Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 487. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 742  —  487. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um Maastricht-skilyrðin.

Frá Margréti Tryggvadóttur.

     1.      Uppfyllir Ísland annars vegar verðbólguþátt og hins vegar langtímavaxtaþátt Maastricht- skilyrðanna? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
     2.      Hver hefur afkoma af rekstri ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið árin 2000–2011? Uppfyllir Ísland þátt Maastricht-skilyrðanna um afkomu af rekstri ríkissjóðs? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
     3.      Hverjar hafa skuldir hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verið árin 2000–2011? Hverjar hafa skuldirnar verið án viðskiptaskulda og lífeyrisskuldbindinga?
     4.      Uppfyllir Ísland þátt Maastricht-skilyrðanna um opinberar skuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?
     5.      Uppfyllir Ísland kröfur sem gerðar eru fyrir aðild að gengissamstarfi Evrópu (ERM II)? Ef ekki, er þá stefnt að því og með hvaða hætti?


Skriflegt svar óskast.