Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 473. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1074  —  473. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um nefskatt og RÚV.

     1.      Hversu mikið hafa einstaklingar og fyrirtæki greitt árlega í nefskatt vegna RÚV, frá því
að gjaldið var tekið upp?

    Í meðfylgjandi töflu má sjá innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi árin 2009 og 2010 skipt
niður á einstaklinga og lögaðila.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


2009 2010*

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


m.kr m.kr
Einstaklingar 2.809 3.005
Lögaðilar 334 424
Samtals 3.143 3.429

* Bráðabirgðatölur



     2.      Hversu há hafa framlög úr ríkissjóði til RÚV verið á sama tíma?

    Framlag til Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) úr ríkissjóði var 3.575 millj. kr. árið 2009 samkvæmt ríkisreikningi. Þess ber að geta að á árinu 2009 var eigið fé stofnunarinnar uppurið. Ríkissjóður afskrifaði þá og færði til gjalda 563 millj. kr. af eignarhlut sínum og fékk RÚV eiginfjárframlag sem nam afskriftinni. Framlög til RÚV voru því samtals 4.138 millj. kr. á árinu 2009. Samkvæmt bráðabirgðatölum var framlag ársins 2010 3.158 millj. kr.

     3.      Hvað er gert við mismuninn af nefskattinum og beinum framlögum úr ríkissjóði til RÚV,
ef einhver er?

    Í ársbyrjun 2009 var útvarpsgjaldið tekið upp. Það er almennur skattur og rennur því beint í ríkissjóð. Útvarpsgjaldið er ekki markað RÚV eins og afnotagjaldið var. RÚV fær framlög úr ríkissjóði sem ákveðið er í fjárlögum og er ekki bein tenging á milli þess og tekna af útvarpsgjaldi.

     4.      Hve margir hafa starfað hjá RÚV árin 2000–2011?
    Í eftirfarandi töflu má sjá fjölda greiddra ársverka hjá RÚV árin 2000–2010. Þar sem tölurnar miðast við ársverk þá liggja ekki fyrir upplýsingar um árið 2011 en fjöldi starfandi hjá RÚV í janúar í ár voru 284. Fjölgun ársverka árið 2006 er vegna þess að verktakar, sem starfað höfðu fyrir RÚV, voru ráðnir sem starfsmenn en fjölgun greiddra ársverka árið 2007 er vegna biðlaunaréttar sem varð virkur þegar RÚV breyttist í opinbert hlutafélag.
Greidd ársverk*
2000 348
2001 328
2002 304
2003 310
2004 311
2005 308
2006 330
2007 353
2008 345
2009 306
2010 297


* Upplýsingar vegna áranna 2000–2007 eru fengnar úr launavinnslukerfi Fjársýslu ríkisins og miðast við
greidd ársverk í dagvinnu. Upplýsingar vegna áranna 2008–2010 eru fengnar frá RÚV og miðast einnig
við greidd ársverk í dagvinnu.