Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 819. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1818  —  819. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um verktakasamninga.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir eru starfandi á verktakasamningum í ráðuneytinu?

    Tveir aðilar vinna sérfræðistörf á verktakasamningi við velferðarráðuneytið. Í öðru tilvikinu er um að ræða sérfræðing sem vinnur sérfræðistörf sem lúta að húsnæðismálum og starfaði hann meðal annars með samráðshópi um húsnæðisstefnu. Ráðuneytið greiðir einn þriðja af vinnu viðkomandi sérfræðings en Íbúðalánasjóður tvo þriðju. Í hinu tilvikinu er um að ræða sérfræðing sem er formaður nefndar um vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur og úrræði á sviði starfs- og endurmenntunar. Enn fremur stjórnar viðkomandi vinnuhópi um samhæfingu vinnumála- og menntastefnu en í því felst meðal annars umsjón með verkefninu Nám er vinnandi vegur fyrir hönd velferðarráðuneytis. Hvorugur þessara sérfræðinga hefur starfsaðstöðu í ráðuneytinu.