Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 208. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þskj. 213  —  208. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um uppskiptingu eigna gömlu bankanna.



Frá Lilju Mósesdóttur.



     1.      Voru endanlegar ákvarðanir um yfirfærslu eigna frá gömlu bönkunum þremur til hinna nýju í kjölfar yfirtöku Fjármálaeftirlitsins í október 2008 teknar án fyrirvara? Ef ekki, hverjir voru þeir fyrirvarar?
     2.      Voru veðsett útlán og útlán sem heyrðu undir reglur um sértryggð skuldabréf flutt yfir í nýju bankana öndvert við það sem staðlaðar forsendur Fjármálaeftirlitsins gerðu ráð fyrir eins og þeim er lýst í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna? Ef ekki, á forræði hvers eru lánin og hafa verið?
     3.      Hafa nýju bankarnir með hliðsjón af reglum skuldabréfa- og kröfuréttarins formlega löglega heimild til að innheimta umrædd lán? Ef ekki, er skuldurum þá heimilt að synja þeim um greiðslu lánanna?
     4.      Hefur yfirlýsingu Fjármálaeftirlitsins um uppskiptingu eigna gömlu og nýju bankanna verið þinglýst á fasteignir sem standa til tryggingar umræddum lánum? Ef svo er, hverjar eru ástæður þinglýsingar og hvaða þýðingu hefur hún?
     5.      Hefur yfirfærsla eigna frá gömlu bönkunum til hinna nýju leitt til mótbárumissis skuldara og réttindamissis þriðja aðila? Ef svo er, í hvaða tilvikum?


Skriflegt svar óskast.