Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 888. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1719  —  888. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um húsnæðiskostnað.

Frá Birgittu Jónsdóttur.



     1.      Hversu hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum heimilis hefur húsnæðiskostnaður hérlendis verið að meðaltali árin 2000–2010, sundurliðað eftir árum? Í hverju felst sá húsnæðiskostnaður?
     2.      Hversu hár hefur sambærilegur kostnaður verið í grannlöndum, eins og t.d. í Noregi og Svíþjóð, á árunum 2000–2010? Og hvert hefur hlutfall hans verið af ráðstöfunartekjum í þeim löndum, sundurliðað eftir árum?
     3.      Liggur fyrir opinber stefna um æskilegan húsnæðiskostnað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eftir skatt og ef svo er, hvert er það kostnaðarhlutfall?


Skriflegt svar óskast.