Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 299. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þskj. 337  —  299. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um undanþágur frá banni við því að aðilar
utan EES öðlist eignarrétt og afnotarétt yfir fasteignum.


Frá Lilju Mósesdóttur.



     1.      Hversu margar undanþágur hafa verið veittar frá ákvæðum laga nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem banna aðilum utan Evrópska efnahagssvæðisins að öðlast eignarrétt og afnotarétt yfir fasteignum?
     2.      Hverjum voru veittar undanþágur samkvæmt lögunum, hvenær og hvers vegna, og um hvaða fasteign, landsvæði eða réttindi var að ræða í hverju tilviki, sundurliðað eftir kjördæmum og sveitarfélögum?


Skriflegt svar óskast.