Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 456. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 698  —  456. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um dreifikerfi Ríkisútvarpsins ohf.

Frá Ólínu Þorvarðardóttur.


     1.      Er til áætlun um frekari uppbyggingu FM-dreifikerfis Ríkisútvarpsins á þeim svæðum þar sem sendingar nást illa, t.d. á Vestfjörðum?
     2.      Er til áætlun um að fjölga sendum með svonefndum RDS-merkjasendingum sem gera mögulega sjálfvirka skiptingu milli tíðna? Ef svo er, hvenær er áætlað að þeir sendar sem ná til þjóðvega verði fullbúnir?
     3.      Hver er stefna Ríkisútvarpsins varðandi hljóðvarp í jarðgöngum?
     4.      Eru til markmið um gæðastefnu Ríkisútvarpsins í dreifikerfinu?
     5.      Fara fram reglulegar mælingar og gæðaprófanir á dreifikerfinu? Ef svo er, hvar eru niðurstöður slíkra mælinga birtar?
     6.      Hvaða ákvæði í þjónustusamningi skv. 3. gr. laga nr. 6/2007 eiga við um dreifikerfið og hvernig teljast þau hafa verið uppfyllt?
     7.      Hefur Ríkisútvarpið leitað eftir leyfi og aðstöðu til að reka útvarps- og sjónvarpssenda í ratsjárstöðvunum á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli í því skyni að ná til næstu miða og uppfylla þar með ákvæði 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 6/2007?
     8.      Hefur Ríkisútvarpið ohf. gert áætlun um endurnýjun dreifikerfis sjónvarps, sem fyrirséð er að verði úrelt á næstu árum, og ef svo er, hvað felur hún í sér og hefur verið mörkuð stefna í samskiptaáætlun innanríkisráðuneytis hvað það varðar?


Skriflegt svar óskast.