Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 353. máls.

Þingskjal 429  —  353. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin).
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 67/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn eftirfarandi gerðir:
     1.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin).
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðanna sem hér um ræðir, en þær fela ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðunum sjálfum.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin).
    Tilskipun 2005/32/EB um kröfur um visthönnun vöru sem notar orku var tekin upp í EES- samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 102/2007. Markmið þeirrar tilskipunar var að tryggja frjálst flæði vöru sem m.a. er hönnuð með betri orkunýtni í huga svo draga megi úr orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku.
    Tilskipuninni hefur verið breytt oftar en einu sinni og er hún endurútgefin með tilskipun 2009/125/EB. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar frá eldri tilskipun og má þar helst nefna að í stað þess að tala um „vörur sem nota orku“ (energy-using products) eins og gert var í upphaflegu tilskipuninni frá 2005 er í tilskipun 2009/125/EB talað um „orkutengdar vörur“ (energy-related products).

4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur.
    Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 245/2009 er kveðið nánar á um þær kröfur sem gerðar eru til visthönnunar vegna flúrlampa samkvæmt tilvísun í tilskipun 2005/32/EB. Með reglugerð nr. 347/2010 eru gerðar tilteknar breytingar á reglugerð nr. 245/2009 er lúta að því að komið verði í veg fyrir óæskileg áhrif á afköst og aðgengi að vörum sem fjallað er um í reglugerð nr. 245/2009.

5. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing tilskipunar 2009/125/EB kallar á breytingar á lögum nr. 42/2009, um visthönnun vöru sem notar orku. Fyrirhugað er að iðnaðarráðherra leggi á yfirstandandi löggjafarþingi fram frumvarp til slíkra lagabreytinga til innleiðingar á tilskipuninni. Þegar sú lagabreyting hefur verið gerð er jafnframt unnt að innleiða umrædda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 á grundvelli þeirra laga. Þessar laga- og reglugerðarbreytingar munu ekki hafa í för með sér teljandi efnahagslegar eða stjórnsýslulegar afleiðingar.


Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 67/2011

frá 1. júlí 2011

um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) og IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        II. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2011 frá 11. febrúar 2011 ( 1 ).

2)        IV. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2011 frá 1. apríl 2011 ( 2 ).

3)        Fella ber inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin) ( 3 ).

4)        Fella ber inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur ( 4 ).

5)        Samkvæmt ákvæðum tilskipunar 2009/125/EB fellur úr gildi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB ( 5 ), en sú gerð hefur verið felld inn í samninginn og ber því að fella hana úr samningnum.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Ákvæði IV. kafla II. viðauka við samninginn breytist sem hér segir:

1.         Texti 6. liðar (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB) hljóði svo:

        „ 32009 L 0125: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin) (Stjtíð. ESB L 285, 31.10.2009, bls. 10).

        Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

        EFTA-ríkin skulu taka fullan þátt í starfi nefndarinnar sem var sett á laggirnar samkvæmt 19. gr. en þau hafa ekki atkvæðisrétt.“

2.         Eftirfarandi undirliður bætist við í 10. lið (reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 244/2009):

        „–     32010 R 0347: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 (Stjtíð. ESB L 104, 24.4.2010, bls. 20).“

2. gr.


Ákvæði IV. viðauka við samninginn breytist sem hér segir:

1.         Texti 26. liðar (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB) hljóði svo:

        „ 32009 L 0125: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur (endurútgefin) (Stjtíð. ESB L 285, 31.10.2009, bls. 10).

        Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

        EFTA-ríkin skulu taka fullan þátt í starfi nefndarinnar sem var sett á laggirnar samkvæmt 19. gr. en þau hafa ekki atkvæðisrétt.“

2.         Eftirfarandi bætist við í 34. lið (reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009):

        „eins og henni var breytt með:

        –          32010 R 0347: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 347/2010 frá 21. apríl 2010 (Stjtíð. ESB L 104, 24.4.2010, bls. 20).“

3. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 347/2010 og tilskipunar 2009/125/EB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

4. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 2. júlí 2011, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

5. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 1. júlí 2011.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar

Kurt Jäger

formaður.

Fylgiskjal II.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2009/125/EB
frá 21. október 2009
um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur
(endurútgefin)


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 95. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 2 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/ EB frá 6. júlí 2005 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar vörur sem nota orku ( 3 ) hefur verið breytt í veigamiklum atriðum. Þar sem um frekari breytingar verður að ræða, sem takmarkast algerlega við rýmkun gildissviðs tilskipunarinnar svo hún taki til allra orkutengdra vara, er rétt að endurútgefa hana til glöggvunar.
2)          Misræmi í lögum eða stjórnsýsluráðstöfunum, sem aðildarríkin samþykkja í tengslum við visthönnun orkutengdra vara getur skapað viðskiptahindranir og valdið röskun á samkeppni innan Bandalagsins og gæti þar með haft bein áhrif á stofnun og starfsemi innri markaðarins. Samræming landslaga er eina leiðin til að koma í veg fyrir slíkar viðskiptahindranir og ósanngjarna samkeppni. Rýmkun gildissviðs svo það nái yfir allar orkutengdar vörur tryggir að hægt sé að samræma kröfur varðandi visthönnun fyrir allar mikilvægar orkutengdar vörur á vettvangi Bandalagsins.
3)          Orkutengdar vörur eru stór hluti af náttúruauðlinda- og orkunotkun í Bandalaginu. Þær hafa einnig ýmis önnur mikilvæg umhverfisáhrif. Flestir vöruflokkarnir, sem eru á markaði í Bandalaginu, hafa mismikil umhverfisáhrif þótt þeir hafi sambærilega virkni. Með tilliti til sjálfbærrar þróunar skal hvetja til stöðugra umbóta á heildarumhverfisáhrifum þessara vara, einkum með því að greina helstu upptök neikvæðra umhverfisáhrifa og komast hjá flutningi mengunar, ef þessar umbætur hafa ekki óhóflegan kostnað í för með sér.
4)          Margar orkutengdar vörur búa yfir miklum möguleikum til umbóta hvað varðar að draga úr umhverfisáhrifum og ná fram orkusparnaði með betri hönnun sem einnig leiðir til sparnaðar fyrir fyrirtæki og endanlega notendur. Til viðbótar við vörur sem nota, framleiða, flytja eða mæla orku gætu ákveðnar orkutengdar vörur, þ.m.t. vörur sem notaðar eru til byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar eins og gluggar, einangrunarefni eða tilteknar vörur sem ætlaðar eru fyrir vatnsnotkun, t.d. sturtuhausar eða kranar, einnig stuðlað að verulegum orkusparnaði við notkun.
5)          Visthönnun er mikilvægur þáttur í áætlun Bandalagsins um samþætta vörustefnu. Visthönnun felur í sér fyrirbyggjandi nálgun sem er ætlað að hámarka vistvænleika vara jafnframt því að viðhalda notagildi þeirra og veita framleiðendum, neytendum og samfélaginu í heild raunveruleg, ný tækifæri.
6)          Umbætur í orkunýtni, þar sem einn af mögulegum kostum er aukin orkunýtni við raunnotkun rafmagns, teljast stuðla verulega að því að markmið um losun gróðurhúsalofttegunda náist í Bandalaginu. Raforka er sá orkunotkunarflokkur þar sem eftirspurn vex hvað hraðast og er því spáð að hann muni vaxa á næstu tuttugu til þrjátíu árum ef ekki verður gripið til stefnumótandi aðgerða til að vega upp á móti þessari þróun. Unnt er að draga verulega úr orkunotkun eins og framkvæmdastjórnin leggur til í Evrópuáætluninni um loftslagsbreytingar. Loftslagsbreytingar eru eitt af forgangsverkefnum sjöttu aðgerðaáætlunar Bandalagsins á sviði umhverfismála sem mælt er fyrir um í ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1600/ 2002/EB ( 1 ). Orkusparnaður er kostnaðarhagkvæmasta leiðin til að auka afhendingaröryggi og treysta minna á innflutning. Því skal samþykkja víðtækar ráðstafanir og markmið til að hafa áhrif á eftirspurnina.
7)          Grípa skal til aðgerða á hönnunarstigi orkutengdra vara þar sem svo virðist sem mengun, sem kemur upp á vistferli vörunnar, ákvarðist á því stigi og helsti kostnaðurinn verði til þá.
8)          Setja skal heildstæðan ramma fyrir beitingu krafna varðandi visthönnun í Bandalaginu að því er varðar orkutengdar vörur í því skyni að tryggja frjálsan flutning þeirra vara sem uppfylla kröfurnar og til að bæta áhrif þeirra á umhverfið í heild. Slíkar kröfur Bandalagsins skulu vera í samræmi við meginreglur um sanngjarna samkeppni og alþjóðaviðskipti.
9)          Við setningu krafna varðandi visthönnun skal tillit tekið til markmiða og forgangsverkefna sjöttu aðgerðaáætlunar Bandalagsins á sviði umhverfismála, þ.m.t., eftir því sem við á, viðeigandi markmið viðkomandi þemaáætlana fyrrgreindrar aðgerðaáætlunar.
10)          Markmiðið með þessari tilskipun er að ná fram öflugri umhverfisvernd með því að draga úr hugsanlegum umhverfisáhrifum orkutengdra vara en það mun að lokum hafa jákvæð áhrif fyrir neytendur og aðra endanlega notendur. Sjálfbær þróun krefst þess einnig að tilhlýðilegt tillit sé tekið til heilbrigðis-, félags- og fjárhagslegra áhrifa fyrirhugaðra ráðstafana. Umbætur í orku- og auðlindanýtni vara stuðla að öryggi við afhendingu orku og minna álagi á náttúruauðlindir sem eru forsendur fyrir traustu atvinnulífi og þar af leiðandi sjálfbærri þróun.
11)          Aðildarríki, sem telur nauðsynlegt að viðhalda innlendum ákvæðum á grundvelli þarfa sem vega þyngra í tengslum við umhverfisvernd eða að setja ný ákvæði, sem byggjast á nýrri vísindaþekkingu í tengslum við umhverfisvernd, vegna vandkvæða, sem koma upp í viðkomandi aðildarríki eftir að gildandi framkvæmdarráðstafanir hafa verið samþykktar, er heimilt að gera það samkvæmt skilyrðunum sem mælt er fyrir um í 4., 5. og 6. mgr. 95. gr. sáttmálans þar sem kveðið er á um fyrirframtilkynningu til framkvæmdastjórnarinnar og samþykki frá henni.
12)          Í því skyni að hámarka ávinning af bættri vöruþróun fyrir umhverfið getur verið nauðsynlegt að gera neytendum grein fyrir umhverfiseiginleikum og vistvænleika orkutengdra vara og að veita neytendum ráðgjöf um hvernig skuli nota vörurnar á umhverfisvænan hátt.
13)          Stefnan, sem er sett fram í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 18. júní 2003 undir yfirskriftinni „Samþætt vörustefna – grunnur vistferilshugsunar í umhverfismálum“ og er mikilvægur nýsköpunarþáttur sjöttu aðgerðaáætlunar Bandalagsins á sviði umhverfismála, miðar að því að draga úr umhverfisáhrifum vara á öllum vistferli þeirra, þ.m.t. við val og notkun á hráefnum, framleiðslu, pökkun, flutning og dreifingu, uppsetningu og viðhald, notkun og þegar varan er úr sér gengin. Ef tekið er tillit til umhverfisáhrifa vöru á öllum vistferli hennar þegar á hönnunarstigi eru miklar líkur á því að unnt sé að stuðla að umhverfisumbótum á kostnaðarhagkvæman hátt, þ.m.t. auðlindanýtni og efnisnýtni, og stuðla þannig að því að markmiðum þemaáætlunarinnar um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda verði náð. Nægur sveigjanleiki skal vera fyrir hendi til að unnt sé að fella þennan þátt inn í vöruhönnunina og taka jafnframt tillit til tæknilegra, starfrænna og efnahagslegra þátta.
14)          Þótt heildarnálgun með tilliti til vistvænleika sé æskileg skal líta svo á að það sé forgangsmarkmið í umhverfismálum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með aukinni orkunýtni þar til vinnuáætlun hefur verið samþykkt.
15)          Það getur verið nauðsynlegt og réttmætt að setja sértækar, magnbundnar kröfur að því er varðar visthönnun fyrir sumar vörur eða umhverfisþætti þeirra í því skyni að tryggja að umhverfisáhrifum þeirra sé haldið í lágmarki. Með hliðsjón af því hversu brýnt er að stuðla að því að skuldbindingar innan ramma Kýótóbókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar séu uppfylltar og með fyrirvara um samþættu aðferðina sem mælt er með í þessari tilskipun skal veita vissan forgang þeim ráðstöfunum sem miklar líkur eru á að dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda með litlum tilkostnaði. Slíkar ráðstafanir geta einnig stuðlað að sjálfbærri notkun auðlinda og verið mikilvægt framlag til rammaáætlana til tíu ára um sjálfbæra framleiðslu og neyslu sem voru samþykktar á leiðtogafundi um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg sem fram fór 26. ágúst til 4. september 2002.
16)          Að meginreglu til, og eftir því sem við á, skal draga úr orkunotkun orkutengdra vara í reiðuham eða þegar slökkt er á þeim að því marki sem er nauðsynlegt til að þær starfi rétt.
17)          Þótt líta beri á þær vörur og tækni sem skila bestum árangri og eru tiltækar á markaði, þ.m.t. á alþjóðlegum markaði, sem viðmiðun skal ákvarða umfang krafna varðandi visthönnun á grundvelli tækni-, efnahags- og umhverfisgreiningar. Sveigjanleiki í aðferðum við að ákvarða kröfurnar getur auðveldað skjótar umbætur á vistvænleika. Hafa skal samráð við hagsmunaaðila og skulu þeir taka virkan þátt í þessari greiningu. Ákvörðun skyldubundinna ráðstafana krefst viðeigandi samráðs við hlutaðeigandi aðila. Slíkt samráð getur undirstrikað þörfina á innleiðingu í áföngum eða bráðabirgðaráðstöfunum. Innleiðing bráðabirgðamarkmiða gerir stefnuna fyrirsegjanlegri, gerir kleift að aðlaga vöruþróunarferlin og auðveldar hagsmunaaðilum að gera langtímaáætlanir.
18)          Veita skal annars konar aðgerðum forgang, s.s. sjálfseftirliti atvinnulífsins, ef líklegt er að með slíkri aðferð náist stefnumiðin á skjótari hátt eða með minni tilkostnaði en ef fylgt er lögboðnum kröfum. Nauðsynlegt getur verið setja lagaákvæði ef markaðsöfl þróast ekki í rétta átt eða á viðunandi hraða.
19)          Sjálfseftirlit, þ.m.t. frjálsir samningar á formi einhliða skuldbindinga af hálfu atvinnulífsins, getur hraðað ferlinu vegna skjótrar og kostnaðarhagkvæmrar framkvæmdar og gefur möguleika á sveigjanlegri og viðeigandi aðlögun að tæknilegum valkostum og markaðsaðstæðum.
20)          Við mat á frjálsum samningum eða öðrum ráðstöfunum til sjálfseftirlits, sem sett eru fram sem valkostir í stað framkvæmdarráðstafana, skulu upplýsingar vera tiltækar um a.m.k. eftirfarandi atriði: frjálsa þátttöku, virðisauka, fulltrúa, magnbundin og þrepaskipt markmið, þátttöku borgaralegs samfélags, vöktun og skýrslugjöf, kostnaðarhagkvæmni við stjórnun framtaksverkefnis um sjálfseftirlit og sjálfbærni.
21)          Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 17. febrúar 2002 undir yfirskriftinni „Samningar um umhverfismál á vettvangi Bandalagsins innan ramma aðgerðaáætlunar um einföldun og umbætur á lagaumhverfinu“ gæti verið að finna gagnlegar leiðbeiningar við mat á sjálfseftirliti iðnaðarins með tilliti til þessarar tilskipunar.
22)          Þessi tilskipun ætti einnig að hvetja til samþættingar visthönnunar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og í mjög litlum fyrirtækjum. Hægt er að greiða fyrir slíkri samþættingu með miklu framboði á og greiðum aðgangi að upplýsingum sem varða sjálfbærni vara þeirra.
23)          Orkutengdar vörur, sem uppfylla kröfur varðandi visthönnun, sem mælt er fyrir um í framkvæmdaráðstöfunum þessarar tilskipunar, skulu merktar CE-merkinu og þeim fylgja viðeigandi upplýsingar til þess að unnt sé að setja þær á innri markað og tryggja frjálsan flutning þeirra. Ströng framfylgd framkvæmdarráðstafana er nauðsynleg til að draga úr umhverfisáhrifum reglufestra, orkutengdra vara og til að tryggja sanngjarna samkeppni.
24)          Við samningu framkvæmdarráðstafana og vinnuáætlunar skal framkvæmdastjórnin hafa samráð við fulltrúa aðildarríkjanna sem og þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta í tengslum við viðkomandi vöruflokk, s.s. atvinnulífið, þ.m.t. lítil og meðalstór fyrirtæki og handverksfyrirtæki, stéttarfélög, kaupmenn, smásalar, innflytjendur, umhverfisverndarsamtök og neytendasamtök.
25)          Við undirbúning framkvæmdarráðstafana skal framkvæmdastjórnin taka tilhlýðilegt tillit til gildandi landslöggjafar í umhverfismálum, einkum að því er varðar eiturefni, sem aðildarríkin telja að ætti að viðhalda, án þess að dregið sé úr núverandi og réttlætanlegu verndarstigi í aðildarríkjunum.
26)          Taka skal tillit til þeirra aðferðareininga og reglna sem eru ætluð til notkunar í tilskipunum um tæknilega samhæfingu og settar eru fram í ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins 768/2008/ EB frá 9. júlí 2008 um sameiginlegan ramma um markaðssetningu á vörum ( 1 ).
27)          Eftirlitsyfirvöld skulu skiptast á upplýsingum um fyrirhugaðar ráðstafanir innan gildissviðs þessarar tilskipunar með það í huga að bæta eftirlit með markaðnum með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/ 2008 frá 9. júlí 2008 um kröfur varðandi faggildingu og markaðseftirlit í tengslum við markaðssetningu á vörum ( 1 ). Í slíku samstarfi skal nota til hins ýtrasta rafræn samskipti og viðeigandi áætlanir Bandalagsins. Greiða skal fyrir upplýsingaskiptum að því er varðar vistvænleika vistferlisins og árangur af hönnunarlausnum. Söfnun og miðlun þeirrar þekkingar, sem kemur til vegna framlags framleiðenda í tengslum við visthönnun, er einn mikilvægasti ávinningurinn af þessari tilskipun.
28)          Þar til bær aðili er yfirleitt opinber aðili eða einkaaðili sem opinber yfirvöld útnefna og hann leggur fram nauðsynlega tryggingu fyrir því að sú tæknilega þekking, sem þarf við sannprófun á vöru með tilliti til þess hvort hún samrýmist gildandi framkvæmdarráðstöfunum, sé tiltæk og óhlutdræg.
29)          Með tilliti til þess hversu mikilvægt er að komast hjá ósamræmi við ákvæði skulu aðildarríkin sjá til þess að nauðsynleg úrræði séu fyrir hendi til að unnt sé að halda úti skilvirku markaðseftirliti.
30)          Að því er varðar menntun og upplýsingar um visthönnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki kann að vera gagnlegt að vega og meta tengda starfsemi.
31)          Það er í þágu eðlilegrar starfsemi innri markaðarins að fyrir hendi séu staðlar sem hafa verið samhæfðir á vettvangi Bandalagsins. Þegar tilvísun í slíka staðla hefur verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins skal litið svo á að ef farið er eftir þeim þá megi ganga út frá samræmi við samsvarandi kröfur, sem settar eru fram í framkvæmdarráðstöfunum, sem eru samþykktar á grundvelli þessarar tilskipunar, þótt nota megi aðrar aðferðir til að sýna fram á að samræmis við kröfurnar sé gætt.
32)          Eitt helsta hlutverk samhæfðra staðla er að aðstoða framleiðendur við að beita framkvæmdarráðstöfunum sem samþykktar eru samkvæmt þessari tilskipun. Slíkir staðlar gætu verið nauðsynlegir við að fastsetja mæli- og prófunaraðferðir. Ef um er að ræða almennar kröfur varðandi visthönnun geta framleiðendur haft veruleg not af samhæfðum stöðlum við gerð umhverfislýsingar á vörum sínum í samræmi við kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar. Í þessum stöðlum skal tilgreina á skýran hátt tengslin milli ákvæða í þeim og viðkomandi krafna. Tilgangurinn með samhæfðum stöðlum skal ekki vera setning viðmiðunarmarka fyrir umhverfisþætti.
33)          Að því er varðar skilgreiningar sem eru notaðar í þessari tilskipun er gagnlegt að kynna sér viðeigandi, alþjóðlega staðla, s.s. ISO 14040.
34)          Þessi tilskipun er í samræmi við tilteknar meginreglur um framkvæmd nýrrar aðferðar sem sett er fram í ályktun ráðsins frá 7. maí 1985 um nýja aðferð við tæknilega samhæfingu og staðla ( 2 ) og um tilvísanir í samhæfða Evrópustaðla. Í ályktun ráðsins frá 28. október 1999 um hlutverk stöðlunar í Evrópu ( 3 ) er mælt með því að framkvæmdastjórnin athugi hvort unnt sé að rýmka meginregluna um nýja aðferð, þannig að hún taki til geira sem falla ekki enn undir hana, í því skyni að bæta og einfalda löggjöfina þar sem þess er kostur.
35)          Þessi tilskipun kemur til fyllingar gildandi gerningum Bandalagsins, s.s. tilskipun ráðsins 92/75/EBE frá 22. september 1992 um merkingar og staðlaðar vörulýsingar á heimilistækjum er greina frá notkun þeirra á orku og öðrum aðföngum ( 4 ), reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1980/2000 frá 17. júlí 2000 um endurskoðað kerfi um veitingu umhverfismerkis Bandalagsins ( 5 ), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/96/EB frá 27. janúar 2003 um raf- og rafeindabúnaðarúrgang ( 6 ), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/95/EB frá 27. janúar 2003 um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði ( 7 ), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/121/EB frá 18. desember 2006 um breytingu á tilskipun ráðsins 67/548/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna til að laga hana að reglugerð (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)), og um stofnun Efnastofnunar Evrópu ( 8 ), og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 106/2008 frá 15. janúar 2008 um áætlun Bandalagsins varðandi orkunýtnimerkingar á skrifstofubúnaði ( 1 ). Samvirkni milli þessarar tilskipunar og gildandi lagagerninga Bandalagsins ætti að stuðla að því að auka áhrif þeirra og koma á heildstæðum kröfum fyrir framleiðendur.
36)          Nauðsynlegar ráðstafanir til framkvæmdar þessari tilskipun skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 2 ).
37)          Framkvæmdastjórnin skal einkum hafa umboð til þess að breyta eða fella úr gildi tilskipun ráðsins 92/42/EBE ( 3 ), og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 96/57/EB ( 4 ) og 2000/55/ EB ( 5 ). Slíka breytingu eða niðurfellingu skal samþykkja í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.
38)          Að auki skal framkvæmdastjórnin hafa umboð til að samþykkja framkvæmdarráðstafanir þar sem mælt er fyrir um kröfur varðandi visthönnun skilgreindra orkutengdra vara, þ.m.t. innleiðing framkvæmdarráðstafana á aðlögunartímabilinu og, eftir því sem við á, ákvæði um jafnvægi á milli mismunandi umhverfisþátta. Þar eð þessar ráðstafanir eru almenns eðlis og er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar tilskipunar, með því að bæta við hana nýjum veigalitlum þáttum, skulu þær samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.
39)          Framkvæmdastjórnin skal, í ljósi þeirrar reynslu sem fæst við beitingu þessarar tilskipunar, tilskipunar 2005/32/EB og framkvæmdarráðstafana, endurskoða framkvæmd, aðferðir og árangur þessarar tilskipunar og meta hvort viðeigandi sé að rýmka gildissvið hennar umfram orkutengdar vörur. Við þá endurskoðun skal framkvæmdastjórnin hafa samráð við fulltrúa aðildarríkjanna og hlutaðeigandi hagsmunaðila.
40)          Aðildarríkin skulu ákveða viðurlög sem beita skal vegna brota á ákvæðum landslaga sem samþykkt eru samkvæmt þessari tilskipun. Þessi viðurlög skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brot og letjandi.
41)          Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiði þessarar tilskipunar, þ.e. að tryggja starfsemi innri markaðarins með því að kveða á um að vörur nái viðeigandi vistvænleika, og því verður betur náð á vettvangi Bandalagsins, vegna umfangs og áhrifa aðgerðarinnar, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í tilskipun þessari til að ná þessu markmiði.
42)          Skyldan að lögleiða þessa tilskipun í aðildarríkjunum skal takmarkast við þau ákvæði sem fela í sér verulega breytingu í samanburði við tilskipun 2005/32/EB. Skyldan til að taka óbreyttu ákvæðin upp er fyrir hendi í tilskipun 2005/32/EB.
43)          Þessi tilskipun skal ekki hafa áhrif á skuldbindingar aðildarríkjanna að því er varðar fresti til að lögleiða tilskipanirnar, sem eru tilgreindar í B-hluta IX. viðauka, í aðildarríkjunum.
44)          Í samræmi við 34. lið samstarfssamningsins milli stofnana um betri lagasetningu ( 6 ) eru aðildarríkin hvött til að taka saman, fyrir sig og í þágu Bandalagsins, eigin töflur sem sýna, eftir því sem við verður komið, samsvörun milli þessarar tilskipunar og ráðstafananna til að lögleiða hana og að birta þær,
SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

