Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 295  —  178. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um ráðningar starfsmanna.


     1.      Hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa, annarra en afleysinga, í velferðarráðuneytinu og þar á undan í heilbrigðisráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu án þess að starfið væri auglýst árin 2007–2011, sundurliðað eftir árum?
    Hjá velferðarráðuneytinu og þar á undan í heilbrigðisráðuneytinu og félags- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið ráðið í eftirfarandi störf, önnur en til afleysinga, án þess að starfið væri auglýst árin 2007–2011, sundurliðað eftir árum:

Skýring
Árið 2007:
Sérfræðingur Fyrst verkefnaráðinn tímabundið en svo ráðinn ótímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Fyrst verkefnaráðinn tímabundið en svo ráðinn ótímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Ráðinn tímabundið sem starfsmaður nefnda (hlutastarf)
Sérfræðingur Fyrst ráðinn tímabundið og svo ótímabundið
Sérfræðingur Ráðinn tímabundið
Samtals 8 starfsmenn
Árið 2008:
Sérfræðingur Ráðinn tímabundið sem starfsmaður nefndar (hlutastarf)
Móttökuritari Ráðinn í framhaldi af árangurslausri auglýsingu, fyrst tímabundið
Sérfræðingur Fluttur til ráðuneytisins frá úrskurðarnefnd almannatrygginga
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Fluttur til ráðuneytisins frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur Fluttur til ráðuneytisins frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið og verður svo starfsmaður fjögurra ráðuneyta
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Tímabundin ráðning
Samtals 10 starfsmenn
Árið 2009:
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið, kom frá forsætisráðuneyti
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Fyrst ráðinn tímabundið og svo samkvæmt auglýsingu
Samtals 5 starfsmenn
Árið 2010:
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Sérfræðingur Verkefnaráðinn tímabundið
Samtals 2 starfsmenn
Árið 2011:
Samtals 0 starfsmenn

    Samtals eru þetta því 25 ráðningar á árunum 2007–2011 en um er að ræða 24 starfsmenn þar sem einn starfsmaður var tvisvar verkefnaráðinn á þessu árabili.

     2.      Hversu margir þessara starfsmanna eru nú starfandi í ráðuneytinu?
    Af þessum starfsmönnum eru níu nú starfandi í ráðuneytinu og þar af er einn starfsmaður sem ráðinn var tímabundið en var síðan ráðinn ótímabundið eftir að starfið var auglýst og þrír sem fluttir voru til ráðuneytisins frá stofnunum ráðuneytisins.