Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 666. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1182  —  666. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um samning við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um mat á áhrifum skattabreytinga.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.



     1.      Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins af samningi sem gerður var við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands árið 2007 um mat á áhrifum skattabreytinga á árunum 1991– 2007?
     2.      Hver óskaði eftir samningnum af hálfu ráðuneytisins?
     3.      Hve margar voru greiðslurnar fyrir verkið, hvenær voru þær greiddar og hverjum?
     4.      Hefur verkefninu verið skilað til ráðuneytisins og ef svo er, hvernig nýtist það?
     5.      Getur almenningur skoðað verkefnið, hafi því verið skilað?
     6.      Verður óskað eftir endurgreiðslu hafi verkefninu ekki verið skilað?
     7.      Leitaði ráðuneytið til háskólasamfélagsins með fleiri verkefni af þessu tagi á síðasta áratug?
     8.      Hverjar voru verktakagreiðslur ráðuneytisins til háskólasamfélagsins í heild á þeim tíma?


Skriflegt svar óskast.