1. gr.
Efni og gildissvið

1.     Með þessari tilskipun er settur rammi um kröfur vegna visthönnunar í Bandalaginu á orkutengdum vörum í því skyni að tryggja frjálsan flutning þessara vara á innri markaðnum.
2.     Í þessari tilskipun er kveðið á um setningu krafna sem orkutengdar vörur, sem falla undir framkvæmdarráðstafanirnar, skulu uppfylla til að unnt sé að setja þær á markað og/eða taka þær í notkun. Hún stuðlar að sjálfbærri þróun með því að auka orkunýtni og umhverfisvernd jafnframt því að stuðla að auknu öryggi við afhendingu orku.
3.     Þessi tilskipun gildir ekki um farartæki til farþega- eða vöruflutninga.
4.     Þessi tilskipun og framkvæmdarráðstafanirnar, sem eru samþykktar samkvæmt henni, skulu ekki hafa áhrif á löggjöf Bandalagsins um meðhöndlun úrgangs og löggjöf Bandalagsins um íðefni, þ.m.t. löggjöf Bandalagsins um flúraðar gróðurhúsalofttegundir.

2. gr.
Skilgreiningar

Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.    „Orkutengd vara“ eða „vara“: vara sem hefur áhrif á orkunýtingu við notkun og er sett á markað og/eða hún tekin í notkun og inniheldur hluti sem ætlunin er að setja í orkutengdar vörur, sem falla undir þessa tilskipun, og eru settar á markað og/eða teknar í notkun sem stakir hlutir fyrir endanlega notendur og unnt er að meta sérstaklega að því er varðar vistvænleika.
2.    „Íhlutir og undireiningar“: hlutir sem ætlunin er að setja í vörur en eru ekki settir á markað og/eða teknir í notkun sem stakir hlutir fyrir endanlega notendur eða ekki er unnt að meta sérstaklega að því er varðar vistvænleika.
3.    „Framkvæmdarráðstafanir“: ráðstafanir sem eru samþykktar samkvæmt þessari tilskipun þar sem mælt er fyrir um kröfur varðandi visthönnun fyrir skilgreindar vörur eða um umhverfisþætti þeirra.
4.    „Að setja á markað“: að veita aðgang að vöru í fyrsta skipti á markaði Bandalagsins til dreifingar eða notkunar innan Bandalagsins, hvort sem er gegn gjaldi eða ókeypis og óháð söluaðferðum.
5.    „Að taka í notkun“: fyrsta notkun endanlegs notanda í Bandalaginu á vöru í samræmi við tilætlaða notkun.
6.    „Framleiðandi“: einstaklingur eða lögaðili sem framleiðir vörur sem falla undir þessa tilskipun, og ber ábyrgð á að þær séu í samræmi við þessa tilskipun með tilliti til þess að setja þær á markað og/eða taka þær í notkun undir eigin nafni framleiðanda eða vörumerki eða til eigin notkunar framleiðanda. Ef framleiðandi, eins og hann er skilgreindur í fyrsta málslið þessa liðar, eða innflytjandi, eins og hann er skilgreindur í 8. lið, er ekki til staðar skal hver einstaklingur eða lögaðili, sem setur á markað og/eða tekur í notkun vörur sem falla undir þessa tilskipun, teljast framleiðandi.
7.    „Viðurkenndur fulltrúi“: einstaklingur eða lögaðili með staðfestu í Bandalaginu sem hefur skriflegt umboð frá framleiðanda til að uppfylla, að öllu leyti eða að hluta til, skuldbindingar og formsatriði fyrir hans hönd að því er varðar þessa tilskipun.
8.    „Innflytjandi“: einstaklingur eða lögaðili með staðfestu í Bandalaginu sem setur vöru frá þriðja landi á markað í Bandalaginu sem lið í starfsemi sinni.
9.    „Efni“: öll efni sem eru notuð á vistferli vöru.
10.    „Vöruhönnun“: ýmiss konar vinnsla sem breytir lagakröfum, tæknikröfum, öryggiskröfum, kröfum um virkni, markaðskröfum eða öðrum kröfum, sem vara skal uppfylla, í tækniforskriftir fyrir viðkomandi vöru.
11.    „Umhverfisþáttur“: þáttur eða virkni vöru sem getur haft áhrif á umhverfið á vistferli hennar.
12.    „Umhverfisáhrif“: allar breytingar á umhverfinu sem eru að öllu leyti eða að hluta til af völdum vöru á vistferli hennar.
13.    „Vistferill“: samfelld og samtengd stig á ferli vöru frá notkun sem hráefni til endanlegrar förgunar.
14.    „Endurnotkun“: allar aðgerðir þar sem vara, eða íhlutir hennar eru, við lok fyrstu notkunar, notaðir í sama tilgangi og þeim var ætlað upphaflega, þ.m.t. áframhaldandi notkun vöru sem er skilað til söfnunarstöðva, dreifingaraðila, endurvinnsluaðila eða framleiðanda sem og endurnotkun vöru að loknum endurbótum.
15.    „Endurvinnsla“: endurvinnsla innan framleiðsluferlis úrgangsefnanna í upprunalegum eða öðrum tilgangi, að undanskilinni endurnýtingu orku.
16.    „Endurnýting orku“: notkun brennanlegs úrgangs til að framleiða orku með því að brenna hann beint, einan sér eða með öðrum úrgangi þar sem hitinn er nýttur.
17.    „Endurnýting“: allar viðeigandi aðgerðir sem kveðið er á um í II. viðauka B við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/12/EB frá 15. júlí um úrgang ( 1 ).
18.    „Úrgangur“: öll þau efni eða hlutir sem tilheyra flokkunum í I. viðauka við tilskipun 2006/12/EB sem eigandinn fleygir, ætlar sér að fleygja eða er skyldugur til að fleygja.
19.    „Hættulegur úrgangur“: allur úrgangur sem fellur undir 4. mgr. 1. gr. tilskipunar ráðsins 91/689/ EBE frá 12. desember 1991 um hættulegan úrgang ( 1 ).
20.    „Umhverfislýsing“: lýsing, í samræmi við framkvæmdarráðstöfunina sem gildir um vöruna á ílagi og frálagi (s.s. efnum, losun og úrgangi) sem tengjast vöru á öllum vistferli hennar, eru mikilvæg með tilliti til umhverfisáhrifa þeirra og eru tilgreind í mælanlegum stærðum.
21.    „Vistvænleiki vöru“: árangur af stjórnun framleiðanda á umhverfisþáttum vöru eins og fram kemur í viðkomandi tækniskjölum.
22.    „Umbætur á vistvænleika“: að auka vistvænleika vöru í hverri nýrri kynslóð vörunnar, þó ekki endilega að því er varðar alla umhverfisþætti hennar samtímis.
23.    „Visthönnun“: að fella umhverfisþætti inn í vöruhönnun í því skyni að bæta vistvænleika vöru allan vistferil hennar.
24.    „Krafa varðandi visthönnun“: krafa í tengslum við vöru, eða hönnun vöru, sem ætlað er að bæta vistvænleika hennar eða krafa um upplýsingagjöf með tilliti til umhverfisþátta vöru.
25.    „Almenn krafa varðandi visthönnun“: krafa varðandi visthönnun sem byggist á heildarumhverfislýsingu á vöru án þess að sett séu viðmiðunarmörk fyrir tiltekna umhverfisþætti.
26.    „Sértæk krafa varðandi visthönnun“: magngreind og mælanleg krafa varðandi visthönnun er varðar tiltekinn umhverfisþátt vöru, s.s. orkunýtingu við notkun sem reiknuð er fyrir tiltekna einingu frálags.
27.    „Samhæfður staðall“: tækniforskrift sem viðurkennd staðlastofnun samþykkir í umboði framkvæmdastjórnarinnar, í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/34/EB frá 22. júní 1998 sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða ( 2 ), í þeim tilgangi að ákveða evrópskar kröfur sem ekki er skylt að uppfylla.

