Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 152. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 152  —  152. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um tjón af manngerðum jarðskjálfta.

Frá Björgvin G. Sigurðssyni.


     1.      Hver er skilgreiningin á manngerðum jarðskjálfta, með tilliti til þeirra áhrifa sem niðurdæling vegna jarðhitanýtingar hefur á jarðlög og jarðskjálfta?
     2.      Er það hlutverk Viðlagatryggingar Íslands að bæta tjón á mannvirkjum sem hlotist getur af jarðskjálfta tilkomnum vegna niðurdælingar? Ef ekki, hvert ber tjónþola að leita út af slíku tjóni?