Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 325. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 386  —  325. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um Náttúruminjasafn Íslands.

Frá Siv Friðleifsdóttur.


     1.      Eru gripir Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, aðgengilegir og til sýnis eins og lög gera ráð fyrir?
     2.      Kemur til greina að finna safninu samastað í húsnæði sem fyrir er, svo sem í Þjóðmenningarhúsinu?
     3.      Hefur starfshópur skipaður fulltrúum ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, sem kallaður var saman að nýju árið 2009 til að fara yfir mögulegan húsakost fyrir Náttúruminjasafnið, skilað af sér niðurstöðum? Ef svo er ekki, hvenær er þess að vænta?