Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 414. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 845  —  414. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur
um eftirlit ráðuneytisins með sveitarstjórnum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve mörg mál hafa borist ráðuneytinu á grundvelli a) 102. gr., b) 103. gr. sveitarstjórnarlaga frá 2007 til 2011, skipt niður eftir árum? Hvaða reglur gilda um afgreiðslutíma og hafa öll málin verið afgreidd af hálfu ráðuneytisins? Ef ekki, hver er skýringin á því í hverju tilviki? Hversu langan tíma tók að afgreiða hvert og eitt mál frá þeim tíma sem það barst ráðuneytinu?

    Ráðuneytið telur að fyrirspurnin lúti að eldri sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998, sem féllu úr gildi með gildistöku gildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011. Ákvæði 102. gr. eldri sveitarstjórnarlaga laut að eftirlitshlutverki ráðuneytisins og ákvæði 103. gr. laganna laut að úrskurðarvaldi ráðuneytisins.
    Sveitarstjórnarmálefni voru í félagsmálaráðuneytinu til ársbyrjunar 2008 er samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti tók við þeim málum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti var síðar sameinað dómsmála- og mannréttindaráðuneyti í innanríkisráðuneyti og fer það ráðuneyti nú með málefni sveitarstjórna. Ráðuneytið hefur því ekki aðgang að málum frá 2007 og lýtur svarið að afgreiðslu mála frá 2008. Eftirfarandi tölur gefa þó tilefni til að líta svo á að mál frá árinu 2007 hafi verið afgreidd á því ári og árinu 2008.
    Í 102. gr. og 103. gr. eldri sveitarstjórnarlaga var ekki að finna ákvæði um afgreiðslutíma. Slíkt ákvæði er heldur ekki að finna í gildandi sveitarstjórnarlögum. Samkvæmt 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/2993, skal taka ákvarðanir í málum svo fljótt sem unnt er. Er sá tími ekki skýrður nánar í lagaákvæðinu eða athugasemdum sem fylgdu frumvarpinu sem varð að stjórnsýslulögum. Ráðuneytið hefur kappkostað að afgreiða málin á sem vandaðastan hátt, sem getur í sumum tilvikum haft áhrif á málshraða. Þá eru mál mismunandi að umfangi og málatilbúnaði og getur það ásamt gagnaöflun haft áhrif á afgreiðslutíma mála.

Mál sem hafa borist á grundvelli 102. gr.

Mál sem hafa borist á grundvelli 102. gr.
2008 3 42
2009 4 54
2010 17 37
2011 23 52

Afgreiðslutími mála.
    Svörin hér á eftir eiga við 102. og 103. gr. eldri sveitarstjórnarlaga án frekari tilgreiningar. Svörin miðast við mál afgreidd á tilgreindu tímabili, í stað þess að tilgreina hvert og eitt mál. Er það mat ráðuneytisins að neðangreind svör gefi betri mynd af afgreiðslutíma mála í stað þess að tilgreina hvert og eitt mál fyrir sig, en það getur brotið gegn einkahagsmunum málsaðila.

2008: 2010:
Undir 2 mánuðum: 6 mál Undir 2 mánuðum: 17 mál
2 til 6 mánuðir: 13 mál 2 til 6 mánuðir: 11 mál
6 til 12 mánuðir: 21 mál 6 til 12 mánuðir: 17 mál
12 til 18 mánuðir: 2 mál 12 til 18 mánuðir: 6 mál
18 til 24 mánuðir: 3 mál 18 til 24 mánuðir: 0 mál
= 45 mál 24 til 30 mánuðir: 0 mál
= 51 mál
2009: 2011:
Undir 2 mánuðum: 11 mál Undir 2 mánuðum 15 mál
2 til 6 mánuðir: 18 mál 2 til 6 mánuðir: 12 mál
6 til 12 mánuðir: 18 mál 6 til 12 mánuðir. 5 mál
12 til 18 mánuðir: 10 mál 12 til 18 mánuðir: 0 mál
18 til 24 mánuðir: 0 mál Málum ólokið: 43 mál
24 til 30 mánuðir: 1 mál = 75 mál
= 58 mál