Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 505. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 827  —  505. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um skólatannlækningar.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.



     1.      Telur ráðherra koma til greina að hefja skólatannlækningar að nýju á Íslandi?
     2.      Liggja fyrir rannsóknir á því hversu tannheilsu skólabarna hefur hrakað frá því að skólatannlækningar voru aflagðar?
     3.      Hefur verið gerð kostnaðargreining á því að hefja skólatannlækningar að nýju?
     4.      Hvernig er þessum málum almennt háttað annars staðar á Norðurlöndunum?