3. gr.
Að setja á markað og/eða taka í notkun

1.     Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til að vörur sem falla undir framkvæmdarráðstafanir sé því einungis heimilt að setja á markað og/eða taka í notkun að þær séu í samræmi við ráðstafanirnar og beri CE-merkið í samræmi við 5. gr.
2.     Aðildarríkin skulu tilnefna þau yfirvöld sem eiga að sjá um markaðseftirlit. Þau skulu sjá til þess að slík yfirvöld hafi og noti nauðsynlegar heimildir til að gera viðeigandi ráðstafanir sem þeim ber skylda til samkvæmt þessari tilskipun. Aðildarríkin skulu skilgreina verkefni, heimildir og skipulagsráðstafanir lögbærra yfirvalda sem hafa heimild til:
a)    að koma á viðeigandi eftirliti með því að vara samrýmist kröfum og að skuldbinda framleiðandann eða viðurkenndan fulltrúa hans til að taka vörur sem samrýmast ekki kröfum af markaði í samræmi við 7. gr.,
b)    að krefjast þess að hlutaðeigandi aðilar veiti allar nauðsynlegar upplýsingar eins og tilgreint er í framkvæmdarráðstöfununum,
c)    að taka sýni af vörum og gera á þeim prófanir er varða samræmi við kröfur.
3.     Aðildarríkin skulu sjá til þess að framkvæmdastjórnin fái upplýsingar um niðurstöður markaðseftirlitsins og skal framkvæmdastjórnin senda upplýsingarnar áfram til hinna aðildarríkjanna ef við á.
4.     Aðildarríkin skulu tryggja að neytendur og aðrir hagsmunaaðilar fái tækifæri til að leggja fram athugasemdir hjá lögbærum yfirvöldum um það hvort vara uppfylli kröfur.

4. gr.
Ábyrgð innflytjanda

Ef framleiðandi hefur ekki staðfestu innan Bandalagsins og viðurkenndur fulltrúi er ekki til staðar, ber innflytjanda skylda:
a)    til að tryggja að vara sem er sett á markað eða tekin í notkun, sé í samræmi við þessa tilskipun og gildandi framkvæmdarráðstöfun, og
b)    til að hafa samræmisyfirlýsinguna og tækniskjölin tiltæk.

5. gr.
Merking og EB-samræmisyfirlýsing

1.     Áður en vara, sem fellur undir framkvæmdarráðstafanirnar, er sett á markað og/eða tekin í notkun skal festa CE-merki á hana og gefa út EB-samræmisyfirlýsingu þar sem framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans sér til þess og lýsir yfir að varan sé í samræmi við öll viðeigandi ákvæði gildandi framkvæmdarráðstöfunar.
2.     CE-merkið samanstendur af upphafsstöfunum „CE“ eins og sýnt er í III. viðauka.
3.     Í EB-samræmisyfirlýsingunni skulu vera þau atriði sem tilgreind eru í VI. viðauka og skal hún vísa til viðeigandi framkvæmdarráðstöfunar.
4.     Óleyfilegt er að setja á vörur merki sem líklegt er að villi um fyrir notendum að því er varðar þýðingu eða form CE-merkisins.
5.     Aðildarríkin geta krafist þess að upplýsingarnar, sem skal veita skv. 2. hluta I. viðauka, séu á opinberu tungumáli eða tungumálum þeirra þegar vara berst endanlegum notanda.
Aðildarríkin skulu einnig heimila að þessar upplýsingar séu veittar á öðrum opinberum tungumálum stofnana Evrópusambandsins, einu eða fleirum.
Við beitingu fyrstu undirgreinar skulu aðildarríkin einkum taka tillit til:
a)    þess hvort unnt er að veita upplýsingarnar með samræmdum táknum eða viðurkenndum kóðum eða öðrum ráðstöfunum og
b)    þess hvers konar notendum varan er ætluð og eðlis upplýsinganna sem skal veita.

6. gr.
Frjáls flutningur

1.     Aðildarríkin skulu ekki banna, takmarka eða hindra að vara, sem er í samræmi við öll viðeigandi ákvæði gildandi framkvæmdarráðstöfunar og ber CE-merkið í samræmi við 5. gr., sé sett á markað og/eða tekin í notkun á þeirra yfirráðasvæði á grundvelli krafna varðandi visthönnun er varða þá mæliþætti visthönnunar, sem um getur í 1. hluta I. viðauka, og falla undir gildandi framkvæmdarráðstöfun.
2.     Aðildarríkin skulu ekki banna, takmarka eða hindra að vara, sem ber CE-merkið í samræmi við 5. gr., sé sett á markað og/eða tekin í notkun á þeirra yfirráðasvæði á grundvelli krafna varðandi visthönnun er varða þá mæliþætti visthönnunar, sem um getur í 1. hluta I. viðauka, sé kveðið á um það í gildandi framkvæmdarráðstöfun að kröfur varðandi visthönnun séu ekki nauðsynlegar að því er varðar viðkomandi vöru.
3.     Aðildarríkin skulu ekki koma í veg fyrir að vörur, sem eru ekki í samræmi við ákvæði gildandi framkvæmdarráðstöfunar, séu til sýnis, t.d. á kaupstefnum, kynningum og sýningum, að því tilskildu að tilgreint sé á sýnilegan hátt að vörurnar megi ekki setja á markað og/eða taka í notkun fyrr en þær samrýmast framangreindum ákvæðum.

7. gr.
Verndarákvæði

1.     Komist aðildarríki að raun um að vara, sem ber CE-merkið sem um getur í 5. gr. og er notuð í samræmi við fyrirhugaða notkun, er ekki í samræmi við öll viðeigandi ákvæði gildandi framkvæmdarráðstöfunar ber framleiðandanum eða viðurkenndum fulltrúa hans skylda til að sjá til þess að varan samrýmist ákvæðum gildandi framkvæmdarráðstöfunar og/eða CE-merkinu og til að binda enda á brotið með þeim skilyrðum sem aðildarríkið setur.
Ef nægar vísbendingar liggja fyrir um að vara samrýmist ekki ákvæðum skal aðildarríkið gera nauðsynlegar ráðstafanir sem geta, eftir alvarleika málsins, jafnvel leitt til þess að bannað sé að setja viðkomandi vöru á markað þar til hún samrýmist ákvæðum.
Ef ósamræmi varir áfram skal aðildarríkið taka ákvörðun um að takmarka eða banna að viðkomandi vara sé sett á markað og/eða tekin í notkun eða tryggja að hún sé tekin af markaði.
Ef um bann eða afturköllun af markaði er að ræða skal tilkynna framkvæmdastjórninni og hinum aðildarríkjunum um það án tafar.
2.     Greina skal frá því hvaða ástæður liggja að baki ákvörðun aðildarríkis samkvæmt þessari tilskipun sem takmarkar eða bannar að vara sé sett á markað og/eða tekin í notkun.
Slík ákvörðun skal þegar í stað tilkynnt hlutaðeigandi aðila og honum um leið kynnt þau lagaúrræði sem hann getur nýtt sér samkvæmt lögum í viðkomandi aðildarríki og sá frestur sem hann hefur til þess.
3.     Aðildarríkið skal tilkynna framkvæmdastjórninni og hinum aðildarríkjunum þegar í stað um allar ákvarðanir sem eru teknar skv. 1. mgr. og greina frá ástæðunum sem liggja að baki og einkum hvort ósamræmi við ákvæði stafi af því:
a)    að kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar hafi ekki verið uppfylltar,
b)    að samhæfðu stöðlunum, sem um getur í 2. mgr. 10. gr., sé beitt á rangan hátt,
c)    að annmarkar séu á samhæfðu stöðlunum sem um getur í 2. mgr. 10. gr.
4.     Framkvæmdastjórnin skal hafa samráð við hlutaðeigandi aðila án tafar og er henni heimilt að leita tæknilegrar ráðgjafar hjá óháðum, utanaðkomandi sérfræðingum.
Í kjölfar þess samráðs skal framkvæmdastjórnin þegar í stað tilkynna aðildarríkinu sem tók ákvörðunina, sem og hinum aðildarríkjunum um sitt álit.
Ef framkvæmdastjórnin telur að ekki sé unnt að réttlæta ákvörðunina skal hún þegar í stað tilkynna aðildarríkjunum um það.
5.     Ef ákvörðunin, sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar, byggist á annmarka á samhæfðum staðli skal framkvæmdastjórnin þegar í stað hefja málsmeðferðina sem sett er fram í 2., 3. og 4. mgr. 10. gr. Framkvæmdastjórnin skal jafnframt tilkynna þetta nefndinni sem um getur 1. mgr. 19. gr.
6.     Aðildarríkin og framkvæmdastjórnin skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að upplýsingarnar, sem veittar eru við málsmeðferðina, teljist trúnaðargögn þegar slíkt telst réttmætt.
7.     Ákvarðanir, sem aðildarríkin taka samkvæmt þessari grein, skulu birtar opinberlega á gagnsæjan hátt.
8.     Birta skal álit framkvæmdastjórnarinnar á þessum ákvörðunum í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

8. gr.
Samræmismat

1.     Áður en vara sem fellur undir framkvæmdarráðstafanir er sett á markað og/eða tekin í notkun skal framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans sjá til þess að unnið sé mat á því hvort varan sé í samræmi við allar viðeigandi kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar.
2.     Tilgreina skal aðferðir við samræmismat í framkvæmdarráðstöfununum og geta framleiðendur valið milli innra hönnunareftirlits, sem sett er fram í IV. viðauka við þessa tilskipun, og stjórnunarkerfisins sem sett er fram í V. viðauka við þessa tilskipun. Þegar aðferð við samræmismat er tilhlýðilega rökstudd og í réttu hlutfalli við áhættuna skal hún valin úr þeim aðferðareiningum sem lýst er í II. viðauka við ákvörðun nr. 768/2008/EB.
Ef aðildarríki hefur skýrar vísbendingar um að vara samrýmist ekki kröfum skal viðkomandi aðildarríki birta eins fljótt og auðið er rökstutt mat á því hvort varan samrýmist kröfum sem þar til bær aðili getur unnið með það að markmiði að unnt sé að gera umbætur tímanlega ef um þær er að ræða.
Hanni fyrirtæki/stofnun, sem er skráð í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 761/ 2001 frá 19. mars 2001 um að heimila frjálsa aðild fyrirtækja/stofnana að umhverfisstjórnunarkerfi Bandalagsins (EMAS) ( 1 ), vöru sem fellur undir framkvæmdarráðstöfun og virkni hönnunarinnar, heyrir undir gildissvið fyrrgreindrar skráningar skal ganga út frá því að stjórnunarkerfi fyrirtækisins/ stofnunarinnar uppfylli kröfurnar í V. viðauka við þessa tilskipun.
Ef vara, sem fellur undir framkvæmdarráðstafanir, er hönnuð af aðila sem hefur stjórnunarkerfi, sem tekur til vöruhönnunar og starfar í samræmi við samhæfða staðla og tilvísunarnúmer þeirra hafa verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins, skal líta svo á að stjórnunarkerfið sé í samræmi við samsvarandi kröfur í V. viðauka.
3.     Eftir að vara, sem fellur undir framkvæmdarráðstafanir, er sett á markað og/eða tekin í notkun skal framleiðandinn eða viðurkenndur fulltrúi hans geyma viðeigandi skjöl, er varða unnið samræmismat eða útgefnar samræmisyfirlýsingar, í tíu ár eftir að síðasta eintakið af þeirri vöru var framleitt þannig að aðildarríkin hafi aðgang að þeim vegna eftirlits.
Viðeigandi skjöl skulu gerð aðgengileg innan tíu daga frá því að beiðni berst frá lögbæru yfirvaldi aðildarríkis.
4.     Skjöl, sem varða samræmismatið og EB-samræmisyfirlýsinguna, sem um getur í 5. gr., skulu samin á einu af opinberum tungumálum stofnana Evrópusambandsins.

9. gr.
Gengið út frá samræmi

1.     Aðildarríkin skulu líta svo á að vara, sem ber CE- merkið sem um getur í 5. gr., sé í samræmi við viðeigandi ákvæði gildandi framkvæmdarráðstöfunar.
2.     Hafi samhæfðum stöðlum verið beitt að því er varðar vöru og tilvísunarnúmer þeirra verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins skulu aðildarríkin líta svo á að varan sé í samræmi við allar viðeigandi kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar sem slíkir staðlar varða.
3.     Ganga skal út frá því að vörur sem hafa hlotið umhverfismerki Bandalagsins samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1980/2000, séu í samræmi við kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar varðandi visthönnun að svo miklu leyti sem umhverfismerkið uppfyllir þessar kröfur.
4.     Með hliðsjón af því að gengið er út frá samræmi með tilliti til þessarar tilskipunar getur framkvæmdastjórnin ákveðið, í samræmi við reglunefndarmeðferðina, sem um getur í 2. mgr. 19. gr., að önnur umhverfismerki uppfylli jafngild skilyrði fyrir umhverfismerki Bandalagsins samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1980/2000. Ganga skal út frá því að vörur sem hafa hlotið annars konar umhverfismerki, séu í samræmi við kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar varðandi visthönnun að svo miklu leyti sem umhverfismerkið uppfyllir þessar kröfur.

