Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 534. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 818  —  534. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um opinn aðgang að afrakstri fræðistarfa.

Frá Merði Árnasyni.


    Hvað líður stefnumótun Rannsóknamiðstöðvar Íslands um svokallaðan „opinn aðgang“ að niðurstöðum rannsókna og afrakstri fræðistarfa sem stofnunin styrkir, sbr. Berlínaryfirlýsinguna sem forsætisráðherra undirritaði 25. júní 2010 og ræðu ráðherra á Vordögum Landspítalans 4. maí 2010, þannig að þessar niðurstöður séu aðgengilegar á netinu almenningi að kostnaðarlausu?