Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 814. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1811  —  814. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um verktakasamninga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir eru starfandi á verktakasamningum í ráðuneytinu?

    Þau verkefni sem unnin eru af verktökum fyrir iðnaðaráðuneytið í maí 2011 eru eftirfarandi:

    Fjöldi    Viðfangsefni
         1    Sérfræðivinna við vatnalagafrumvarp.
         1    Sérfræðivinna við þýðingu lagafrumvarps.
         1    Sérfræðivinna við skýrslugerð um orkunýtingu.
         1    Sérfræðivinna um sviðsmyndagreiningu í þróun stóriðjumöguleika.
         1    Sérfræðivinna vegna viðbragða við gosinu í Grímsvötnum.

    Svarið nær til allra þeirra sem vinna sérfræðivinnu fyrir ráðuneytið á grundvelli verktakasamnings eða sérstaks samkomulags við smíði frumvarpa, skýrslugerð eða aðra sérfræðivinnu á vegum ráðuneytisins.