Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 488. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 790  —  488. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um endurgreiðslu á virðisaukaskatti.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hversu margar umsóknir bárust um 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu á byggingarstað við:
              a.      nýbyggingu íbúðar- og frístundahúsnæðis í eigu einstaklinga,
              b.      viðhald og endurbætur sams konar húsnæðis,
              c.      nýbyggingu húsnæðis í eigu sveitarfélaga,
              d.      viðhald og endurbætur húsnæðis í eigu sveitarfélaga,
         vegna áranna 2009 og 2010?
     2.      Hver er heildarfjárhæð endurgreiðslna samkvæmt framangreindri skiptingu og eftir gömlu skattumdæmunum eða annarri skiptingu sem gefur vísbendingu um dreifingu endurgreiðslna á milli landshluta?
     3.      Hver var fjöldi umsókna og heildarfjárhæð endurgreiðslna virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað á árunum 2007 og 2008?
     4.      Hversu mörg störf má ætla að átakið „Allir vinna“ hafi skapað á árunum 2009 og 2010?


Skriflegt svar óskast.