningur að framtíðarfyrirkomulagi starfsemi HSÞ á Íslandi á tímabilinu.

4. Alþjóðlegt samstarf og viðmið.
4.1. Sameinuðu þjóðirnar.

    Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er grundvöllur þessarar áætlunar. Á vettvangi SÞ taka ríki heims þátt í umfjöllun um þau úrlausnarefni sem samfélag þjóðanna glímir við, allt frá öryggis- og mannréttindamálum í einstökum löndum eða landsvæðum til hnattrænna verkefna á sviði umhverfismála eða heilbrigðismála, svo dæmi séu tekin. Þátttaka í störfum SÞ verður áfram þungamiðja í framlagi Íslands til alþjóðasamstarfs og snar þáttur í almennu þróunarstarfi. Fastanefnd Íslands í New York er virkur aðili að starfi samtakanna að umhverfis-, auðlinda- og þróunarmálum, auk þess að taka þátt í starfi þeirra á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar, friðargæslu og friðaruppbyggingar. Fastanefnd Íslands í Genf leggur einnig sitt af mörkum á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar, auk þess sem stofnanir SÞ í Róm hafa sérstöku hlutverki að gegna við framkvæmd áætlunar þessarar.

4.2. Samstarf OECD-ríkja.
    Þátttaka í störfum DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, er mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Nefndin er samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem veita þróunaraðstoð og er meginhutverk hennar að koma á sameiginlegum viðmiðum um framkvæmd aðstoðar og veita faglegt aðhald með reglulegri jafningjarýni og úttektum. Stjórnvöld vilja taka mið af því sem best er gert á alþjóðavettvangi. Virk þátttaka á vettvangi DAC er mikilvægur liður í þeirri viðleitni. Ísland er ekki aðili að DAC, en getur tekið þátt í störfum nefndarinnar sem áheyrnaraðili. Helsta forsenda fullrar aðildar er að Ísland sé í stakk búið til að veita OECD tölulegar upplýsingar um umfang og sundurliðun framlaga eftir verklagsreglum DAC, auk þess að hafa bolmagn til þátttöku í störfum nefndarinnar og valinna vinnuhópa um einstök málefni. Ísland mun starfa samkvæmt verklagsreglum, viðmiðunum og skilgreiningum DAC. Óskað verður eftir jafningjarýni DAC á þróunarsamvinnu Íslands á tímabilinu og í kjölfar þess komi til fullrar aðildar að nefndinni.
    Fjármálakerfi ÞSSÍ er þannig uppbyggt að auðvelt er að sundurliða framlög samkvæmt viðmiðum DAC og unnið er að sambærilegri aðlögun á framlögum Íslands til annarrar þróunarsamvinnu.

4.3. Parísaryfirlýsingin.
    Í framhaldi af þúsaldaryfirlýsingunni hefur átt sér stað mikil stefnumótunarvinna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Tvö lykilskjöl gefa tóninn í þeim efnum. Hið fyrra er Parísaryfirlýsingin frá 2005 sem ætlað er að skapa örvandi umgerð fyrir þróunarstarf og innleiða betur samræmd og agaðri vinnubrögð þróunarstofnana sem stuðlar að betri árangri og skilvirkni. Þar er skýrt kveðið á um að viðtökuríkið sjálft móti stefnuna og beri höfuðábyrgð á eigin þróun. Síðara lykilskjalið er Accra-aðgerðaáætlunin frá október 2008 þar sem eignarhald viðtökuríkja á þróunaráætlunum og mikilvægi samræmdra aðgerða er áréttað.
    Parísaryfirlýsingin gerir ráð fyrir að veitendur aðstoðar vinni með og nýti sér stjórnsýslu viðtökuríkja eins og frekast er unnt. Leitast skuli við að efla stjórnkerfið og það undirbúið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Veitendur aðstoðar skuli kappkosta við að samnýta krafta sína þannig að stofnanir styðji hver aðra og hafi árangur heildarinnar að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að aðstoðin samræmist þeim þróunaráætlunum sem fyrir liggja og viðtökuríkin vinna eftir.
    Breytingar sem gerðar voru með þróunarsamvinnulögum gera stjórnvöldum kleift að hefja innleiðingu markmiða yfirlýsingarinnar.
    Alþjóðlegum viðmiðum og skuldbindingum verður framfylgt í þróunarstarfi Íslands með eftirfarandi hætti:

Forsendur Markmið Aðgerðir
Sameinuðu þjóðirnar Þátttaka Íslands í þróunarstarfi grundvallast á aðild að SÞ.
Þróunarsamvinnuáætlun byggist á stofnsáttmála SÞ og þúsaldaryfirlýsingu SÞ.
SÞ og undirstofnanir gegna lykilhlutverki í alþjóðlegu þróunarstarfi.
Styðja umbætur sem auka árangur og skilvirkni þróunar- og friðarstarfa SÞ.
Stuðla að framgangi áherslumála Íslands samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun.
Sérstök áhersla lögð á samstarf við undirstofnanir SÞ sem sinna áherslumálum Íslands.
Virk þátttaka í málefnavinnu gagnvart SÞ á vegum UTN og fastanefnda.
Virkt samstarf við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
OECD-samstarf DAC er samstarfsvettvangur OECD-ríkja sem veita þróunaraðstoð, setur sameiginleg viðmið um framkvæmd aðstoðar og stuðlar að faglegu aðhaldi Íslensk þróunarsamvinna sé vönduð, fagleg og standist samanburð við það besta sem gerist á alþjóðvettvangi. Ísland verði aðili að DAC á framkvæmdatímabili áætlunarinnar.
Alþjóðleg upplýsingagjöf Vandaðar upplýsingar um þróunarsamvinnu er grundvöllur samanburðar milli ríkja og er liður í að auka árangur. Ísland sé í stakk búið til að uppfylla óskir DAC um tölulega upplýsingagjöf. Umbætur í fyrirkomulagi rekstrar og bókhalds vegna þróunarframlaga. Lokið: Desember 2011.
Jafningjarýni Faglegt aðhald er grunnur vandaðra vinnubragða og árangurs í þróunarsamvinnu.
Að auka árangur þróunarsamvinnu Íslands og að hún standist samanburð við það besta sem gerist á alþjóðavettvangi. Jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands fari fram fyrir endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar.
Parísaryfirlýsingin Accra aðgerðaáætlunin Samhæfðar aðgerðir og eignarhald viðtökuríkja styrkir árangur. Ísland taki þátt í átaki alþjóðasamfélagsins um að auka árangur aðstoðar með framkvæmd markmiða Parísaryfirlýsingarinnar og Accra-aðgerðaáætlunarinnar. Mótun tímasettra markmiða í þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til Parísaryfirlýsingarinnar og Accra-aðgerðaáætlunarinnar. Lokið: Febrúar 2012.
Virk þátttaka í starfi DAC um framgang yfirlýsingarinnar.