10. gr.
Samhæfðir staðlar

1.     Aðildarríkin skulu, eftir því sem við verður komið, sjá til þess að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að gera kleift að hafa samráð við hagsmunaaðila um samningu og eftirlit með samhæfðum stöðlum á innlendum vettvangi.
2.     Telji aðildarríki eða framkvæmdastjórnin að samhæfðir staðlar, sem gengið er út frá að fullnægi sértækum ákvæðum gildandi framkvæmdarráðstöfunar, fullnægi ekki að öllu leyti ákvæðunum skal hlutaðeigandi aðildarríki eða framkvæmdastjórnin greina fastanefndinni, sem komið var á fót skv. 5. gr. í tilskipun 98/34/EB, frá því og tilgreina ástæðurnar að baki. Nefndin skal skila áliti eins fljótt og auðið er.
3.     Framkvæmdastjórnin skal, á grundvelli álits nefndarinnar, ákveða að birta, birta ekki, birta með takmörkunum, viðhalda eða draga til baka tilvísanir í viðkomandi samhæfða staðla í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
4.     Framkvæmdastjórnin skal veita viðkomandi evrópskri staðlastofnun upplýsingar og, ef nauðsyn krefur, gefa út nýtt umboð í því skyni að endurskoða viðkomandi samhæfða staðla.

11. gr.
Kröfur er varða íhluti og undireiningar

Í framkvæmdarráðstöfunum má setja fram þá kröfu að framleiðandi eða viðurkenndur fulltrúi hans, sem setur íhluti og undireiningar á markað og/eða tekur þær í notkun, verði að veita framleiðanda vöru sem fellur undir framkvæmdarráðstafanir, viðeigandi upplýsingar um efnasamsetningu íhluta eða undireininga og notkun orku, efna og/eða tilfanga.

12. gr.
Samvinna stjórnvalda og upplýsingaskipti

1.     Aðildarríkin skulu sjá til þess að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir í því skyni að hvetja þau yfirvöld sem bera ábyrgð á framkvæmd þessarar tilskipunar til að starfa saman og veita hvert öðru og framkvæmdastjórninni upplýsingar til þess að aðstoða við framkvæmd þessarar tilskipunar og einkum við framkvæmd 7. gr.
Í samstarfi stjórnvalda og upplýsingaskiptum skal nota til hins ýtrasta rafræn samskipti og má nýta stuðning frá viðeigandi áætlunum Bandalagsins.
Aðildarríkin skulu gera framkvæmdastjórninni grein fyrir því hvaða yfirvöld bera ábyrgð á beitingu þessarar tilskipunar.
2.     Ákvarða skal frekar eðli og uppbyggingu upplýsingaskipta milli framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkjanna í samræmi við reglunefndarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 19. gr.
3.     Framkvæmdastjórnin skal gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að hvetja til og leggja af mörkum til samstarfs milli aðildarríkjanna sem um getur í þessari grein.

13. gr.
Lítil og meðalstór fyrirtæki

1.     Framkvæmdastjórnin skal, í tengslum við áætlanir sem lítil og meðalstór fyrirtæki og mjög lítil fyrirtæki geta notið góðs af, taka tillit til framtaksverkefna sem aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki og mjög lítil fyrirtæki við að samþætta umhverfisþætti, þ.m.t. orkunýtni við hönnun vara sinna.
2.     Leiðbeiningar sem taka til sérhæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem starfa á framleiðslusviðinu geta fylgt framkvæmdarráðstöfun sem hefur áhrif á þau. Ef nauðsyn krefur getur framkvæmdastjórnin í samræmi við 1. mgr. útbúið meira sérhæft efni til að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að beita þessari tilskipun.
3.     Aðildarríkin skulu sjá til þess, einkum með því að efla stuðningsnet og stuðningskerfi, að lítil og meðalstór fyrirtæki og mjög lítil fyrirtæki séu hvött til að samþykkja umhverfisvæna nálgun þegar á hönnunarstigi og laga sig að framtíðarlöggjöf ESB.

14. gr.
Neytendaupplýsingar

Í samræmi við gildandi framkvæmdarráðstöfun skulu framleiðendur sjá til þess, á því formi sem þeir telja að eigi við, að notendur vara fái:
a)    nauðsynlegar upplýsingar um það hlutverk sem þeir geta gegnt í sjálfbærri notkun vörunnar og
b)    ef þess er krafist samkvæmt framkvæmdarráðstöfununum, umhverfislýsingu á vörunni og upplýsingar um ávinninginn af visthönnun.

15. gr.
Framkvæmdarráðstafanir

1.     Þegar vara uppfyllir viðmiðanirnar í 2. mgr. þessarar greinar skal hún falla undir framkvæmdarráðstöfun eða sjálfseftirlitsráðstöfun í samræmi við b-lið 3. mgr þessarar greinar. Slíkar framkvæmdarráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar tilskipunar með því að bæta við hana, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 19. gr.
2.     Viðmiðanirnar, sem um getur í 1. mgr., skulu vera sem hér segir:
a)    varan skal vera umtalsverður hluti sölu og viðskipta, þ.e. meira en 200 000 einingar á ári í Bandalaginu samkvæmt nýjustu, tiltækum tölum,
b)    varan skal með tilliti til þess magns sem sett er á markað og/eða tekið í notkun, hafa veruleg umhverfisáhrif í Bandalaginu eins og tilgreint er í stefnumótandi forgangsverkefnum Bandalagsins sem sett eru fram í ákvörðun nr. 1600/2002/EB og
c)    varan skal búa yfir miklum möguleikum til umbóta að því er varðar umhverfisáhrif hennar án þess að umbótunum fylgi óhóflegur kostnaður, einkum ef:
    i.    ekki er fyrir hendi önnur viðeigandi löggjöf Bandalagsins eða ef markaðsöflin geta ekki tekið á málum á fullnægjandi hátt og
    ii.    mikils misræmis gætir að því er varðar vistvænleika vara sem eru á markaði og hafa sambærilega virkni.
3.     Við gerð draga að framkvæmdarráðstöfun skal framkvæmdastjórnin taka tillit til álits nefndarinnar sem um getur í 1. mgr. 19. gr. og taka enn fremur tillit til:
a)    forgangsverkefna Bandalagsins á sviði umhverfismála, s.s. þeirra sem sett eru fram í ákvörðun nr. 1600/2002/EB eða í Evrópuáætlun framkvæmdastjórnarinnar um loftslagsbreytingar (ECCP) og
b)    viðeigandi löggjafar Bandalagsins og sjálfseftirlits, s.s. frjálsra samninga sem vænst er, í kjölfar mats í samræmi við 17. gr., að nái stefnumiðunum skjótar eða með minni tilkostnaði en með lögboðnum kröfum.
4.     Við gerð draga að framkvæmdarráðstöfun skal framkvæmdastjórnin:
a)    hafa í huga vistferil vörunnar ásamt öllum mikilvægum umhverfisþáttum hennar, m.a. orkunýtni. Greining á umhverfisþáttunum og hagkvæmniathugun vegna umbóta á þeim skal vera eins nákvæm og mikilvægi þeirra útheimtir. Samþykkt krafna um visthönnun varðandi mikilvæga umhverfisþætti vöru skal ekki verða fyrir óþarfa töfum vegna óvissu í tengslum við aðra þætti,
b)    vinna mat þar sem tekið skal mið af áhrifum á umhverfi, neytendur og framleiðendur, þ.m.t. lítil og meðalstór fyrirtæki, með tilliti til samkeppni, þ.m.t. í tengslum við markaði utan Bandalagsins, nýsköpunar, markaðsaðgangs og kostnaðar og ávinnings,
c)    taka tillit til gildandi landslöggjafar á sviði umhverfismála sem aðildarríkin telja að skipti máli,
d)    hafa viðeigandi samráð við hagsmunaaðila,
e)    semja greinargerð um drög að framkvæmdarráðstöfuninni sem byggist á matinu sem um getur í b-lið og
f)    fastsetja framkvæmdardag(a) og hugsanlega áfanga- eða bráðabirgðaaðgerðir eða -tímabil, einkum með tilliti til hugsanlegra áhrifa á lítil og meðalstór fyrirtæki eða sérstaka vöruflokka sem einkum lítil og meðalstór fyrirtæki framleiða.
5.     Framkvæmdarráðstafanir skulu uppfylla allar eftirfarandi viðmiðanir:
a)    frá sjónarhóli notanda skulu ekki vera nein veruleg neikvæð áhrif á virkni vörunnar,
b)    heilbrigði, öryggi og umhverfi skulu ekki verða fyrir skaðlegum áhrifum,
c)    neytendur skulu ekki verða fyrir umtalsverðum, neikvæðum áhrifum, einkum í tengslum við verð og vistferilskostnað vörunnar,
d)    samkeppni í atvinnulífinu skal ekki verða fyrir umtalsverðum, neikvæðum áhrifum,
e)    að meginreglu til skal setning krafna varðandi visthönnun ekki hafa í för með sér að framleiðendum sé skylt að nota tækni sem einkaleyfi er á og
f)    ekki skal leggja óhóflega stjórnsýslubyrði á framleiðendur.
6.     Í framkvæmdarráðstöfunum skal mæla fyrir um kröfur varðandi visthönnun í samræmi við I. og/eða II. viðauka.
Setja skal sértækar kröfur varðandi visthönnun vegna valinna umhverfisþátta sem hafa veruleg umhverfisáhrif.
Í framkvæmdarráðstöfunum getur einnig verið kveðið á um að kröfur varðandi visthönnun séu ónauðsynlegar fyrir tilgreinda mæliþætti visthönnunar sem um getur í 1. hluta I. viðauka.
7.     Kröfurnar skulu útfærðar þannig að tryggt sé að markaðseftirlitsyfirvöld geti sannprófað hvort vara sé í samræmi við kröfur framkvæmdarráðstöfunarinnar. Í framkvæmdarráðstöfuninni skal tilgreina hvort unnt sé að framkvæma sannprófunina beint á vörunni eða á grundvelli tækniskjala.
8.     Framkvæmdarráðstafanir skulu taka til þeirra þátta sem tilgreindir eru í VII. viðauka.
9.     Viðeigandi rannsóknir og greiningar, sem framkvæmdastjórnin notar í tengslum við undirbúning framkvæmdarráðstafana, skulu gerðar aðgengilegar almenningi, einkum með tilliti til greiðs aðgangs og notkunar lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta.
10.     Eftir því sem við á skal framkvæmdarráðstöfun þar sem mælt er fyrir um kröfur varðandi visthönnun innihalda ákvæði um jafnvægi á milli mismunandi umhverfisþátta. Þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar tilskipunar, með því að bæta við hana, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 19. gr.

16. gr.
Vinnuáætlun

1.     Framkvæmdastjórnin skal eigi síðar en 21. október 2011 útbúa vinnuáætlun, í samræmi við viðmiðanirnar sem settar eru fram í 15. gr. og að höfðu samráði á samráðsvettvanginum sem um getur í 18. gr., og skal áætlunin vera aðgengileg öllum.
Í vinnuáætluninni skal setja fram til næstu þriggja ára viðmiðunarskrá yfir vöruflokka sem hafa forgang við samþykkt framkvæmdarráðstafana.
Framkvæmdastjórnin breytir reglulega vinnuáætluninni að höfðu samráði á samráðsvettvanginum.
2.     Á aðlögunartímabili, meðan verið er að semja fyrstu vinnuáætlunina sem um getur í 1. mgr. þessarar greinar, skal framkvæmdastjórnin þó, ef við á, í samræmi við viðmiðanirnar í 15. gr., og að höfðu samráði á samráðsvettvanginum, þegar í stað grípa til:
a)    framkvæmdarráðstafana, fyrst fyrir þær vörur sem gefa, samkvæmt Evrópuáætlun framkvæmdastjórnarinnar um loftslagsbreytingar, mikla möguleika á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á kostnaðarhagkvæman hátt, s.s. hitunar- og vatnshitunartæki, rafmagnshreyflakerfi, lýsingu fyrir bæði íbúðargeirann og þriðja geirann, heimilistæki, skrifstofubúnað fyrir bæði íbúðargeirann og þriðja geirann, rafeindabúnað fyrir neytendur og hita-, loftræsti- og loftjöfnunarkerfi og
b)    sérstakrar framkvæmdarráðstöfunar til að draga úr orkutapi í reiðuham hjá tilteknum vöruflokki.
Þessar ráðstafanir, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar tilskipunar, með því að bæta við hana, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 19. gr.

17. gr.
Sjálfseftirlit

Meta skal frjálsa samninga eða aðrar sjálfseftirlitsráðstafanir, sem lagðar eru fram sem valkostir í stað framkvæmdarráðstafana með tilliti til þessarar tilskipunar, a.m.k. á grundvelli VIII. viðauka.

18. gr.
Samráðsvettvangur

Framkvæmdastjórnin skal gæta að því í störfum sínum, að því er varðar hverja framkvæmdarráðstöfun, að jafnvægi sé í þátttöku fulltrúa aðildarríkjanna og allra hagsmunaaðila að því er varðar viðkomandi vöru eða vöruflokk, s.s. atvinnulífið, þ.m.t. lítil og meðalstór fyrirtæki og handverksfyrirtæki, stéttarfélög, kaupmenn, smásalar, innflytjendur, umhverfisverndarsamtök og neytendasamtök. Þessir aðilar skulu einkum taka þátt í að skilgreina og endurskoða framkvæmdarráðstafanir, kanna skilvirkni hefðbundinna markaðseftirlitskerfa og meta frjálsa samninga og aðrar sjálfseftirlitsráðstafanir. Þessir aðilar skulu hittast á samráðsvettvangi. Framkvæmdastjórnin skal setja starfsreglur fyrir samráðsvettvanginn.

19. gr.
Nefndarmeðferð

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndar.
2.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda 5. og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af 8. gr. hennar.
Fresturinn, sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 5. gr. ákvörðunar 1999/468/EB, skal vera þrír mánuðir.
3.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 1.–4. mgr. 5. gr. a og 7. gr. ákvörðunar 1999/ 468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.

20. gr.
Viðurlög

Aðildarríki skulu mæla fyrir um reglur sem gilda um brot á innlendum ákvæðum sem eru samþykkt samkvæmt þessari tilskipun og gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að þeim sé framfylgt. Viðurlögin sem kveðið er á um skulu vera skilvirk, í réttu hlutfalli við brotið og letjandi með tilliti til þess hversu mikil brögð eru að því að ekki sé farið að ákvæðum og fjölda vörueininga sem er settur á markað í Bandalaginu en er ekki í samræmi við ákvæði. Aðildarríkin skulu tilkynna framkvæmdastjórninni um þessi ákvæði eigi síðar en 20. nóvember 2010 og skulu tilkynna henni, án tafar, um síðari breytingar sem hafa áhrif á þau.

21. gr.
Endurskoðun

Eigi síðar en árið 2012 skal framkvæmdastjórnin meta árangur af þessari tilskipun og framkvæmdarráðstöfunum hennar, þ.m.t.:
a)    aðferðir til að greina og ná utan um mikilvæga umhverfisþætti, s.s. auðlindanýtni, að teknu tilliti til alls vistferils vara,
b)    mörk fyrir framkvæmdarráðstafanir,
c)    markaðseftirlitskerfi og
d)    allar viðeigandi sjálfseftirlitsráðstafanir.
Í kjölfar þessarar endurskoðunar og einkum að teknu tilliti til reynslunnar í tengslum við rýmkun gildissviðs þessarar tilskipunar, skal framkvæmdastjórnin meta sérstaklega hvort viðeigandi sé að rýmka gildissvið tilskipunarinnar svo það taki til vara sem ekki eru orkutengdar svo draga megi verulega úr umhverfisáhrifum á öllum vistferli slíkra vara að höfðu samráði á samráðsvettvanginum sem um getur í 18. gr., og, eftir því sem við á, leggja tillögur fyrir Evrópuþingið og ráðið um breytingar á þessari tilskipun.

