Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 855  —  413. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um kostnað við stjórnlagaþing.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mikill er kostnaðurinn við stjórnlagaþing áætlaður, annars vegar ef þingið stendur í tvo mánuði og hins vegar í fjóra mánuði, og hvernig skiptist hann?

    Ráðuneytið leitaði til skrifstofu Alþingis um þær upplýsingar sem fyrirspyrjandi óskar eftir. Fjárhagsáætlun fyrir stjórnlagaþing miðast við að á þinginu sitji 31 fulltrúi. Kostnaðurinn skiptist með eftirfarandi hætti:

Fjöldi mánaða 2 mán. 4 mán.
Kostnaðarliðir Upphæð Upphæð
1 Þóknun/laun þingfulltrúa 41.917.500 83.835.000
2 Laun starfsfólks þingsins 33.120.000 49.680.000
3 Ýmis rekstrarkostnaður (10% af launum) 7.503.750 13.351.500
4 Dvalarkostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðis 7.976.400 15.952.800
5 Ferðakostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðis 1.735.200 3.470.400
6 Aðkeypt sérfræðiaðstoð við þingið 12.480.000 24.960.000
7 Ýmis kostnaður nefnda þingsins 3.000.000 6.000.000
8 Vinnustöðvar þingfulltrúa, uppsetning og búnaður 14.125.000 19.125.000
9 Vinnustöðvar starfsfólks og blaðamanna – uppsetning og búnaður 9.040.000 12.240.000
10 Ýmis tæknibúnaður, innréttingar og uppsetning 46.880.000 71.240.000
11 Húsnæðiskostnaður þingstaðar 16.800.000 16.800.000
12 Mötuneyti 1.995.000 3.990.000
13 Rekstur skrifstofu og undirbúningur fram að þingi 20.525.000 20.525.000
14 Stjórnlaganefnd og starfsmaður 19.164.000 19.164.000
15 Aðkeypt sérfræðiþjónusta stjórnlaganefndar 12.000.000 12.000.000
16 Annað ófyrirséð (10%) 23.626.185 36.033.370
Áætlaður heildarkostnaður, kr. 271.888.035 408.367.070

    Í fjárhagsáætluninni var gert ráð fyrir að kostnaður við tveggja mánaða þinghald yrði 260 millj. kr. en ef heimild um framlengingu þingsins yrði nýtt var áætlað að kostnaður ykist um 70 millj. kr. fyrir hvern mánuð. Mismunurinn skýrist af fjárveitingu til kaupa á sérfræðiþjónustu fyrir stjórnlaganefnd. Kostnaður við þá nefnd fellur undir kostnað við stjórnlagaþing.