5. Stefnumörkun, innra og ytra starf.
    Þróunarsamvinnulög kveða á um virka aðkomu Alþingis að umfjöllun um þróunarmál. Utanríkisráðherra skal gefa Alþingi skýrslu á tveggja ára fresti um framkvæmd áætlunar þessarar, auk þess sem hann skal upplýsa utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd reglulega um framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá gegna þróunarsamvinnunefnd og samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu ráðgefandi hlutverki um stefnumarkandi áherslur í þróunarsamvinnunni.
    Eitt helsta markmið þróunarsamvinnulaga er að skapa heildstæðan grundvöll fyrir alla þróunarsamvinnu Íslands, hvort heldur sem hún er veitt í beinu samstarfi við einstök þróunarríki, í samvinnu við alþjóðastofnanir eða með þátttöku frjálsra félagasamtaka. Öll aðstoð Íslands skal byggð á einum grunni, með skýr markmið að leiðarljósi. Heildstæð löggjöf felur í sér aukið samspil tvíhliða og marghliða samvinnu sem gefur íslenskum stjórnvöldum færi á að vinna með markvissari og skipulagðari hætti að framgangi þeirra áherslumála sem fram koma í áætlun þessari.
    Eins og að framan greinir eiga sér stað stöðugar breytingar í stefnumótun og framkvæmd þróunarstarfs, ávallt er leitað nýrra leiða og aðferða til að bæta árangur verkefna. Þekking og reynsla þeirra starfsmanna sem vinna að þróunarmálum er grundvöllur faglegra vinnubragða. Þennan auð ber að virkja svo að Ísland geti vandað til verka við undirbúning, framkvæmd og eftirlit þróunarverkefna og tekið virkan þátt í málefnavinnu og samstarfi á vettvangi alþjóðastofnana. Mótun sameiginlegrar mannauðsstefnu utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ í þróunarmálum er því lykilþáttur í að viðhalda og efla faglegan grundvöll þróunarsamvinnunnar.
    Háskóla- og fræðasamfélagið gegnir einnig mikilvægu hlutverki við að skapa frjóan jarðveg fyrir vandaða og framsækna þróunarsamvinnu. Efling kennslu, rannsókna og ráðgjafar í þróunarfræðum styrkir stoðir þróunarsamvinnunnar, skapar aukin tækifæri til samstarfs og fellur vel að áherslum Íslands á starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
    Aukin áhersla á kynningu og fræðslu er lykilþáttur í framtíðarsýn stjórnvalda. Opin og málefnaleg umfjöllun um þróunarmál eykur þekkingu á aðgerðum alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn fátækt og örbirgð og veitir stjórnvöldum mikilvægt aðhald hvernig fjármunum til málaflokksins er varið.
    Framlag samfélagsins til þróunarsamvinnu er einnig mikilvægt. Grundvöllur starfsemi íslenskra félagasamtaka er virkt fjáröflunarstarf sem byggist á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.
    Samhliða félagslegri uppbyggingu eru efnahagslegar framfarir háðar fjárfestingum í uppbyggingu atvinnuvega og sköpun atvinnutækifæra. Störf á þessu sviði eiga að byggjast á viðskiptasiðferði þar sem gagnkvæmir hagsmunir allra aðila og samfélagsleg ábyrgð er höfð að leiðarljósi. Íslenskir aðilar hafa á undanförnum árum eflt viðskiptatengsl í þróunarlöndum og tekið aukinn þátt í verkefnum sem stuðla að framþróun og hagsæld, svo sem á sviði endurnýjanlegrar orku. Í ljósi breyttra aðstæðna í íslensku efnahags- og viðskiptalífi er ástæða til að meta með hvaða hætti stjórnvöld geta best stuðlað að virkri þátttöku Íslands á þessum vettvangi.
    Helstu áherslumál í innra og ytra starfi verða með eftirfarandi hætti:

