Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 447. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 689  —  447. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um mælingar á dilkakjöti
og beitarrannsóknir í Skutulsfirði.


Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hverjar voru niðurstöður af mælingum á sl. ári á dilkakjöti sem framleitt var af bændum í Skutulsfirði og voru þær yfir viðmiðunarmörkum?
     2.      Gáfu þær niðurstöður tilefni til þess að slátra fé úr Engidal?
     3.      Verða bændum á svæðinu greiddar bætur vegna þess að þeim var gert að slátra fé sínu?
     4.      Hverjar eru niðurstöður beitarrannsókna sl. sumar í Engidal í Skutulsfirði?