Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 553. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1839  —  553. mál.




Svar



efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um afskriftir í fjármálakerfinu.

    Fjármálaeftirlitið, og eftir atvikum Seðlabanki Íslands, safna upplýsingum frá eftirlitsskyldum aðilum í samræmi við þau eftirlitshlutverk sem þessum stofnunum eru falin og fór ráðuneytið fram á að Fjármálaeftirlitið tæki saman svör við fyrirspurninni eftir því sem tök væru á. Er í svarinu byggt á upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Stofnunin vekur athygli á að fyrir árin 2006–2008 eru tölur frá tveimur stærstu bönkunum en fyrir árin 2009–2010 eru tölur frá þremur stærstu bönkunum. Enn fremur lætur stofnunin þess getið að upplýsingunum beri að taka með þeim fyrirvara að bankarnir kunni að gefa sér mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum.

     1.      Hverjar hafa verið árlegar heildarafskriftir í fjármálakerfinu sl. 5 ár?

2006 5.936.470.579
2007 2.428.244.642
2008 6.076.101.998
2009–2010 503.296.561.150

     2.      Hversu miklar voru þessar afskriftir hjá lögaðilum annars vegar og einstaklingum hins vegar?
Einstaklingar Lögaðilar
2006 2.070.851.902 3.865.618.677
2007 943.489.263 1.484.755.379
2008 1.175.266.550 4.900.835.448
2009–2010 22.412.922.613 480.884.638.537

     3.      Hvernig skiptust afskriftirnar á milli fyrirtækja og einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar?

Lögaðilar höfuðborgarsvæðið Einstaklingar höfuðborgarsvæðið Lögaðilar landsbyggðin Einstaklingar landsbyggðin Óflokkað lögaðilar Óflokkað einstaklingar
2006 2.332.091.950 1.118.507.113 809.916.738 433.343.391 723.609.989 519.001.398
2007 944.847.312 496.400.824 427.109.359 232.724.977 112.798.708 214.363.462
2008 3.093.793.914 651.485.281 438.065.943 190.941.820 1.368.975.591 332.839.449
2009–2010 440.106.840.336 14.528.944.569 24.442.686.666 3.718.442.462 16.335.111.535 4.165.535.582

     4.      Hvernig skiptust afskriftirnar á milli helstu atvinnugreina og hverjar voru þessar afskriftir sem hlutfall af heildarútlánum til viðkomandi atvinnugreina?

Byggingastarfsemi Verslun Sjávarútvegur/
fiskveiðar/vinnsla
Fasteignafélög/
fasteignaviðskipti
2006 204.463.503 619.504.916 338.867.899 271.291.208
2007 100.060.225 138.208.565 19.693.794 18.186.212
2008 349.233.725 1.418.864.527 170.965.857 181.879.013
2009–2010 25.293.365.239 29.589.588.857 10.529.116.789 34.536.814.023

Þjónusta, fjármft., samg. og flutningur Iðnaður/landbún./ matvælaiðnaður Annað Samtals
2006 624.980.719 457.389.269 1.349.121.163 3.865.620.683
2007 397.865.660 220.979.214 589.761.709 1.484.757.386
2008 321.076.657 139.250.192 2.319.565.477 4.900.837.456
2009–2010 19.566.282.944 15.583.528.024 345.783.448.333 480.882.144.209

    Því miður fékkst ekki svar við seinni hluta spurningarinnar um hverjar voru afskriftir sem hlutfall af heildarútlánum til viðkomandi atvinnugreina.