Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 713. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1236  —  713. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um endurútreikning gengistryggðra lána.

Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hefur ráðuneytið gefið út leiðbeiningar fyrir fjármálafyrirtækin um hvernig eigi að reikna ólögmæt gengistryggð lán í samræmi við lög nr. 151/2010? Ef svo er, hvernig eru þær leiðbeiningar? Ef ekki, af hverju?
     2.      Hvernig endurreikna fjármálafyrirtæki ólögmæt gengistryggð lán og er sú aðferðafræði í samræmi við 1. gr. laga nr. 151/2010? Óskað er skriflegra skýringa á aðferðafræðinni við útreikningana og sýnidæma um:
           a.      bílalán,
           b.      húsnæðislán,
           c.      önnur veðlán til einstaklinga, og
           d.      fyrirtækjalán?
     3.      Hvernig er eftirliti með endurútreikningi ólögmætra gengistryggðra lána háttað?
     4.      Af hverju tók það ráðuneytið um tvo mánuði frá samþykkt laga nr. 151/2010 að gefa út reglugerð sem heimilaði umboðsmanni skuldara að hafa eftirlit með útreikningum fjármálafyrirtækjanna?
     5.      Hver eru áhrifin af dómi Hæstaréttar nr. 604/2010, þess efnis að Hæstiréttur taldi að lengd lánstíma, ólík veð eða heimild til að breyta vöxtum hefðu ekki þýðingu er varðar ólögmæti gengistryggingar? Hvernig hefur ráðuneytið fylgt því eftir að fjármálafyrirtæki hlíti niðurstöðu dómsins?
     6.      Hver er afstaða ráðuneytisins til þess hvort lög nr. 151/2010 stangist á við 12. viðauka EES-samningsins um neytendavernd?



Skriflegt svar óskast.