Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 275. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 303  —  275. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um símhleranir.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvernig er eftirliti háttað með símafyrirtækjum sem annast tengingar fyrir hleranir sem lögreglan sinnir á grundvelli fyrirliggjandi dómsúrskurðar?
     2.      Hvernig er eftirliti háttað með þeim einstaklingum sem annast slíkar tengingar í símafyrirtækjunum og af hverju er bakgrunnur slíkra einstaklinga ekki skoðaður eins og fram kemur í fjölmiðli 10. nóvember sl.?
     3.      Eru dæmi þess að símafyrirtækin hleri á eigin spýtur eða starfsmenn sem þar vinna og ef svo er, um hve mörg dæmi er að ræða?
     4.      Eru dæmi um að símafyrirtæki eða starfsmenn á þeirra vegum fletti upp og skoði símanúmer sem neytendur eiga samskipti um án hlerana?
     5.      Telur ráðherra þörf á að setja sérstakar reglur eða lög um eftirlit með símafyrirtækjum hvað hleranir varðar og ef svo er, hvenær er slíkra reglna eða frumvarpa að vænta?
     6.      Hvernig er eignarhaldi á stærstu símafyrirtækjunum á Íslandi háttað?


Skriflegt svar óskast.