Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 514. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 788  —  514. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ákvarðanir kjararáðs um laun og starfskjör.



Frá Eygló Harðardóttur.



    Laun og starfskjör hverra eru ákveðin af kjararáði og hvernig flokkast störfin eftir kyni þeirra sem gegna þeim nú? Einnig er óskað eftirfarandi upplýsinga um hvert starf:
     a.      föst laun eða grunnlaun,
     b.      önnur laun,
     c.      föst yfirvinna, þ.e. bæði upphæð og fjöldi tíma,
     d.      önnur starfskjör,
     e.      umsvif eða velta stofnunar, félags eða fyrirtækis,
     f.      fjöldi undirmanna,
     g.      rökstuðningur ákvörðunar.


Skriflegt svar óskast.