Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 813. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1746  —  813. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um verktakasamninga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir eru starfandi á verktakasamningum í ráðuneytinu?

    Eftirfarandi eru upplýsingar um fjölda verktaka og lýsing á verkefnum þeirra fyrir ráðuneytið í maí síðastliðnum:

Fjöldi Verklýsing
3 Málefni sparisjóðanna, svo sem Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur.
1 Lögfræðileg ráðgjöf í tengslum við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave og samskipti við ESA.
1 Öflun og greining tölfræðiupplýsinga um lífeyrismál og mat á lífeyrisskuldbindingum.
3 Úrskurðir fyrir kærunefnd útboðsmála.
1 Þarfagreining og rýmisáætlun starfsemi ráðuneytisins í Arnarhvoli.
1 Þýðingar á ýmsum skjölum fyrir fjármálaráðuneytið.
1 Gerð skýrslu um mat á áhrifum af beitingu bresku hryðjuverkalaganna fyrir íslensk fyrirtæki.
2 Ráðgjöf og samstarfsverkefni um þróun rafrænna skilríkja.
1 Málflutningur f.h. ríkissjóðs vegna þjóðlendna.
1 Gerð skýrslu um endurreisn viðskiptabankanna.
1 Ráðgjöf og önnur aðstoð við ráðningu starfsfólks.

    Við vinnslu svarsins var miðað við verktakasamninga við sérfræðinga sem starfa fyrir ráðuneytið við smíði frumvarpa og gerð skýrslna, við greinargerðir, greiningar eða aðra sérfræðivinnu. Svarið nær til þeirra sem sinna slíkum verkefnum á grundvelli sérstaks verktakasamnings eða samkvæmt öðru samkomulagi við ráðuneytið þegar svarið er unnið, þ.e. í maímánuði 2011. Einungis eru tilteknir þeir aðilar sem eru að vinna afmörkuð verkefni fyrir ráðuneytið. Í samræmi við samskipti við fyrirspyrjanda við vinnslu svarsins eru ekki tilteknir verktakasamningar við iðnaðarmenn, hönnuði eða ræstingafólk.