Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 218. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 223  —  218. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um raunvexti á innlánum í bankakerfinu.

Frá Pétri H. Blöndal.


     1.      Hver hefur verið fjárhæð innlána í bankakerfinu árin 2006–2011? Svar óskast sundurliðað á eftirfarandi hátt:
              a.      ársfjórðungum frá fyrsta ársfjórðungi 2006 til þriðja ársfjórðungs 2011,
              b.      hvort innlán eru verðtryggð eða óverðtryggð og samanlagt,
              c.      hvort eigandinn er innlendur eða útlendur,
              d.      hvort eigandinn er einstaklingur, einkafyrirtæki, sveitarfélag, ríkið eða annað.
     2.      Hverjir eru meðalársvextir á þessi innlán skv. 1. tölul. í prósentum?
     3.      Hver er raunávöxtun þessara innlána miðað við neysluverðsvísitölu fyrir og eftir fjármagnstekjuskatt á ársgrundvelli?
     4.      Hver er raunávöxtun þessara innlána miðað við gengi evru fyrir og eftir fjármagnstekjuskatt á ársgrundvelli?


Skriflegt svar óskast.