Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 414. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 650  —  414. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um eftirlit ráðuneytisins með sveitarstjórnum.

Frá Margréti Tryggvadóttur.

    Hve mörg mál hafa borist ráðuneytinu á grundvelli a) 102. gr., b) 103. gr. sveitarstjórnarlaga frá 2007 til 2011, skipt niður eftir árum? Hvaða reglur gilda um afgreiðslutíma og hafa öll málin verið afgreidd af hálfu ráðuneytisins? Ef ekki, hver er skýringin á því í hverju tilviki? Hversu langan tíma tók að afgreiða hvert og eitt mál frá þeim tíma sem það barst ráðuneytinu?


Skriflegt svar óskast.