Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 505. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 767  —  505. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um ungmenni og vímuefnameðferð.

Frá Siv Friðleifsdóttur.


     1.      Hve mörg ungmenni hafa árlega verið neyðarvistuð á Stuðlum á síðustu fimm árum og hve lengi í senn?
     2.      Hve mörg ungmenni hafa árlega notið þjónustu meðferðardeildar Stuðla á síðustu fimm árum og hve lengi í senn?
     3.      Hve oft hafa dómstólar dæmt ungmenni til vímuefnameðferðar árlega á síðustu fimm árum, hverjar eru sambærilegar tölur annars staðar á Norðurlöndum og hvar fá ungmennin meðferðina?
     4.      Stendur til frekari uppbygging, t.d. á húsakosti og meðferðarúrræðum, fyrir þessi ungmenni?


Skriflegt svar óskast.