22. gr.
Trúnaðarkvöð

Kröfur til framleiðanda og/eða viðurkennds fulltrúa hans er varða upplýsingagjöf, sem um getur í 11. gr. og 2. hluta I. viðauka, skulu vera hóflegar og taka mið af lögmætri trúnaðarkvöð á viðkvæmum viðskiptaupplýsingum.

23. gr.
Lögleiðing

1.     Aðildarríki skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að 1. til 9. gr., 11., 14., 15. og 20. gr. og I. til V. viðauka, VII. og VIII. viðauka eigi síðar en 20. nóvember 2010. Þau skulu þegar í stað senda framkvæmdastjórninni texta þessara ákvæða.
Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Í þeim skal einnig vera yfirlýsing um að líta beri á tilvísanir í gildandi lögum og stjórnsýslufyrirmælum í tilskipunina, sem er felld niður með þessari tilskipun, sem tilvísanir í þessa tilskipun. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun og hvernig yfirlýsingin skal sett fram.
2.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum, sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

24. gr.
Niðurfelling

Tilskipun 2005/32/EB, eins og henni var breytt með tilskipuninni sem er tilgreind í A-hluta IX. viðauka, er hér með felld úr gildi með fyrirvara um skuldbindingar aðildarríkjanna að því er varðar fresti til lögleiðingar tilskipananna sem tilgreindar eru í B-hluta IX. viðauka.
Líta ber á tilvísanir í niðurfelldu tilskipunina sem tilvísanir í þessa tilskipun og skulu þær lesnar með hliðsjón af samsvörunartöflunni í X. viðauka.

25. gr.
Gildistaka

Tilskipun þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

26. gr.
Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.
Gjört í Strassborg, 21. október 2009.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
J. BUZEK C. MALMSTRÖM
forseti. forseti.



I. VIÐAUKI
Aðferð við að setja almennar kröfur varðandi visthönnun
(sem um getur í 6. mgr. 15. gr.)

Markmiðið með almennum kröfum varðandi visthönnun er að bæta vistvænleika vara með áherslu á mikilvæga umhverfisþætti þeirra en án þess að viðmiðunarmörk séu sett. Aðferðin, sem um getur í þessum viðauka, skal notuð ef ekki er viðeigandi að setja viðmiðunarmörk fyrir vöruflokkinn sem er til skoðunar. Framkvæmdastjórnin skal, við gerð draga að framkvæmdarráðstöfunum sem skal leggja fyrir nefndina sem um getur í 1. mgr. 19. gr., greina mikilvæga umhverfisþætti sem skal tilgreina í framkvæmdarráðstöfununum.
Við samningu framkvæmdarráðstafana þar sem mælt er fyrir um almennar kröfur varðandi visthönnun skv. 15. gr. skal framkvæmdastjórnin tilgreina, eftir því sem við á um þá vöru sem fellur undir framkvæmdarráðstöfunina, viðeigandi mæliþætti visthönnunar í skránni í 1. hluta, upplýsingakröfurnar í skránni í 2. hluta og kröfurnar til framleiðenda í skránni í 3. hluta.

1. hluti. Mæliþættir í visthönnun vara

1.1.    Að því marki sem mikilvægir umhverfisþættir tengjast vöruhönnun skulu þeir tilgreindir með tilliti til eftirfarandi áfanga í vistferli vörunnar, sem eru:
        a)    val og notkun á hráefni,
        b)    framleiðsla,
        c)    pökkun, flutningur og dreifing,
        d)    uppsetning og viðhald,
        e)    notkun og
        f)    varan úr sér gengin, þ.e. ástand vöru frá lokum fyrstu notkunar til endanlegrar förgunar.
1.2.    Þar sem við á skal meta eftirfarandi umhverfisþætti fyrir hvern áfanga:
        a)    áætlaða notkun efna, orku og annarra auðlinda, s.s. fersks vatns,
        b)    áætlaða losun út í andrúmsloftið, vatn eða jarðveg,
        c)    áætlaða mengun vegna eðlisfræðilegra áhrifa, s.s. hávaða, titrings, geislunar, rafsegulsviðs,
        d)    væntanlega myndun úrgangsefna og
        e)    möguleika á endurnotkun, endurvinnslu og endurnýtingu efna og/eða orku með tilliti til tilskipunar 2002/96/EB.
1.3.    Eftir því sem við á skal nota eftirfarandi mæliþætti, ásamt öðrum ef nauðsyn krefur, til að meta möguleikann á að bæta umhverfisþættina sem um getur í lið 1.2:
        a)    þyngd og rúmmál vörunnar,
        b)    notkun efna frá endurvinnslu,
        c)    notkun orku, vatns og annarra auðlinda á vistferlinum,
        d)    notkun efna sem eru flokkuð sem hættuleg heilsu og/eða umhverfi samkvæmt tilskipun ráðsins 67/548/EBE frá 27. júní 1967 um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um flokkun, pökkun og merkingu hættulegra efna ( 1 ) og með tilliti til laga um markaðssetningu og notkun tiltekinna efna, s.s. tilskipunar 76/769/EBE um samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi takmörkun á sölu og notkun tiltekinna skaðlegra efna og efnablandna ( 2 ) eða tilskipunar 2002/95/EB,
        e)    magn og eðli hjálparefna sem eru nauðsynleg fyrir rétta notkun og viðhald,
        f)    möguleika á endurnotkun og endurvinnslu gefinn upp sem: fjöldi efna og íhluta sem er notaður, notkun staðalíhluta, sá tími sem er nauðsynlegur til sundurhlutunar, sérstök verkfæri sem eru nauðsynleg til sundurhlutunar, notkun kóðastaðla fyrir íhluti og efni til að auðkenna íhluti og efni sem henta til endurnotkunar og endurvinnslu (þ.m.t. merkingar plasthluta í samræmi við ISO- staðla), notkun efna sem auðvelt er að endurvinna, greiður aðgangur að verðmætum og öðrum endurvinnanlegum íhlutum og efnum, greiður aðgangur að íhlutum og efnum sem innihalda hættuleg efni,
        g)    ísetning notaðra íhluta,
        h)    koma í veg fyrir tæknilegar lausnir sem torvelda endurnotkun og endurvinnslu íhluta og heilla tækja,
        i)    framlenging á endingartíma gefinn upp sem: tryggður lágmarksendingartími, lágmarkstími fyrir tiltækileika varahluta, einingastig, möguleiki til uppfærslu og viðgerða,
        j)    magn úrgangs sem myndast og magn hættulegs úrgangs sem myndast,
        k)    losun út í andrúmsloftið (gróðurhúsalofttegundir, sýrustillar, rokgjörn, lífræn efnasambönd, ósoneyðandi efni, þrávirk, lífræn mengunarefni, þungmálmar, fíngert ryk og svifryk) með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 97/68/EB frá 16. desember 1997 um samræmingu laga aðildarríkjanna er varða aðgerðir gegn losun mengandi lofttegunda og agna frá brunahreyflum færanlegra véla sem ekki eru notaðar á vegum ( 3 ),
        l)    losun í vatn (þungmálmar, efni sem hafa skaðleg áhrif á súrefnisjafnvægi og þrávirk, lífræn mengunarefni) og
        m)    losun í jarðveg (einkum leki og losun hættulegra efna á notkunartíma vörunnar og hættan á útskolun við förgun úrgangs).

2. hluti. Kröfur sem varða upplýsingagjöf

Framkvæmdarráðstafanir geta falið í sér þá kröfu að framleiðandi leggi fram upplýsingar sem geta haft áhrif á hvernig aðrir aðilar en framleiðandinn meðhöndla, nota eða endurvinna vöruna. Þetta eru m.a. eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:
a)    upplýsingar frá hönnuði varðandi framleiðsluferlið,
b)    upplýsingar fyrir neytendur um mikilvæga umhverfiseiginleika og vistvænleika vöru sem fylgja vörunni þegar hún er sett á markað til að gera neytendum kleift að bera saman þessa þætti varanna,
c)    upplýsingar fyrir neytendur um hvernig skuli setja upp, nota og viðhalda vörunni í því skyni að lágmarka áhrif hennar á umhverfið og til að tryggja hámarksendingartíma, ásamt því hvernig skuli skila úr sér genginni vöru og, ef við á, upplýsingar um það tímabil þegar varahlutir eru tiltækir og um möguleikann á að uppfæra vörur og
d)    upplýsingar fyrir meðhöndlunarstöðvar að því er varðar sundurhlutun, endurnýtingu eða förgun þegar varan er úr sér gengin.
Upplýsingarnar skulu koma fram á sjálfri vörunni sé þess kostur.
Þessar upplýsingar skulu taka mið af skuldbindingum samkvæmt annarri löggjöf Bandalagsins, s.s. tilskipun 2002/96/EB.

3. hluti. Kröfur til framleiðanda

1.    Með tilliti til umhverfisþátta, sem í framkvæmdaráðstöfuninni eru tilgreindir sem þættir, sem geta breyst verulega við vöruhönnunina, er framleiðendum vara skylt að vinna mat á eintaki af slíkri vöru á öllum vistferli hennar á grundvelli raunhæfra forsendna um eðlileg notkunarskilyrði og tilgang notkunar. Valfrjálst er að kanna aðra umhverfisþætti.
    Framleiðendur skulu gera umhverfislýsingu á vörunni á grundvelli þessa mats. Hún skal byggjast á eiginleikum vöru sem skipta umhverfið máli og ílagi/frálagi á vistferli vörunnar sem er gefið upp í mælanlegum stærðum.
2.    Framleiðendur skulu nota þetta mat til að vega og meta annars konar hönnunarlausnir og þann vistvænleika vörunnar sem næst með tilliti til viðmiðana.
    Framkvæmdastjórnin skal setja viðmiðanirnar í framkvæmdarráðstöfuninni á grundvelli upplýsinga sem safnast við undirbúning ráðstöfunarinnar.
    Með vali á tiltekinni hönnunarlausn skal eðlilegt jafnvægi nást milli mismunandi umhverfisþátta og milli umhverfisþátta og annarra mikilvægra þátta, s.s. öryggis og heilbrigðis, tæknikrafna varðandi virkni, gæði og afkastagetu ásamt umhverfisþáttum, þ.m.t. framleiðslukostnaður og seljanleiki, jafnframt því að farið er að öllum viðeigandi lögum.

II. VIÐAUKI
Aðferð við að setja sértækar kröfur varðandi visthönnun
(sem um getur í 6. mgr. 15. gr.)

Markmiðið með sértækum kröfum varðandi visthönnun er að bæta ákveðinn umhverfisþátt vörunnar. Þær geta verið í formi krafna um minni notkun tiltekinnar auðlindar, s.s. takmörkuð notkun auðlindar á ýmsum stigum vistferils vöru eftir því sem við á (s.s. takmörkun á vatnsnotkun á notkunartíma eða á magni tiltekins efnis sem sett er í vöruna eða krafa um lágmarksmagn af endurunnu efni).
Við útfærslu framkvæmdarráðstafana, þar sem mælt er fyrir um sértækar kröfur varðandi visthönnun skv. 15. gr., skal framkvæmdastjórnin tilgreina, eftir því sem við á um vöruna sem fellur undir framkvæmdarráðstöfunina, viðeigandi mæliþætti visthönnunar af þeim mæliþáttum sem um getur í 1. hluta I. viðauka og fastsetja umfang þessara krafna, í samræmi við reglunefndarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 19. gr., sem hér segir:
1.    Með tækni-, umhverfis- og efnahagsgreiningu skal velja nokkur dæmigerð eintök af viðkomandi vöru sem er á markaði og greina tæknilega valkosti til að bæta vistvænleika vörunnar með tilliti til fjárhagslegrar hagkvæmni valkostanna og komast hjá verulegri minnkun á virkni og nothæfi fyrir neytendur.
    Tækni-, umhverfis- og efnahagsgreiningin skal einnig leiða í ljós vistvænustu vörurnar og tæknina á markaði að því er varðar viðkomandi umhverfisþætti.
    Við greininguna og setningu viðmiðana skal taka tillit til vistvænleika vara sem eru fáanlegar á alþjóðlegum mörkuðum og viðmiðana sem settar eru í löggjöf annarra landa.
    Á grundvelli þessarar greiningar og með tilliti til fjárhagslegs og tæknilegs framkvæmanleika og möguleika á umbótum skal grípa til raunhæfra ráðstafana í því skyni að halda umhverfisáhrifum vörunnar í lágmarki.
    Með hliðsjón af orkunýtingu við notkun skal fastsetja orkunýtni eða -notkun að því er varðar dæmigerð eintök af vöru með það að markmiði að halda kostnaði í lágmarki fyrir endanlega notendur á öllum vistferlinum enda sé tekið tillit til áhrifa á aðra umhverfisþætti. Við greiningu vistferilskostnaðar er notaður raunverulegur afvöxtunarstuðull á grundvelli upplýsinga frá Seðlabanka Evrópu og raunhæfs endingartíma vöru; greiningaraðferðin byggist á summunni af breytingum á kaupverði (sem leiðir af breytingum á kostnaði í iðnaði) og á rekstrarútgjöldum, sem leiðir af mismunandi valkostum að því er varðar tæknilegar umbætur, sem eru afvöxtuð allan endingartíma dæmigerðs eintaks af vörunni. Til rekstrarútgjalda telst einkum orkunotkun ásamt viðbótarútgjöldum í tengslum við önnur tilföng (s.s. vatn eða þvotta- og hreinsiefni).
    Næmisgreining, sem tekur til viðeigandi þátta, s.s. verðs á orku eða annarra auðlinda, hráefniskostnaðar eða framleiðslukostnaðar, afvöxtunarstuðla og, ef við á, ytri umhverfiskostnaðar, þ.m.t. vegna losunar gróðurhúsalofttegunda sem komið er í veg fyrir, skal framkvæmd til að kanna hvort um verulegar breytingar sé að ræða og hvort heildarniðurstöður séu áreiðanlegar. Krafan er aðlöguð til samræmis við það.
    Unnt er að nota svipaða aðferðafræði að því er varðar aðrar auðlindir, s.s. vatn.
2.    Við framkvæmd tæknilegrar, umhverfislegrar og efnahagslegrar greiningar má nota upplýsingar sem liggja fyrir innan ramma annarrar starfsemi Bandalagsins.
    Hið sama á við um upplýsingar úr fyrirliggjandi áætlunum sem notaðar eru í öðrum heimshlutum þegar setja skal sértækar kröfur varðandi visthönnun vara sem viðskipti eru stunduð með við aðila að viðskiptasamningum við Evrópusambandið.
3.    Gildistökudagur kröfunnar skal taka mið af því hversu langan tíma tekur að endurhanna vöruna.

III. VIÐAUKI
CE-merki
(sem um getur í 2. mgr. 5. gr.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


CE-merkið skal vera a.m.k. 5 mm á hæð. Ef CE-merkið er minnkað eða stækkað skulu hlutföllin í teikningunni hér að framan haldast óbreytt.
Festa skal CE-merkið á vöruna. Ef ekki reynist unnt að festa merkið á vöruna skal festa það á umbúðir og fylgiskjöl.

