Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 599. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 1018  —  599. mál.
Breytt heiti og texti.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um framkvæmd heilsustefnu í skólum o.fl.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



    Hvernig hefur gengið að ná fram eftirtöldum markmiðum sem eru sett fram í heilsustefnu ráðuneytisins frá 2008:
     a.      að heilsusamleg skilaboð fyrirmynda hangi upp í skólum og íþróttamannvirkjum í lok árs 2009,
     b.      að allir leikskólar hafi fengið hvatningu og eða aðstoð í lok árs 2009 við að útfæra heilsustefnu í skólanámskrá sinni þar sem hugað sé að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barna og starfsmanna þar sem komið verði á samstarfi við foreldra,
     c.      að gefa út DVD-disk fyrir leikskóla með leikjum og æfingum til að auka hreyfingu meðal barna og að hann verði kominn í alla leikskóla landsins í lok árs 2009,
     d.      að 30% leikskóla hafi sótt um viðurkenningu í lok árs 2009 um að þeir fari eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringaefni sem útfærðar eru í handbók fyrir skólamötuneyti,
     e.      að allir grunnskólar hafi fengið hvatningu og eða aðstoð í lok árs 2009 við að útfæra heilsustefnu í skólanámskrá sinni, þar sem hugað sé að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan nemenda og starfsmanna þar sem komið verði á samstarfi við foreldra- og nemendaráð,
     f.      að 30% grunnskóla hafi sótt um viðurkenningu í lok árs 2009 um að þeir fari eftir ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringaefni sem útfærðar eru í handbók fyrir skólamötuneyti?