Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 460. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 836  —  460. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar um áskrift að dagblöðum og héraðsfréttablöðum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvað kaupa ráðuneytið og stofnanir þess mörg dagblöð og héraðsfréttablöð í áskrift, hvaða blöð og hve mörg eintök? Óskað er að fram komi hvaða stofnanir kaupa áskriftir og hve margar áskriftir hver stofnun kaupir, sundurliðað eftir blöðum og skipt eftir vefáskrift og pappírsáskrift.
     2.      Hve mikið greiða ráðuneytið og stofnanir þess samtals fyrir blaðaáskriftir, dagblöð og héraðsfréttablöð? Óskað er sundurgreiningar eftir blöðum og áskriftargerðum.

    Eftirfarandi er yfirlit yfir hvaða blöð og héraðsfréttablöð keypt eru í áskrift hjá iðnaðarráðuneyti og stofnunum þess.
    Á árinu 2010 var heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess vegna blaðaáskrifta, dagblaða og héraðsfréttablaða 1.662.062 kr. Sundurgreiningu á kostnaði eftir blöðum og áskriftargerðum er að finna í yfirlitinu.

Blaðaáskriftir Fjöldi áskrifta Kostnaður á ári
Iðnaðarráðuneyti:
Morgunblaðið 2 191.280 kr.
DV 2 70.560 kr.
Viðskiptablaðið 2 182.376 kr.
Fréttablaðið 2 144.792 kr.
Bændablaðið 2 148.800 kr.
Kirkjuritið 1 2.290 kr.
Tímarit lögfræðinga 1 6.153 kr.
Úlfljótur, tímarit laganema 1 2.900 kr.
Frjáls verslun 1 10.517 kr.
Stjórmál og stjórnsýsla 1 3.800 kr.
Samtals: 763.468 kr.
Ferðamálastofa:
Morgunblaðið 1 53.628 kr.
Vikudagur 1 21.600 kr.
Samtals: 75.228 kr.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands:
Skarpur, héraðsfréttablað 1 21.600 kr.
Morgunblaðið 1 95.640 kr.
Viðskiptablaðið 2 182.376 kr.
Samtals 299.616 kr.
Byggðastofnun:
Skessuhorn 1 20.868 kr.
Bæjarins besta 1 16.740 kr.
Feykir 1 13.200 kr.
Austurglugginn 1 16.800 kr.
Fréttir / Eyjasýn 1 14.280 kr.
Sunnlenska fréttablaðið 1 26.160 kr.
Bæjarpósturinn 1 16.800 kr.
Vikudagur 1 21.600 kr.
Viðskiptablaðið 1 45.600 kr.
Bændablaðið 1 74.400 kr.
Morgunblaðið 1 51.300 kr.
Samtals 317.748 kr.
Rafræn áskrift
Iðnaðarráðuneyti:
Gagnasafn mbl.is 1 22.680 kr.
Dómasafn 1 88.128 kr.
Lögbirtingablaðið 1 1.500 kr.
Áskrift Þjóðarpúls 1 14.558 kr.
Samtals 126.866 kr.
Ferðamálastofa:
Lögbirtingablaðið 2 3.000 kr.
Byggðastofnun:
Árvakur / gagnasafn 1 39.180 kr.
Lögbirtingablað 1 1.500 kr.
Samtals 40.680 kr.
Orkustofnun:
Árvakur / gagnasafn 1 29.456 kr.
Lögbirtingablað 2 6.000 kr.
Samtals 35.456 kr.