Forsendur Markmið Aðgerðir
Stefnumörkun og eftirlit Lýðræðisleg umfjöllun um stefnumörkun og eftirlit með framkvæmd þróunarsamvinnu stuðlar að auknum árangri. Stefna Íslands byggist á umfjöllun Alþingis um áherslur og forgangsröðun í þróunarsamvinnu. Endurskoðuð þróunarsamvinnuáætlun lögð fyrir Alþingi 2013.
Utanríkisráðherra gefur skýrslu til Alþingis um framkvæmd áætlunarinnar 2013.
Regluleg skýrslugjöf til utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar.
Samspil tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu Þróunarsamvinna skilar auknum árangri þegar þróunarstofnanir samhæfa aðstoð sína og marghliða og tvíhliða stofnanir starfa saman.
Auka skilvirkni og skerpa framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands.
Byggja málefnavinnu Íslands innan alþjóðastofnana á reynslu og þekkingu af tvíhliða starfi.
Nýta þátttöku Íslands í starfi alþjóðastofnana til eflingar á tvíhliða samvinnu.
Stofnun fagteyma UTN og ÞSSÍ á eftirfarandi sviðum til eflingar tvíhliða og marghliða samvinnu:
– Jafnréttismál
– Auðlindamál
– Verklag og eftirlit
Mótun umhverfisstefnu.
Mótun jafnréttisstefnu.
Mannauðsstjórn Vönduð þróunarsamvinna byggist á þekkingu, reynslu og þjálfun starfsmanna. Stuðla að betri og vandaðri þróunarsamvinnu Íslands með virkri mannauðsstefnu.
Sendiráðum og fastanefndum Íslands gert kleift að taka virkan þátt í framkvæmd áætlunar þessarar.
Nýta tækifæri sem felast í ákvæði þróunarsamvinnulaga um starfsmannaskipti milli UTN og ÞSSÍ.
Framfylgja jafnréttisstefnu stjórnvalda.
Mótuð sameiginleg mannauðsstefna UTN og ÞSSÍ vegna starfa að þróunarmálum. Lok: Nóvember 2011.
Sameiginlegir málfundir og námskeið á vegum UTN og ÞSSÍ.
Komið á starfsmannaskiptum við alþjóðastofnanir og þróunar- stofnanir annarra ríkja.
Jafna hlut kvenna og karla samkvæmt jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu.
Samstarf við frjáls félagasamtök Félagasamtök mikilvægur þátttakandi í framkvæmd þróunarsamvinnu og neyðar- og mannúðaraðstoðar.
Félagasamtök mikilvægur málsvari þróunarríkja
Öflugt grasrótarstarf félagasamtaka eflir þróunarstarf.
Frjáls félagasamtök á Íslandi eflist sem þátttakendur í alþjóðlegu þróunarsamstarfi.
Stjórnvöld starfi með félagasamtökum þar sem slíkt er talið skila bestum árangri.
Stjórnvöld veiti félagasamtökum aðhald við framkvæmd verkefna.
Sérstakur fjárlagaliður fyrir samstarf við félagasamtök í fjárlögum 2012.
Hækkun hlutfalls framlaga sem renna til samstarfs við félagasamtök á tímabilinu.
Sameiginlegar verklagsreglur og eitt umsóknarferli fyrir allt samstarf stjórnvalda og félagasamtaka.
Stjórnvöld viðhaldi góðum samskiptum við samstarfshóp félagasamtaka.
Félagasamtök sæti úttektum og öðrum eftirlitsaðgerðum sem fylgt er í þróunarstarfi.
Samstarf við háskólasamfélagið Kennsla og rannsóknir á sviði þróunarsamvinnu er grundvöllur framfara og að dreginn sé lærdómur af reynslu og árangri í málaflokknum. Treysta fræðilegar og hagnýtar stoðir þróunarsamvinnu Íslands með aukinni þátttöku háskólasamfélagsins við kennslu, rannsóknir og ráðgjöf. Mótaðar áherslur um samstarf stjórnvalda og háskólasamfélagsins á sviði þróunarsamvinnu. Lokið: Maí 2012.
Kynning og umfjöllun Gagnsæi sem byggist m.a. á fræðslu og upplýsingagjöf um ráðstöfun fjármuna veitir aðhald og stuðlar að vandaðri þróunarsamvinnu. Standa fyrir virkri kynningu og upplýsingagjöf um þróunarsamvinnu Íslands.
Árleg sameiginleg kynningaráætlun UTN og ÞSSÍ.
Ráðstefnur og málþing skipulögð í samráði við félagasamtök og háskólasamfélagið.
Þátttaka einkaaðila í uppbyggingu Efnahagslegar framfarir háðar fjárfestingum í uppbyggingu atvinnuvega og sköpun atvinnu- tækifæra. Ábyrg þátttaka íslenskra aðila í uppbyggingu í þróunarlöndum byggt á gagnkvæmum hagsmunum og samfélagslegri ábyrgð. Unnin verði greining á möguleikum íslenskra aðila til þátttöku í uppbyggingu atvinnuvega í þróunarlöndum. Lok: Júní 2012.


Fylgiskjal II.

Umsögn Þróunarsamvinnunefndar um áætlun


um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Graphic file wpgf72.tmp with height 876 p and width 620 p Left aligned

Graphic file wpgf73.tmp with height 876 p and width 620 p Left aligned Graphic file wpgf74.tmp with height 876 p and width 620 p Left aligned Fylgiskjal III.

Bréf formanns samstarfsráðs um alþjóðlega þróunarsamvinnu til
utanríkisráðherra um fund samstarfsráðsins 8. óvember 2010.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neðanmálsgrein: 1
    1     Átt er við herteknu svæðin, Gaza og Vesturbakkann, þ.m.t. Austur-Jerúsalem.
Neðanmálsgrein: 2
    2     Framlög til alþjóðastofnana sem eyrnamerkt eru tilteknum ríkjum eða afmörkuðum verkefnum eru kölluð „fjölþjóðleg-tvíhliða framlög“ (e. multi-bilateral) og eru talin fram sem tvíhliða framlög í tölfræði DAC.
Neðanmálsgrein: 3
    3     Fiskimál er hér notað sem samheiti yfir fiskveiðistjórnun, fiskveiðar í sjó og vötnum, meðhöndlun og fiskvinnslu ásamt fiskeldi.
Neðanmálsgrein: 4
    4     6% almennra fjárframlaga til friðargæslu SÞ eru talin fram sem þróunaraðstoð samkvæmt viðmiðum DAC.
Neðanmálsgrein: 5
    5 Ályktanir nr. 1325, 1820, 1888 og 1889.