Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 309. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 363  —  309. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um mælingar á mengun frá virkjun og borholum
Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hafa farið fram mælingar á mengun frá virkjun og borholum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði? Ef svo er, sýna mælingarnar þá mengun yfir mörkum á eftirtöldum stöðum:
                  a.      í Reykjavík,
                  b.      í Hafnarfirði,
                  c.      í Garðabæ,
                  d.      í Mosfellsbæ,
                  e.      á Seltjarnarnesi,
                  f.      í Kópavogi,
                  g.      í Hveragerði,
                  h.      á Selfossi og
                  i.      á Hólmsheiði?
     2.      Hvaða efnasambönd sem eru óholl mönnum og dýrum mældust yfir mörkum og í hversu miklu magni?
     3.      Til hvaða ráða er ætlunin að grípa til að stemma stigu við menguninni?


Skriflegt svar óskast.