IV. VIÐAUKI
Innra hönnunareftirlit
(sem um getur í 2. mgr. 8. gr.)

1.    Í þessum viðauka er lýst aðferð framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans, sem sér um framkvæmd þeirra skuldbindinga sem mælt er fyrir um í 2. lið, við að tryggja og lýsa yfir að varan fullnægi viðeigandi kröfum gildandi framkvæmdarráðstöfunar. EB-samræmisyfirlýsingin getur tekið til einnar vöru eða fleiri og skal framleiðandinn geyma hana.
2.    Framleiðandinn skal taka saman tækniskjöl sem gera kleift að meta hvort vara uppfylli kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar.
    Í skjölunum skal/skulu einkum vera:
    a)    almenn lýsing á vörunni og fyrirhugaðri notkun hennar,
    b)    niðurstöður úr viðeigandi rannsóknum framleiðanda í tengslum við umhverfismat og/eða tilvísanir í heimildir um umhverfismat eða raundæmarannsóknir sem framleiðandinn notar við að meta, skrá og ákveða lausnir í vöruhönnun,
    c)    umhverfislýsing ef þess er krafist samkvæmt framkvæmdarráðstöfuninni,
    d)    þættir í vöruhönnunarforskriftinni sem varða umhverfisþætti vöruhönnunar,
    e)    skrá yfir viðeigandi staðla, sem um getur í 10. gr. og er beitt að öllu leyti eða að hluta, og lýsing á lausnum sem samþykktar hafa verið til að uppfylla kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar þegar stöðlunum, sem um getur í 10. gr., hefur ekki verið beitt eða þegar þessir staðlar ná ekki að öllu leyti yfir kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar,
    f)    afrit af upplýsingunum sem varða umhverfisþætti vöruhönnunar sem veittar eru í samræmi við kröfurnar sem tilgreindar eru í 2. hluta I. viðauka og
    g)    niðurstöður úr mælingum í tengslum við kröfur varðandi visthönnun, þ.m.t. ítarlegar upplýsingar um samræmi þessara mælinga við kröfur samanborið við kröfur varðandi visthönnun sem settar eru fram í gildandi framkvæmdarráðstöfun.
3.    Framleiðandi skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að varan sé framleidd í samræmi við hönnunarforskriftirnar sem um getur í 2. lið og kröfur ráðstöfunarinnar sem gilda um vöruna.

V. VIÐAUKI
Stjórnunarkerfi til að meta samræmi
(sem um getur í 2. mgr. 8. gr.)

1.    Í þessum viðauka er lýst aðferð framleiðenda, sem uppfyllir skuldbindingarnar í 2. lið, við að tryggja og lýsa yfir að varan fullnægi kröfum gildandi framkvæmdarráðstöfunar. EB-samræmisyfirlýsingin getur tekið til einnar vöru eða fleiri og skal framleiðandinn geyma hana.
2.    Við gerð samræmismats á vöru má nota stjórnunarkerfi að því tilskildu að framleiðandinn taki mið af umhverfisþáttunum sem tilgreindir eru í 3. lið.
3.    Umhverfisþættir stjórnunarkerfisins
    Í þessum lið eru tilgreindir þeir þættir stjórnunarkerfisins og þær aðferðir sem framleiðandinn getur notað til að sýna fram á að varan sé í samræmi við kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar.
3.1.    Stefna er varðar vistvænleika vöru
    Framleiðandinn þarf að geta sýnt fram á samræmi við kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar. Framleiðandinn þarf einnig að geta komið á ramma fyrir setningu og endurskoðun markmiða og vísa er varða vistvænleika vara í því skyni að bæta heildarvistvænleika vara.
    Allar ráðstafanir, sem framleiðandinn gerir til að bæta heildarvistvænleika vöru og fastsetja umhverfislýsingu hennar, ef þess er krafist samkvæmt framkvæmdarráðstöfuninni, á hönnunar- og framleiðslustigi, skal skjalfesta á kerfisbundinn og skipulegan hátt sem skriflegar aðferðir og leiðbeiningar.
    Í þessum verklagsreglum og leiðbeiningum skal einkum vera fullnægjandi lýsing á:
    a)    skránni yfir skjöl sem skal útbúa til að sýna að varan sé í samræmi við kröfur og, ef við á, gera skal aðgengileg,
    b)    markmiðum og vísum er varða vistvænleika vara ásamt stjórnskipulagi, ábyrgð, valdi stjórnenda og ráðstöfun tilfanga með tilliti til framkvæmdar og viðhalds,
    c)    eftirliti og prófunum sem skulu fara fram eftir framleiðslu til að sannreyna vistvænleika vara samanborið við vísa fyrir vistvænleika,
    d)    aðferðum við að hafa eftirlit með tilskildu skjalahaldi og tryggja að skjölin séu uppfærð reglulega og
    e)    aðferðinni við að sannprófa framkvæmd og skilvirkni umhverfisþátta stjórnunarkerfisins.
3.2.     Áætlanagerð
    Framleiðandinn skal koma á og viðhalda:
    a)    aðferðum við að setja saman umhverfislýsingu á vörunni,
    b)    markmiðum og vísum er varða vistvænleika vara sem taka tillit til tæknilegra valkosta með hliðsjón af tækni- og efnahagslegum kröfum og
    c)    áætlun um að ná þessum markmiðum.
3.3.     Framkvæmd og skjalahald
3.3.1.     Skjölin, sem varða stjórnunarkerfið, skulu einkum vera í samræmi við eftirfarandi:
    a)    ábyrgð og heimildir skulu skilgreind og skjalfest í því skyni að tryggja vistvænleika vöru á skilvirkan hátt og skýrslur um notkun hennar lagðar fram með endurskoðun og umbætur í huga,
    b)    útbúa skal skjöl þar sem tilgreind er sú tækni til stýringar og sannprófunar á hönnun sem er beitt, ásamt þeim ferlum og kerfisbundnu ráðstöfunum sem beitt er við hönnun vörunnar og
    c)    framleiðandinn skal útbúa og viðhalda upplýsingum til að lýsa grundvallarumhverfisþáttum stjórnunarkerfisins, ásamt verklagsreglum um stýringu allra skjala sem krafist er.
3.3.2.     Skjöl er varða vöruna skulu einkum innihalda:
    a)    almenna lýsingu á vörunni og fyrirhugaðri notkun hennar,
    b)    niðurstöður úr viðeigandi rannsóknum framleiðanda í tengslum við umhverfismat og/eða tilvísanir í heimildir um umhverfismat eða raundæmarannsóknir sem framleiðandinn notar við að meta, skrá og ákveða lausnir í vöruhönnun,
    c)    umhverfislýsingu, ef þess er krafist samkvæmt framkvæmdaráðstöfuninni,
    d)    skjöl sem lýsa niðurstöðum úr mælingum í tengslum við kröfur varðandi visthönnun, þ.m.t. ítarlegar upplýsingar um samræmi þessara mælinga við kröfur samanborið við kröfurnar varðandi visthönnun sem settar eru fram í gildandi framkvæmdarráðstöfun,
    e)    framleiðandinn skal setja fram forskriftir þar sem einkum eru tilgreindir þeir staðlar sem hefur verið beitt; ef stöðlum, sem um getur í 10. gr., er ekki beitt eða ef þeir ná ekki að öllu leyti yfir kröfur gildandi framkvæmdarráðstöfunar skal tilgreina hvaða úrræði eru notuð til að tryggja samræmi við kröfur og
    f)    afrit af upplýsingunum sem varða umhverfisþætti vöruhönnunar sem veittar eru í samræmi við kröfurnar sem tilgreindar eru í 2. hluta I. viðauka.
3.4.     Prófanir og umbætur
3.4.1.     Framleiðandinn skal:
    a)    gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að varan sé framleidd í samræmi við hönnunarforskriftir og kröfur ráðstöfunarinnar sem gildir um vöruna,
    b)    koma á og viðhalda verklagsreglum til að rannsaka og bregðast við ef ekki er farið að kröfum og gera breytingar til úrbóta á skjalfestum verklagsreglum og
    c)    gera fullkomna innri úttekt, a.m.k. á þriggja ára fresti, á stjórnunarkerfinu með tilliti til umhverfisþátta þess.

VI. VIÐAUKI
EB-samræmisyfirlýsing
(sem um getur í 3. mgr. 5. gr.)

Í EB-samræmisyfirlýsingunni skulu eftirfarandi atriði koma fram:
1.    nafn og heimilisfang framleiðanda eða viðurkennds fulltrúa hans,
2.    lýsing á vörunni sem nægir til að bera kennsl á hana án alls vafa,
3.    ef við á, tilvísanir í þá samhæfðu staðla sem notaðir eru,
4.    ef við á, aðrir tæknistaðlar og -forskriftir sem notast er við,
5.    ef við á, tilvísun í aðra löggjöf Bandalagsins þar sem kveðið er á um áfestingu CE-merkisins sem notast er við og
6.    auðkenni og undirskrift þess sem hefur umboð til að skuldbinda framleiðandann eða viðurkenndan fulltrúa hans.

VII. VIÐAUKI
Innihald framkvæmdarráðstafana
(sem um getur í 8. mgr. 15. gr.)

Í framkvæmdarráðstöfununum skal/skulu einkum koma fram:
1.    nákvæm skilgreining á tegund(um) viðkomandi vöru/vara,
2.    kröfur varðandi visthönnun að því er varðar viðkomandi vörur, framkvæmdardag(ar), aðgerðir í áföngum eða til bráðabirgða eða aðlögunartímabil:
    a)    ef um er að ræða almennar kröfur varðandi visthönnun, viðeigandi áfangar og þættir sem eru valdir úr þeim sem um getur í liðum 1.1 og 1.2 í I. viðauka, ásamt dæmum um mæliþætti sem eru valdir úr þeim sem um getur í lið 1.3 í I. viðauka til leiðbeiningar við mat á umbótum að því er varðar tilgreinda umhverfisþætti,
    b)    ef um er að ræða sértækar kröfur varðandi visthönnun, stig þeirra,
3.    mæliþættir visthönnunar sem um getur í 1. hluta I. viðauka þar sem kröfur varðandi visthönnun eru ónauðsynlegar,
4.    kröfur varðandi uppsetningu vöru ef hún hefur beina þýðingu fyrir vistvænleika viðkomandi vöru,
5.    staðlar og/eða aðferðir við mælingar sem skal nota; ef samhæfðir staðlar eru fyrir hendi og tilvísunarnúmer þeirra hefur verið birt í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins skal nota þá,
6.    upplýsingar um samræmismat samkvæmt ákvörðun 93/465/EBE:
    a)    ef aðferðareiningarnar, sem skal nota, eru frábrugðnar aðferðareiningu A; þættirnir sem eru grundvöllur vals á þeirri tilteknu aðferð,
    b)    ef við á, viðmiðanir fyrir samþykki og/eða vottun þriðja aðila,
    ef mælt er fyrir um aðrar aðferðareiningar í öðrum CE-kröfum fyrir sömu vöruna skal aðferðareiningin, sem skilgreind er í framkvæmdarráðstöfuninni, ganga framar með tilliti til viðkomandi kröfu,
7.    kröfur um að framleiðendur veiti upplýsingar, einkum um þætti í tækniskjölunum sem eru nauðsynlegir til að auðvelda eftirlit með því hvort vara sé í samræmi við framkvæmdarráðstöfunina,
8.    lengd aðlögunartímabilsins þegar aðildarríkin skulu leyfa að vörur séu settar á markað og/eða teknar í notkun séu þær í samræmi við ákvæði sem gilda á yfirráðasvæði þeirra við samþykkt framkvæmdarráðstöfunarinnar,
9.    hvaða dag mat og hugsanleg endurskoðun á framkvæmdarráðstöfuninni fer fram með tilliti til þess hversu hratt tækniframförum vindur fram.

VIII. VIÐAUKI
Sjálfseftirlit
(sem um getur í 17. gr.)

Auk þeirrar grunnlagakröfu að framtaksverkefni um sjálfseftirlit skuli vera í samræmi við öll ákvæði sáttmálans (einkum að því er varðar innri markaðinn og samkeppnisreglur) og alþjóðlegar skuldbindingar Bandalagsins, þ.m.t. marghliða viðskiptareglur, má nota eftirfarandi skrá yfir leiðbeinandi viðmiðanir, sem ekki er tæmandi, til að meta lögmæti framtaksverkefna um sjálfseftirlit í stað framkvæmdarráðstöfunar með tilliti til þessarar tilskipunar.
1.    Frjáls þátttaka
    Rekstraraðilum frá þriðju löndum skal vera heimilt að taka þátt í framtaksverkefnum um sjálfseftirlit, bæði á undirbúnings- og framkvæmdarstigi.
2.    Virðisauki
    Framtaksverkefni um sjálfseftirlit skulu skila virðisauka (umfram það sem venjulegt getur talist) með meiri heildarvistvænleika viðkomandi vöru.
3.    Fulltrúar
    Atvinnulífið og samtök þess, sem taka þátt í sjálfseftirlitsaðgerð, skulu vera úr röðum mikils meirihluta viðkomandi atvinnuvegar, með eins fáum undantekningum og unnt er. Þess skal gætt að samkeppnisreglur séu virtar.
4.    Magnbundin og þrepaskipt markmið
    Hagsmunaaðilar skulu skilgreina og setja markmiðin fram á skýran og á ótvíræðan hátt á grundvelli vel skilgreindrar grunnviðmiðunar. Ef framtaksverkefni um sjálfseftirlit nær yfir langt tímabil skal jafnframt setja bráðabirgðamarkmið. Unnt skal vera að hafa eftirlit með því hvort loka- og bráðabirgðamarkmið séu uppfyllt með viðráðanlegum tilkostnaði og á trúverðugan hátt með því að nota skýra og áreiðanlega vísa. Upplýsingar úr rannsóknum og vísindalegar og tæknilegar bakgrunnsupplýsingar skulu greiða fyrir þróun þessara vísa.
5.    Þátttaka borgaralegs samfélags
    Með það í huga að tryggja gagnsæi skal birta opinberlega framtaksverkefnin um sjálfseftirlit, m.a. á Netinu og með öðrum rafrænum miðlum sem dreifa upplýsingum.
    Sama gildir um áfanga- og lokaeftirlitsskýrslur. Hagsmunaaðilum, þ.m.t. aðildarríkin, iðnaðurinn, frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála og neytendasamtök, skal boðið að gera athugasemdir við framtaksverkefni um sjálfseftirlit.
6.    Vöktun og skýrslugjöf
    Framtaksverkefni um sjálfseftirlit skulu fela í sér vel hannað vöktunarkerfi þar sem sett er fram á skýran hátt hver sé ábyrgð iðnaðarins og óháðra skoðunarmanna. Þjónustudeildum framkvæmdastjórnarinnar skal, í samvinnu við þátttakendur í framtaksverkefni um sjálfseftirlit, boðið að hafa eftirlit með því hvort markmiðin náist.
    Áætlun um vöktun og skýrslugjöf skal vera ítarleg, gagnsæ og hlutlæg. Það kemur í hlut þjónustudeilda framkvæmdastjórnarinnar, með aðstoð nefndarinnar sem um getur í 1. mgr. 19. gr., að vega og meta hvort markmið frjálsa samningsins eða annarra ráðstafana til sjálfseftirlits hafi náðst.
7.    Kostnaðarhagkvæmni við stjórnun framtaksverkefnis um sjálfseftirlit
    Kostnaður við stjórnun framtaksverkefna um sjálfseftirlit, einkum að því er varðar eftirlit, skal ekki leiða til óhóflegrar stjórnsýslubyrðar miðað við markmið þeirra og aðra stefnumótandi gerninga.
8.    Sjálfbærni
    Framtaksverkefni um sjálfseftirlit skulu vera samrýmanleg stefnumiðum þessarar tilskipunar, þ.m.t. samþætta stefnan, og í samræmi við efnahags- og félagsmálaþátt sjálfbærrar þróunar. Samþætta skal vernd hagsmuna neytenda, þ.e.a.s. heilsu, lífsgæða og efnahagslegra hagsmuna, stefnumiðunum.
9.    Samrýmanleiki hvata
    Ólíklegt er að framtaksverkefni um sjálfseftirlit skili ætluðum árangri ef aðrir þættir og hvatar, s.s. markaðskröfur, skattar og löggjöf á landsvísu, gefa þátttakendum í slíku verkefni misvísandi skilaboð. Samræmi í stefnumótun er mikilvægt í þessu tilliti og skal tekið mið af því við mat á árangri af verkefninu.

