Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 840. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1513  —  840. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um hleranir.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.



     1.      Hvernig er ferli við umsókn og veitingu heimildar til hlerana?
     2.      Hve margar heimildir til hlerana voru „virkar“ 1. maí 2009, 1. maí 2010 og 1. maí 2011?
     3.      Hve margar heimildir til hlerana voru veittar árin 2009, 2010 og 2011? Hvaða aðilar, t.d. stofnanir, óskuðu eftir hlerunum? Hve mörgum umsóknum var hafnað?
     4.      Hjá hvers konar fyrirtækjum hefur verið hlerað framangreind ár, sundurliðað eftir fyrirtækjamerkingu Hagstofunnar? Hjá hve mörgum einstaklingum var hlerað á sama tíma?


Skriflegt svar óskast.