Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 512. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 786  —  512. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um greiðslur í fæðingar- og foreldraorlofi.

Frá Auði Lilju Erlingsdóttur.


     1.      Hve mörg dæmi eru um það á síðastliðnum fimm árum að greiðslur í fæðingar- og foreldraorlofi hafi skerst eða að móðir eða faðir hafi engar greiðslur fengið úr fæðingarorlofssjóði vegna þess að minna en 18 mánuðir liðu milli fæðingar barna? Hvaða rétt eiga foreldrar þegar svo stendur á?
     2.      Hvað mundi það kosta sjóðinn að breyta reglum þannig að greiðslur í orlofi vegna fyrra barns skerði ekki greiðslur í fæðingarorlofi síðara barns?
     3.      Telur ráðherra það samrýmast anda laga um fæðingar- og foreldraorlof að greiðslur skerðist sjálfkrafa ef foreldrar eiga börn með skemmra millibili en viðmiðunartíminn er?
     4.      Liggur einhvers konar þarfagreining eða framfærsluviðmið að baki ákvörðun upphæðar fæðingarstyrks til námsmanna í fullu námi?
     5.      Telur ráðherra þörf á að hækka upphæð fæðingarstyrks til námsmanna í fullu námi?


Skriflegt svar óskast.