Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 414. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 854  —  414. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um kostnað við þjóðfund.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mikill var kostnaðurinn við þjóðfund um stjórnarskrá sem haldinn var 6. nóvember sl. og hvernig skiptist sá kostnaður?

    Ráðuneytið leitaði til skrifstofu Alþingis um þær upplýsingar sem fyrirspyrjandi óskar eftir. Samkvæmt þeim upplýsingum nam kostnaður við þjóðfundinn 63,5 millj. kr. og skiptist með eftirfarandi hætti:

Gjaldaliðir Upphæð
1 Þóknun þjóðfundarfulltrúa 16.152.500
2 Ferðakostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðis 4.739.981
3 Dvalarkostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðisins 4.138.800
4 Þjálfun starfsfólks fundar og starfsþóknanir þess 3.617.500
5 Laugardalshöllin, leiga, gólf, þrif o.þ.h. 3.946.217
6 Leiga á húsgögnum, búnaður, umgjörð 2.423.627
7 Tækniumgjörð og þjónusta 10.078.720
8 Kostnaður við úrtakið, skráningargrunnur, símaver, póstur á fulltrúa 2.372.558
9 Kynningar- og auglýsingarkostnaður. Vefsíðugerð/umsjón, borgarafundir 6.342.073
10 Fundarkerfið, gögn, úrvinnsla gagna 4.195.735
11 Matur og veitingar 5.193.313
12 Ýmis kostnaður og ófyrirsjáanlegt (5%) 324.004
Samtals kostnaður við þjóðfundinn 63.525.028