Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 616. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1067  —  616. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ábendingar Ríkisendurskoðunar um mannauðsstjórnun.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.



    Hvenær og hvernig hyggst ráðherra fara eftir ábendingum Ríkisendurskoðunar í skýrslu um mannauðsstjórnun frá janúar 2011 um að:
     a.      breyta þurfi lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og einfalda reglur þeirra um starfslok ríkisstarfsmanna, þ.m.t. skyldu til áminningar,
     b.      veita ætti forstöðumönnum stofnana lagaheimild til starfslokasamninga við starfsmenn,
     c.      kanna þurfi hvort rétt sé að færa ákvæði starfsmannalaga í kjarasamninga,
     d.      auka þurfi aðstoð við forstöðumenn í starfsmannamálum?