Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 628. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1103  —  628. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um stöður lækna á Landspítala.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hvaða breytingar hafa orðið á fjölda stöðugilda á Landspítala eftir starfsheitum lækna á síðustu fimm árum, sundurliðað á hvert ár?
     2.      Hefur verið skilgreint og áætlað hvernig hátta skal lágmarksmönnun lækna á deildir og í teymum á Landspítala svo að öryggi sjúklinga sé gætt? Ef ekki, stendur til að gera slíka áætlun?
     3.      Er gerð gæðaskráning, þ.e. skráð hve oft vaktir lækna á deildum eða í teymum eru illa mannaðar, svo sem hálfmannaðar eða ómannaðar?
     4.      Ef slík gæðaskráning er gerð er þá slík undirmönnun sundurgreind eftir sviðum eða deildum?
     5.      Telur ráðherra að læknaskortur sé orðinn að veruleika?


Skriflegt svar óskast.