Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 503. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 825  —  503. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um stöðu rannsóknar embættis sérstaks saksóknara.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.



     1.      Hver er staðan á rannsókn embættis sérstaks saksóknara á grun um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið? Hve margir hafa nú stöðu grunaðra? Hve margir hafa verið yfirheyrðir?
     2.      Er hætt við að mál einhverja manna, sem tengjast rannsókninni, fyrnist áður en rannsókn lýkur? Hvenær er þess að vænta að rannsókninni ljúki?