Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 810. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1606  —  810. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um verktakasamninga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir eru starfandi á verktakasamningum í ráðuneytinu?

Verktakar með samning við forsætisráðuneytið í maímánuði 2011.

Fjöldi verktaka Lýsing verks
1 Verkefnastjórnun viðburða og dagskrár í tengslum við hátíðahöld í tilefni af tveggja alda afmæli Jóns Sigurðssonar.
2 Ráðgjöf til starfshóps um mótun stefnu um sjálfstæðar úrskurðarnefndir.
1 Vinna fyrir nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn.
1 Kennsla á námskeiði innan Stjórnarráðsins um verkefnastjórnun.

    Við vinnslu svarsins var miðað við verktakasamninga við sérfræðinga sem starfa fyrir ráðuneytið við smíði frumvarpa, gerð skýrslna og greinargerða, greiningar eða aðra sérfræðivinnu á vegum ráðuneytisins. Svarið nær til þeirra sem sinna slíkum verkefnum á grundvelli sérstaks verktakasamnings eða samkvæmt samkomulagi við ráðuneytið þegar svarið er unnið, þ.e. í maímánuði 2011. Einungis eru tilteknir þeir aðilar sem eru að vinna afmörkuð verkefni fyrir ráðuneytið. Í samræmi við samskipti við fyrirspyrjanda við vinnslu svarsins eru ekki tilteknir verktakasamningar við iðnaðarmenn, hönnuði eða ræstingafólk.