Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 174. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 247  —  174. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um ráðningar starfsmanna.


     1.      Hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa, annarra en afleysinga, í ráðuneytinu án þess að starfið væri auglýst árin 2007–2011, sundurliðað eftir árum?
    Á árinu 2007 var enginn starfsmaður ráðinn án auglýsinga.
    Á árinu 2008 voru fimm starfsmenn ráðnir til tímabundinna verkefna, m.a. samkvæmt reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, einkum vegna neyðarástands á fjármálamörkuðum og brýnna aðgerða í efnahagsmálum.
    Á árinu 2009 var einn starfsmaður ráðinn til tímabundinna verkefna, sbr. reglur nr. 464/ 1996, og fimm starfsmenn voru fluttir til í starfi innan Stjórnarráðsins á grundvelli ákvæða laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, um tilflutning innan Stjórnarráðsins.
    Á árinu 2010 voru tveir starfsmenn fluttir til verkefna hjá ráðuneytinu tímabundið í eitt ár á grundvelli vistaskipta milli ráðuneyta.
    Það sem af er árinu 2011 hefur enginn starfsmaður verið ráðinn án auglýsingar.

     2.      Hversu margir þessara starfsmanna eru nú starfandi í ráðuneytinu?
    Af umræddum starfsmönnum sem komið hafa til starfa til ráðuneytisins síðastliðin tæp fimm ár eru fimm enn í starfi hjá ráðuneytinu. Þrír af þeim komu til starfa samkvæmt ákvæðum starfsmannalaga nr. 70/1996 um tilflutning milli ráðuneyta og tveir eru í starfi á grundvelli vistaskiptasamninga á milli ráðuneyta.