Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 585. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1002  —  585. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um launagreiðslur til stjórnenda banka, skilanefnda og slitastjórna.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hverjar voru mánaðarlegar launagreiðslur til hvers af æðstu stjórnendum (bankastjóra og bankaráðsmanna) Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands árin 2005–2008?
     2.      Hverjar voru mánaðarlegar launagreiðslur til hvers af æðstu stjórnendum (bankastjóra og bankaráðsmanna) Arion banka, Íslandsbanka og Nýja Landsbankans 2009–2011 (febrúarloka)?
     3.      Hverjar voru mánaðarlegar launagreiðslur til hvers skilanefndarmanns og slitastjórnarmanns Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands frá því að þessar nefndir/stjórnir voru settar á laggirnar til febrúarloka 2011?
     4.      Hvernig eru laun bankastjóra, bankaráða, skilanefnda og slitastjórna ákveðin?
    Óskað er eftir sundurliðun á hvern mánuð fyrir umrædd tímabil svo að launabreytingar og tímasetningar þeirra komi fram.


Skriflegt svar óskast.