Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 795. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1420  —  795. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um eftirlit með greiðslukortafærslum.

Frá Birgittu Jónsdóttur.



     1.      Fer fram eftirlit í Seðlabanka Íslands með erlendum færslum á íslensk greiðslukort? Ef svo er, á hvaða lagagrundvelli fer slíkt eftirlit fram og hver eru rökin fyrir eftirlitinu?
     2.      Er eftirlitið bundið við lágmarksfjárhæð og ef svo er, hver er hún?


Skriflegt svar óskast.