IX. VIÐAUKI
A-HLUTI
Niðurfelld tilskipun með skrá yfir síðari breytingar hennar
(sem um getur í 24. gr.)

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB (Stjtíð. ESB L 191, 22.7.2005, bls. 29)
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/28/EB (Stjtíð. ESB L 81, 20.3.2008, bls. 48)     eingöngu 1. gr.

B-HLUTI
Skrá yfir fresti til lögleiðingar í aðildarríkjunum
(sem um getur í 24. gr.)

Tilskipun Frestur til lögleiðingar
2005/32/EB 11. ágúst 2007
2008/28/EB

X. VIÐAUKI
Samsvörunartafla

Tilskipun 2005/32/EB Þessi tilskipun
1. til 20. gr. 1. til 20. gr.
21. gr.
22. gr.
23. gr. 21. gr.
24. gr. 22. gr.
25. gr.
23. gr.
24. gr.
26. gr. 25. gr.
27. gr. 26. gr.
I. til VIII. viðauki I. til VIII. viðauki
IX. viðauki
X. viðauki

Fylgiskjal III.


REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 347/2010
frá 21. apríl 2010
um breytingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/125/EB frá 21. október 2009 um ramma til að setja fram kröfur varðandi visthönnun að því er varðar orkutengdar vörur ( 1 ), einkum 1. gr. 15. gr.,
að höfðu samráði á samráðsvettvanginum um visthönnun,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Eftir samþykkt reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 245/2009 frá 18. mars 2009 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun flúrpera án innbyggðrar straumfestu, háþrýstra úrhleðslupera og varðandi straumfestur og lampa fyrir slíkar ljósaperur og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/55/EB ( 2 ) hefur komið í ljós að breyta þurfi tilteknum ákvæðum hennar til að koma í veg fyrir óráðgerð áhrif á framboð og nothæfi vara sem falla undir reglugerðina.
2)          Að auki er nauðsynlegt að bæta samræmi að því er varðar kröfur um vöruupplýsingar á milli reglugerðar (EB) nr. 245/2009 annars vegar og hins vegar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 244/2009 frá 18. mars 2009 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/32/EB að því er varðar kröfur varðandi visthönnun óstefnuvirkra ljósapera til heimilisnota ( 3 ).
3)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit nefndarinnar sem komið var á fót með 1. mgr. 19. gr. tilskipunar 2009/125/EB.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

1. gr.
Breytingar á reglugerð (EB) nr. 245/2009

Ákvæðum I., II., III. og IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 245/2009 er breytt eins og fram kemur í viðaukanum við þessa reglugerð.

2. gr.
Gildistaka

Reglugerð þessi öðlast gildi fyrsta daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda frá og með 13. apríl 2010.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 21. apríl 2010.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
José Manuel BARROSO
forseti

VIÐAUKI
Breytingar á ákvæðum I., II., III. og IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 245/2009

Ákvæðum I., II., III. og IV. viðauka við reglugerð (EB) nr. 245/2009 er breytt sem hér segir:
1.    Ákvæðum I. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)    Í stað fyrirsagnarinnar komi eftirfarandi:
          „Undanþágur“,
    b)    Í stað inngangsmálsliðarins í 1. lið komi eftirfarandi:
        „Eftirfarandi ljósaperur skulu undanþegnar ákvæðum III. viðauka, að því tilskildu að þess sé getið í tækniskjölunum, sem búin eru til vegna samræmismats skv. 8. gr. tilskipunar 2009/125/EB, hvaða tæknilegu mæliþættir sem taldir eru upp hér á eftir séu grundvöllur fyrir undanþágu:“,
    c)    Í stað c-liðar 1. liðar og d-liðar 1. liðar komi eftirfarandi:
        „c)     blandljósperur þar sem:
                –    a.m.k. 6 % af heildargeislun þeirra á sviðinu 250–780 nm er á sviðinu 250–400 nm og
                –    a.m.k. 11 % af heildargeislun þeirra á sviðinu 250–780 nm er á sviðinu 630–780 nm og
                –    a.m.k. 5 % af heildargeislun þeirra á sviðinu 250–780 nm er á sviðinu 640–700 nm,
        d)        blandljósperur þar sem:
                –    toppgildi geislunarinnar er á milli 315–400 nm (UVA) eða 280–315 nm (UVB),“,
    d)    Í stað 2. liðar komi eftirfarandi:
        „2.    Eftirfarandi vörur skulu undanþegnar ákvæðum III. viðauka, að því tilskildu að þess sé getið í öllum vöruupplýsingum að þær séu ekki ætlaðar til almennrar lýsingar í skilningi þessarar reglugerðar, eða þær séu ætlaðar til þeirrar notkunar sem talin er upp í liðum b til e:
            a)    vörur sem ætlaðar eru til annarra nota en almennrar lýsingar og vörur sem notaðar eru í aðrar vörur sem ekki veita almenna lýsingu,
            b)    ljósaperur sem falla undir kröfur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 94/9/EB ( 1 ) eða tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 1999/92/EB ( 2 ),
            c)    lampar fyrir neyðarlýsingu og neyðarskilti í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/95/EB ( 3 ).
            d)    straumfestur sem ætlaðar eru til notkunar í lömpum sem skilgreindir eru í c-lið og sem eru hannaðar fyrir ljósaperur til notkunar við neyðaraðstæður,
            e)    lampar sem falla undir kröfur tilskipunar 94/9/EB, tilskipunar 1999/92/EB, tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/42/EB ( 4 ), tilskipunar ráðsins 93/42/EBE ( 5 ), tilskipunar ráðsins 88/ 378/EBE ( 6 ) og lampar sem eru samþættir búnaði sem fellur undir þessar kröfur.
            Í vöruupplýsingunum skal geta um ætlaða notkun hverrar vöru og í tækniskjölunum sem búin eru til vegna samræmismats skv. 8. gr. tilskipunar 20009/125/EB skulu taldir upp þeir tæknilegu mæliþættir sem gera vöruhönnunina sérhæfða fyrir þá tilætluðu notkun sem tilgreind er.“
2.    Ákvæðum II. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)    Fyrsti málsliður falli brott,
    b)    Eftirfarandi málsliður bætist við c-lið 1. liðar:
        „Að því er varðar töflu 6 í III. viðauka skal mæla lifunarhlutfall ljósapera við notkun með hátíðni með á-af-lotu sem er 11 klst./1 klst.“
    c)    Eftirfarandi o-liður bætist við 3. lið
        „o)    „blandljóspera“: ljósapera sem inniheldur kvikasilfursperu og glóðarþráð sem eru raðtengd í sama hjúpnum.“
3.    Ákvæðum III. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)    Eftirfarandi málsgrein bætist við á undan töflu 1:
        „Gormlaga flúrperur með tveimur sökklum sem eru 16 mm (T5) eða meira að þvermáli skulu uppfylla kröfurnar sem settar eru fram í töflu 5 fyrir hringlaga T9-perur.“
    b)    Í stað töflu 2 komi eftirfarandi:

„Tafla 2
Málgildi fyrir lágmarksljósnýtni fyrir flúrperur með einn sökkul sem virka með rafsegul- og rafeindastraumfestum

Lítil, einföld, samhliða pípa, perusökkull G23 (2 pinnar) eða 2G7 (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tvöfaldar, samhliða pípur, perusökkull G24d (2 pinnar) eða G24q (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Þrefaldar, samhliða pípur, perusökkull GX24d (2 pinnar) eða GX24q (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Nafnafl (W) Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi Nafnafl (W) Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi Nafnafl (W) Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi
5 48 10 60 13 62
7 57 13 69 18 67
9 67 18 67 26 66
11 76 26 66
4 pípur á sama fleti, perusökkull 2G10 (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Löng, einföld, samhliða pípa, perusökkull 2G11 (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Nafnafl
(W)
Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi Nafnafl
(W)
Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi
18 61 18 67
24 71 24 75
36 78 34 82
36 81“
    c)     Í stað töflu 3 komi eftirfarandi:

„Tafla 3
Málgildi fyrir lágmarksljósnýtni fyrir flúrperur með einn sökkul sem virka aðeins með rafeindastraumfestum

Þrefaldar, samhliða pípur, perusökkull GX24q (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fjórfaldar, samhliða pípur, perusökkull GX24q (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Löng, einföld, samhliða pípa, perusökkull 2G11 (4 pinnar)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Nafnafl
(W)
Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi Nafnafl
(W)
Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi Nafnafl
(W)
Málgildi ljósnýtni (lm/W), 100 klst. upphafsgildi
32 75 57 75 40 83
42 74 70 74 55 82
57 75 80 75
70 74“

    d)     Í stað töflu 6 komi eftirfarandi:

„Tafla 6

     Hundraðshluti til frádráttar frá málgildi fyrir lágmarksljósnýtni fyrir flúrperur með hátt litarhitastig, mikla litendurgjöf og/eða aukahjúp og/eða langan endingartíma
Mæliþættir ljósaperunnar Frádráttur frá ljósnýtni við 25 °C
Tc ≥ 5 000 K -10 %
95 ≥ Ra > 90 -20 %
Ra > 95 -30 %
Aukahjúpur ljósaperu -10 %
Lifunarhlutfall ljósapera ≥ 0,50 eftir 40 000 klst. notkunartíma -5 %“

    e)    Í stað eftirfarandi málsliðar í lið 1.1.B í III. viðauka
         „Leiðréttingarnar sem tilgreindar eru vegna fyrsta áfanga (tafla 6) skulu gilda áfram.“
         komi
        „Leiðréttingarnar (tafla 6) og sértæku kröfurnar er varða gormlaga flúrperur með tveimur sökklum sem tilgreindar eru vegna fyrsta áfanga skulu gilda áfram.“,
    f)    Í stað fyrirsagnarinnar við töflu 7 komi eftirfarandi:

„Tafla 7
Málgildi fyrir lágmarksljósnýtni fyrir háþrýstar natríumperur með Ra . 60",

    g)    Í stað fyrirsagnarinnar við töflu 8 komi eftirfarandi:

„Tafla 8
Málgildi fyrir lágmarksljósnýtni fyrir málmhalógenperur með Ra . 80 og fyrir háþrýstar natríumperur með Ra > 60"

    h)    Í stað annarrar málsgreinar í lið 1.1.C í III. viðauka komi eftirfarandi:
        „Flúrperur án innbyggðrar straumfestu skal vera hægt að nota með straumfestum í orkunýtniflokki A2 eða með straumfestum með betri nýtni í samræmi við lið 2.2 í III viðauka. Að auki má vera hægt að nota þær með straumfestum í flokkum með lægri nýtni en A2.“
    i)    Í stað töflu 11 komi eftirfarandi:

„Tafla 11
Ljósstreymisheldni flúrpera með einum eða tveimur sökklum – 2. áfangi

Ljósstreymisheldni ljósapera Notkunartími (klst.)
Gerðir ljósapera 2 000 4 000 8 000 16 000
Flúrperur með tveimur sökklum sem eru með straumfestu sem er ekki hátíðnistraumfesta 0,95 0,92 0,90
T8-flúrperur með tveimur sökklum sem eru með hátíðnistraumfestu með heitræsingu 0,96 0,92 0,91 0,90
Aðrar flúrperur með tveimur sökklum sem eru með hátíðnistraumfestu með heitræsingu 0,95 0,92 0,90 0,90
Hringlaga flúrperur með einum sökkli sem eru með straumfestu sem er ekki hátíðnistraumfesta, u-laga T8-flúrperur með tveimur sökklum og gormlaga flúrperur með tveimur sökklum sem eru 16 mm (T5) eða meira að þvermáli 0,80 0,74
0,72 við 5 000 klst. notkunartíma
Hringlaga flúrperur með einum sökkli sem eru með hátíðnistraumfestu 0,85 0,83 0,80
0,75 við 12 000 klst. notkunartíma
Aðrar flúrperur með einum sökkli sem eru með straumfestu sem er ekki hátíðnistraumfesta 0,85 0,78 0,75
Aðrar flúrperur með einum sökkli sem eru með hátíðnistraumfestu með heitræsingu 0,90 0,84 0,81 0,78“
    j)    Eftirfarandi inngangsorð og tafla 11a bætast við á eftir töflu 11:
         „Beita skal eftirfarandi uppsöfnuðum frádrætti á gildin í töflu 11:

Tafla 11a
Hundraðshluti til frádráttar frá kröfum um ljósstreymisheldni flúrpera

Mæliþættir ljósaperunnar Frádráttur frá kröfum um ljósstreymisheldni ljósaperu
Ljósaperur með 95 ≥ Ra > 90 Notkunartími . 8 000 klst.: -5 % Notkunartími > 8 000 klst.: -10 %
Ljósaperur með Ra > 95 Notkunartími . 4 000 klst.: -10 % Notkunartími > 4 000 klst.: -15 %
Ljósaperur með litarhitastig ≥ 5 000 K -10 %“
    k)    Í stað töflu 12 komi eftirfarandi:

„Tafla 12
Lifunarhlutfall flúrpera með einum eða tveimur sökklum – 2. áfangi

Lifunarhlutfall ljósapera Notkunartími (klst.)
Gerðir ljósapera 2 000 4 000 8 000 16 000
Flúrperur með tveimur sökklum sem eru með straumfestu sem er ekki hátíðnistraumfesta 0,99 0,97 0,90
Flúrperur með tveimur sökklum sem eru með hátíðnistraumfestu með heitræsingu 0,99 0,97 0,92 0,90
Hringlaga flúrperur með einum sökkli sem eru með straumfestu sem er ekki hátíðnistraumfesta, u-laga T8-flúrperur með tveimur sökklum og gormlaga flúrperur með tveimur sökklum sem eru 16 mm (T5) eða meira að þvermáli 0,98 0,77
0,50 við 5 000 klst. notkunartíma
Hringlaga flúrperur með einum sökkli sem eru með hátíðnistraumfestu 0,99 0,97 0,85
0,50 við 12 000 klst. notkunartíma
Aðrar flúrperur með einum sökkli sem eru með straumfestu sem er ekki hátíðnistraumfesta 0,98 0,90 0,50
Aðrar flúrperur með einum sökkli sem eru með hátíðnistraumfestu með heitræsingu 0,99 0,98 0,88 –“
    l)    Í stað töflu 13 komi eftirfarandi:

„Tafla 13
Ljósstreymisheldni og lifunarhlutfall að því er varðar háþrýstar natríumperur – 2. áfangi

