Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 777. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1373  —  777. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sæstrengi.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.



     1.      Hverjir eru eigendur sæstrengjanna Danice, Farice, Cantat-3 og Greenland Connect og í hvaða hlutföllum er eignarhaldið?
     2.      Er ríkisábyrgð á sæstrengjunum? Hefur þurft að afskrifa skuldir vegna þeirra?
     3.      Hver er bandbreidd sæstrengjanna?
     4.      Hversu hátt hlutfall af hverjum þeirra um sig er í notkun og hverjir kaupa þjónustuna?
     5.      Vita stjórnvöld til þess að áformað sé að leggja fleiri strengi til eða frá landinu? Ef svo er, hvaða aðilar standa að því?


Skriflegt svar óskast.