Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 399. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 560  —  399. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um rammaáætlanir Evrópusambandsins
um menntun, rannsóknir og tækniþróun.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvað hafa greiðslur úr ríkissjóði verið háar frá upphafi vegna rammaáætlana ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun, sbr. fjárlagalið 02-985, sundurliðað eftir árum? Í svarinu komi fram svofelld sundurliðun árlegra greiðslna: a) landsskrifstofa menntaáætlana ESB, b) alþjóðleg samskipti vegna rammaáætlana ESB og c) rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun.
     2.      Hversu háar fjárhæðir hafa íslenskir aðilar, einstaklingar eða fyrirtæki, fengið úr framangreindum rammaáætlunum frá upphafi, sundurliðað eftir verkefnum og árum?


Skriflegt svar óskast.