Flokkur háþrýstra natríumpera og notkunartími fyrir mælingu Ljósstreymisheldni ljósapera Lifunarhlutfall ljósapera
P . 75 W
Ljósstreymisheldni ljósaperu og lifunarhlutfall ljósapera við 12 000 klst. notkunartíma
Ra . 60 > 0,80 > 0,90
Ra > 60 > 0,75 > 0,75
allar ljósaperur sem eru hannaðar sem endurbótarhlutur til notkunar með straumfestum fyrir háþrýstar kvikasilfursperur > 0,75 > 0,80
P > 75 W
Ljósstreymisheldni ljósaperu og lifunarhlutfall ljósapera við 16 000 klst. notkunartíma
Ra . 60 > 0,85 > 0,90
Ra > 60 > 0,70 > 0,65
allar ljósaperur sem eru hannaðar sem endurbótarhlutur til notkunar með straumfestum fyrir háþrýstar kvikasilfursperur > 0,75 > 0,55
        Kröfurnar samkvæmt töflu 13 að því er varðar ljósaperur sem eru hannaðar sem endurbótarhlutur til notkunar með straumfestum fyrir háþrýstar kvikasilfursperur skulu gilda í 6 ár eftir gildistöku þessarar reglugerðar.“,
    m)    Í stað i-liðar í lið 1.3 í III. viðauka komi eftirfarandi:
        „i)    Umhverfishiti innan í lampanum sem hönnun ljósaperunnar gerir ráð fyrir að skili mestu ljósstreymi. Ef þetta hitastig er 0 °C eða lægra eða 50 °C eða hærra skal það tilgreint að ljósaperan henti ekki fyrir notkun innanhúss við staðlaðan stofuhita.“,
    n)    Eftirfarandi j-liður bætist við lið 1.3 í III viðauka:
        „j)    Að því er varðar ljósaperur án innbyggðrar straumfestu, orkunýtnistuðlar straumfesta eins og skilgreindir eru í töflu 17, sem hægt er að nota ljósaperuna með.“,
    o)    Í stað töflu 17 komi eftirfarandi:

„Tafla 17
Kröfur að því er varðar orkunýtnistuðul fyrir straumfestur fyrir flúrperur sem ekki er hægt að deyfa

GÖGN ER VARÐA LJÓSAPERUR ORKUNÝTNI STRAUMFESTU (Plamp/Pinput)
Ekki hægt að deyfa
Gerð ljósaperu Nafnafl ILCOS-KÓÐI Málafl í vöttum/dæmi gert afl A2 BAT A2 A3 B1 B2
W 50 Hz HF
W W
T8 15 FD-15-E-G13-26/450 15 13,5 87,8 % 84,4 % 75,0 % 67,9 % 62,0 %
T8 18 FD-18-E-G13-26/600 18 16 87,7 % 84,2 % 76,2 % 71,3 % 65,8 %
T8 30 FD-30-E-G13-26/900 30 24 82,1 % 77,4 % 72,7 % 79,2 % 75,0 %
T8 36 FD-36-E-G13-26/1200 36 32 91,4 % 88,9 % 84,2 % 83,4 % 79,5 %
T8 38 FD-38-E-G13-26/1050 38,5 32 87,7 % 84,2 % 80,0 % 84,1 % 80,4 %
T8 58 FD-58-E-G13-26/1500 58 50 93,0 % 90,9 % 84,7 % 86,1 % 82,2 %
T8 70 FD-70-E-G13-26/1800 69,5 60 90,9 % 88,2 % 83,3 % 86,3 % 83,1 %
TC-L 18 FSD-18-E-2G11 18 16 87,7 % 84,2 % 76,2 % 71,3 % 65,8 %
TC-L 24 FSD-24-E-2G11 24 22 90,7 % 88,0 % 81,5 % 76,0 % 71,3 %
TC-L 36 FSD-36-E-2G11 36 32 91,4 % 88,9 % 84,2 % 83,4 % 79,5 %
TCF 18 FSS-18-E-2G10 18 16 87,7 % 84,2 % 76,2 % 71,3 % 65,8 %
TCF 24 FSS-24-E-2G10 24 22 90,7 % 88,0 % 81,5 % 76,0 % 71,3 %
TCF 36 FSS-36-E-2G10 36 32 91,4 % 88,9 % 84,2 % 83,4 % 79,5 %
TC-D / DE 10 FSQ-10-E-G24q=1 FSQ-10-I-G24d=1 10 9,5 89,4 % 86,4 % 73,1 % 67,9 % 59,4 %
TC-D / DE 13 FSQ-13-E-G24q=1 FSQ-13-I-G24d=1 13 12,5 91,7 % 89,3 % 78,1 % 72,6 % 65,0 %
TC-D / DE 18 FSQ-18-E-G24q=2 FSQ-18-I-G24d=2 18 16,5 89,8 % 86,8 % 78,6 % 71,3 % 65,8 %
TC-D / DE 26 FSQ-26-E-G24q=3 FSQ-26-I-G24d=3 26 24 91,4 % 88,9 % 82,8 % 77,2 % 72,6 %
TC-T / TE 13 FSM-13-E-GX24q=1 FSM-13-I-GX24d=1 13 12,5 91,7 % 89,3 % 78,1 % 72,6 % 65,0 %
TC-T / TE 18 FSM-18-E-GX24q=2 FSM-18-I-GX24d=2 18 16,5 89,8 % 86,8 % 78,6 % 71,3 % 65,8 %
TC-T / TC-TE 26 FSM-26-E-GX24q=3 FSM-26-I-GX24d=3 26,5 24 91,4 % 88,9 % 82,8 % 77,5 % 73,0 %
TC-DD / DDE 10 FSS-10-E-GR10q FSS-10-L/P/H-GR10q 10,5 9,5 86,4 % 82,6 % 70,4 % 68,8 % 60,5 %
TC-DD / DDE 16 FSS-16-E-GR10q FSS-16-I-GR8 FSS-16-L/P/H-GR10q 16 15 87,0 % 83,3 % 75,0 % 72,4 % 66,1 %
TC-DD / DDE 21 FSS-21-E-GR10q FSS-21-L/P/H-GR10q 21 19,5 89,7 % 86,7 % 78,0 % 73,9 % 68,8 %
TC-DD / DDE 28 FSS-28-E-GR10q FSS-28-I-GR8 FSS-28-L/P/H-GR10q 28 24,5 89,1 % 86,0 % 80,3 % 78,2 % 73,9 %
TC-DD / DDE 38 FSS-38-E-GR10q FSS-38-L/P/H-GR10q 38,5 34,5 92,0 % 89,6 % 85,2 % 84,1 % 80,4 %
TC 5 FSD-5-I-G23 FSD-5-E-2G7 5,4 5 72,7 % 66,7 % 58,8 % 49,3 % 41,4 %
TC 7 FSD-7-I-G23 FSD-7-E-2G7 7,1 6,5 77,6 % 72,2 % 65,0 % 55,7 % 47,8 %
TC 9 FSD-9-I-G23 FSD-9-E-2G7 8,7 8 78,0 % 72,7 % 66,7 % 60,3 % 52,6 %
TC 11 FSD-11-I-G23 FSD-11-E-2G7 11,8 11 83,0 % 78,6 % 73,3 % 66,7 % 59,6 %
T5 4 FD-4-E-G5-16/150 4,5 3,6 64,9 % 58,1 % 50,0 % 45,0 % 37,2 %
T5 6 FD-6-E-G5-16/225 6 5,4 71,3 % 65,1 % 58,1 % 51,8 % 43,8 %
T5 8 FD-8-E-G5-16/300 7,1 7,5 69,9 % 63,6 % 58,6 % 48,9 % 42,7 %
T5 13 FD-13-E-G5-16/525 13 12,8 84,2 % 80,0 % 75,3 % 72,6 % 65,0 %
T9-C 22 FSC-22-E-G10q-29/200 22 19 89,4 % 86,4 % 79,2 % 74,6 % 69,7 %
T9-C 32 FSC-32-E-G10q-29/300 32 30 88,9 % 85,7 % 81,1 % 80,0 % 76,0 %
T9-C 40 FSC-40-E-G10q-29/400 40 32 89,5 % 86,5 % 82,1 % 82,6 % 79,2 %
T2 6 FDH-6-L/P-W4,3x8,5d-7/220 5 72,7 % 66,7 % 58,8 %
T2 8 FDH-8-L/P-W4,3x8,5d-7/320 7,8 76,5 % 70,9 % 65,0 %
T2 11 FDH-11-L/P-W4,3x8,5d-7/420 10,8 81,8 % 77,1 % 72,0 %
T2 13 FDH-13-L/P-W4,3x8,5d-7/520 13,3 84,7 % 80,6 % 76,0 %
T2 21 FDH-21-L/P-W4,3x8,5d-7/ 21 88,9 % 85,7 % 79,2 %
T2 23 FDH-23-L/P-W4,3x8,5d-7/ 23 89,8 % 86,8 % 80,7 %
T5-E 14 FDH-14-G5-L/P-16/550 13,7 84,7 % 80,6 % 72,1 %
T5-E 21 FDH-21-G5-L/P-16/850 20,7 89,3 % 86,3 % 79,6 %
T5-E 24 FDH-24-G5-L/P-16/550 22,5 89,6 % 86,5 % 80,4 %
T5-E 28 FDH-28-G5-L/P-16/1150 27,8 89,8 % 86,9 % 81,8 %
T5-E 35 FDH-35-G5-L/P-16/1450 34,7 91,5 % 89,0 % 82,6 %
T5-E 39 FDH-39-G5-L/P-16/850 38 91,0 % 88,4 % 82,6 %
T5-E 49 FDH-49-G5-L/P-16/1450 49,3 91,6 % 89,2 % 84,6 %
T5-E 54 FDH-54-G5-L/P-16/1150 53,8 92,0 % 89,7 % 85,4 %
T5-E 80 FDH-80-G5-L/P-16/1150 80 93,0 % 90,9 % 87,0 %
T5-E 95 FDH-95-G5-L/P-16/1150 95 92,7 % 90,5 % 84,1 %
T5-E 120 FDH-120-G5-L/P-16/1450 120 92,5 % 90,2 % 84,5 %
T5-C 22 FSCH-22-L/P-2GX13-16/225 22,3 88,1 % 84,8 % 78,8 %
T5-C 40 FSCH-40-L/P-2GX13-16/300 39,9 91,4 % 88,9 % 83,3 %
T5-C 55 FSCH-55-L/P-2GX13-16/300 55 92,4 % 90,2 % 84,6 %
T5-C 60 FSCH-60-L/P-2GX13-16/375 60 93,0 % 90,9 % 85,7 %
TC-LE 40 FSDH-40-L/P-2G11 40 91,4 % 88,9 % 83,3 %
TC-LE 55 FSDH-55-L/P-2G11 55 92,4 % 90,2 % 84,6 %
TC-LE 80 FSDH-80-L/P-2G11 80 93,0 % 90,9 % 87,0 %
TC-TE 32 FSMH-32-L/P-2GX24q=3 32 91,4 % 88,9 % 82,1 %
TC-TE 42 FSMH-42-L/P-2GX24q=4 43 93,5 % 91,5 % 86,0 %
TC-TE 57 FSM6H-57-L/P-2GX24q=5 FSM8H-57-L/P-2GX24q=5 56 91,4 % 88,9 % 83,6 %
TC-TE 70 FSM6H-70-L/P-2GX24q=6 FSM8H-70-L/P-2GX24q=6 70 93,0 % 90,9 % 85,4 %
TC-TE 60 FSM6H-60-L/P-2G8=1 63 92,3 % 90,0 % 84,0 %
TC-TE 62 FSM8H-62-L/P-2G8=2 62 92,2 % 89,9 % 83,8 %
TC-TE 82 FSM8H-82-L/P-2G8=2 82 92,4 % 90,1 % 83,7 %
TC-TE 85 FSM6H-85-L/P-2G8=1 87 92,8 % 90,6 % 84,5 %
TC-TE 120 FSM6H-120-L/P-2G8=1 FSM8H-120-L/P-2G8=1 122 92,6 % 90,4 % 84,7 %
TC-DD 55 FSSH-55-L/P-GRY10q3 55 92,4 % 90,2 % 84,6 %“
4.    Eftirfarandi málsgrein bætist við á eftir fyrstu málsgrein IV. viðauka:
    „Yfirvöld í aðildarríkjunum skulu beita áreiðanlegum, nákvæmum og samanburðarnákvæmum mæliaðferðum sem taka tillit til almennt viðurkenndra mæliaðferða sem byggja á nýjustu og fullkomnustu tækni, þ.m.t. aðferðir sem kveðið er á um í skjölum sem tilvísunarnúmer hafa verið birt fyrir í þeim tilgangi í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.“
Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 93, 7.4.2011, bls. 31, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 19, 7.4.2011, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 171, 30.6.2011, bls. 1, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 37, 30.6.2011, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 285, 31.10.2009, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 4
(4)    Stjtíð. ESB L 104, 24.4.2010, bls. 20.
Neðanmálsgrein: 5
(5)    Stjtíð. ESB L 191, 22.7.2005, bls. 29.
Neðanmálsgrein: 6
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 7
(1)    Stjtíð. ESB C 100, 30.4.2009, bls. 120.
Neðanmálsgrein: 8
(2)    Álit Evrópuþingsins frá 24. apríl 2009 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB) og ákvörðun ráðsins frá 24. september 2009.
Neðanmálsgrein: 9
(3)    Stjtíð. ESB L 191, 22.7.2005, bls. 29.
Neðanmálsgrein: 10
(1)    Stjtíð. EB L 242, 10.9.2002, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 11
(1)    Stjtíð. ESB L 218, 13.8.2008, bls. 82.
Neðanmálsgrein: 12
(1)    Stjtíð. ESB L 218, 13.8.2008, bls. 30.
Neðanmálsgrein: 13
(2)    Stjtíð. EB C 136, 4.6.1985, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 14
(3)    Stjtíð. EB C 141, 19.5.2000, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 15
(4)    Stjtíð. EB L 297, 13.10.1992, bls. 16.
Neðanmálsgrein: 16
(5)    Stjtíð. EB L 237, 21.9.2000, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 17
(6)    Stjtíð. ESB L 37, 13.2.2003, bls. 24.
Neðanmálsgrein: 18
(7)    Stjtíð. ESB L 37, 13.2.2003, bls. 19.
Neðanmálsgrein: 19
(8)    Stjtíð. ESB L 396, 30.12.2006, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 20
(1)    Stjtíð. ESB L 39, 13.2.2008, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 21
(2)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23.
Neðanmálsgrein: 22
(3)    Stjtíð. EB L 167, 22.6.1992, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 23
(4)    Stjtíð. EB L 236, 18.9.1996, bls. 36.
Neðanmálsgrein: 24
(5)    Stjtíð. EB L 279, 1.11.2000, bls. 33.
Neðanmálsgrein: 25
(6)    Stjtíð. ESB C 321, 31.12.2003, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 26
(1)    Stjtíð. ESB L 114, 27.4.2006, bls. 9.
Neðanmálsgrein: 27
(1)    (Stjtíð. EB L 377, 31.12.1991, bls. 20)
Neðanmálsgrein: 28
(2)    Stjtíð. EB L 204, 21.7.1998, bls. 37.
Neðanmálsgrein: 29
(1)    Stjtíð. EB L 114, 24.4.2001, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 30
(1)    Stjtíð. EB L 196, 16.8.1967, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 31
(2)    Stjtíð. EB L 262, 27.9.1976, bls. 201.
Neðanmálsgrein: 32
(3)    Stjtíð. EB L 59, 27.2.1998, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 33
(1)    Stjtíð. ESB L 285, 31.10.2009, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 34
(2)    Stjtíð. ESB L 76, 24.3.2009, bls. 17.
Neðanmálsgrein: 35
(3)    Stjtíð. ESB L 76, 24.3.2009, bls. 3.
Neðanmálsgrein: 36
(1)    Stjtíð. EB L 100, 19.4.1994, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 37
(2)    Stjtíð. EB L 23, 28.1.2000, bls. 57.
Neðanmálsgrein: 38
(3)    Stjtíð. ESB L 374, 27.12.2006, bls. 10.
Neðanmálsgrein: 39
(4)    Stjtíð. ESB L 157, 9.6.2006, bls. 24.
Neðanmálsgrein: 40
(5)    Stjtíð. EB L 169, 12.7.1993, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 41
(6)    Stjtíð. EB L 187, 16.7.1988, bls. 1.